blog... the modern person's cry for attention

sunnudagur, mars 19, 2006

Ég minnist sjálfrar mín í gær að veifa gyllta sjalinu mínu á dansgólfinu eins og nautabani með rauðan klút. Einnig minnist ég vina minna í sleik á þvers og kruss og Nönnu að veifa kattarskottinu sínu á vægast sagt óviðeigandi hátt. Þegar ég var lítil hélt ég að þegar maður yrði t.d. 23 ára, myndi maður sjálfkrafa breytast í einhvers konar dragtadömu og hegðun manns yrði einnig sjálfkrafa viðeigandi og fullorðin. Ég get hinsvegar staðfest að svo er ei. Óhemju skemmtilegt kvöld að öllu leyti, tónlistin var frábær og allir í þvílíku stuði. Þarafleiðandi er ég búin að vera fremur óhress og meðvitundarlaus í dag.

1 Comments:

  • við erum bara á sama báti!! ég hef farið yfir atburði næturinnar mörgum sinnum í huganum til að fullvissa mig um að ég hafi ekki innbyrt einhver örvandi lyf því ég er svo furðu hress og dugleg í vinnunni eftir tveggja tíma svefn!!
    ég held ég hafi ekki tekið neitt;) bara hitt fjöldann allan af ólíku og skrítnu fólki!!!

    By Blogger Halla, at 8:08 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home