Undur og stórmerki!
Byrjaði daginn á því að sofa út til kl.hálftíu...Mmmm...fór svo í sund og svo í klippingu hjá Street cut, þar sem vinnur fullt af Íslendingum og alltaf gaman að koma við þar. Klippikonan sagði mér að það væru Metallica tónleikar í kvöld (sem hafa alveg farið fram hjá mér) og klippti mig svo í líkingu við Maya Albana, sem er rokksöngkona hér í landi. Útkoman var ágæt bara og ég hjólaði heim og eldaði mér pastasull í hádegismat. á meðan ég sat að snæðingi datt rautt og hvítt umslag inn um bréfalúguna - og umslagið atarna hafði góð og mikil tíðindi að færa! Nefnilega þau, að mér bauðst húsnæði á Rasmus Nielsens kollegíinu, og innflutningsdagurinn yrði þann 1.júlí! ég spratt á fætur og dreif mig rakleiðis niður á kollegískrifstofu, þar sem ég veitti tilboðinu formlega viðtöku og hef síðan að maðurinn á skrifstofunni mælti töfraorðin "til lykke med værelset" verið viti mínu fjær af gleði! Er núna úti í skóla og ætla að vinna að ritgerðinni minni...Í kvöld verð ég hinsvegar að reyna að plata einhvern á kaffihús, ég er alveg að morkna að sitja alltaf og glápa á imbakassann kvöld eftir kvöld. Já, svona er sjónvarpið fljótt að glata aðdráttarafli sínu...það er nefnilega pínu leiðinlegt til lengdar.
Jæja, en í framtíðinni mun ég semsagt búa á Amager, eins og áður, en nú í ágætis eins-herbergis íbúð með eldhúsi og baði. Jibbí!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home