blog... the modern person's cry for attention

miðvikudagur, mars 22, 2006

Málþing í dag. Um Rússland og Evrópusambandið. Á maður ekki bara að skjóta sig strax? Hvernig er hægt að ræða svo leiðinlega hluti í þrjá klukkutíma, til allrar hamingju með hléum, en fyrr má nú aldeilis vera. Ég var að MYGLA og að drepast úr kvefi, og allir aðrir virtust vera að springa úr æsingi og málgleði og mikið sem fólki lá á hjarta. Mikið lifandis ósköp er ég fegin að það er enginn í mínum nánasta vinahópi sem vill alltaf vera að tala um svona lagað. Bara orð eins og "summit", "commission", "legislation" og allt þetta hellllllllvítis kjaftæði fær grænu geimbólurnar til að spretta fram á öllum líkama mínum.
Og svo var eitt. Man fólk eftir því þegar ég var í Arkhangelsk og kynntist gaur sem hét Ilja (keyra niður á síðunni)? Ég hélt nú að Guð myndi hlífa mér við að sjá það fyrirbæri aftur í þessu jarðlífi. En svo virtist eigi vera ætlunin, því helvítið hann Ilja var þarna lifandi kominn og muldraði "I know you, I know you". Ég var smástund að átta mig en þegar það gerðist stökk ég á fætur og frussaði "But how???!!! What are you doing here?" og mátti öllum vera ljóst að þarna voru ekki perluvinir á ferð. Fáránlegt dæmi.

2 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home