blog... the modern person's cry for attention

fimmtudagur, mars 16, 2006

Vortrikkið bar ekki tilætlaðan árangur. Veðurfræðingarnir spá áframhaldandi andstyggð langt fram í apríl. Á maður ekki bara að kasta sér fram af Langebro strax?

Ég fór að sjá Damian Marley í gær. Það var gaman og mikið af svörtu fólki og hvítu fólki að þykjast vera svart. Damian var alveg eins og snýttur út úr nös föður síns sáluga, nema að hann var í jakkafötum. Með honum á sviðinu var stærðarinnar maður sem veifaði enn stærri djamaískum fána alla tónleikana, og gerði ekkert nema það. Svo voru þarna beibsur að syngja bakraddir og röndóttur MC sem birtist af og til og sagði óskiljanlega en hvetjandi hluti. Ég skildi reyndar ekki mikið því sem Daddi sagði, nema það að hann boðaði líf án kjöts og fullyrti að hans og hans fólk "only be eating da fruits and da leaves". Mér fell þetta vel í geð þar sem ég borða orðið aldrei kjet. Tónleikarnir voru bara skemmtilegir og góð tilbreyting frá mínu fáránlega skedúlíseraða lífi. Svo var líka hressandi að sjá allt þetta svarta fólk með risastór afró og dredda. Hvar elur þetta lið manninn dagsdaglega og hvað er það að bralla hér? Við ætluðum svo að fara og hitta Önnu og Ausu en gáfumst upp og fórum heim og lögðum okkur. Á morgun er hinsvegar Karneval fest og mikið í uppsiglingu...

1 Comments:

  • hæ... ég sakna þín:(:(:( ég er að hlusta á people just ain´t no good með nick cave and... æjji, stundum er ég alveg sammála honum! afhverju er ástin ekki nóg???

    By Blogger Halla, at 3:34 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home