Um daginn prófaði ég að senda spurningu á Yahoo. Það var nú meira hvað fólk var fúst að deila með sér af fróðleik sínum um blessuð litlu þvottabjarnagreyin. Sem eru notabene svo mikil krútt að mér liggur við að hoppa og skrækja þegar ég sé mynd af einum slíkum. Hvernig dettur fólki í hug að skjóta þá, eitra fyrir þeim og búa til húfur og jakka úr svona litlum snillingum? Hversu mörg önnur dýr (sem ekki eru apar eða fólk) kunna að opna glugga, róta í kössum og ruslatunnum og stela öllu sem hönd eða loppu á festir?
Þegar ég verð stór ætla ég pottþétt að eiga þessi dýr:
1. Kisu.
2. Lítinn grís eins og George Clooney á (Krúttmundur Rassason, grísinn, sko!)
3. Þvottabjörn.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home