blog... the modern person's cry for attention

föstudagur, mars 17, 2006

Påskeøl

P-dagur í dag, með öðrum orðum verður páskabjórnum hleypt af stokkunum og ofan í kok þyrstra landsmanna og kvenna kl.20.59 í kvöld. P-dagurinn og J-dagurinn (jólabjórinn) eru jafnan miklir hátíðisdagar hér í landi, enda páska og jólabjórinn sterkari en venjulegur bjór og þar að auki pínulítið eins og nammi á bragðið, þannig að það er hægt að vera enn fyllri en venjulega. Hvert mannsbarn hlýtur að skilja að slíkum tækifærum ber að fagna með tilheyrandi öldrykkju og ölæði, og aldrei að vita nema slíkt eigi eftir að gerast í kveld. Ég er reyndar orðin svo gömul að mig hálfhryllir við tilhugsuninni um að vera mjög full - engu að síður gerist það nú af og til. Eini munurinn er að þegar það gerist fer ég yfirleitt að sofa mjög fljotlega eftir að vissu stigi er náð, í gamla daga hefði ég hinsvegar tvíeflst og haldið áfram til morguns.
Haha, Armen spurði mig í vikunni hvort við ætluðum að vera "completely wasted or just drunk on Friday". Hvernig á maður að geta svarað svona spurningum? Yfirleitt fara plön og áfengi ekkert mjög vel saman, hvað þá plön um hversu mikils áfengis eigi að neyta. Mér hefur a.m.k. afar sjaldan tekist að fylgja þeim plönum.

1 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home