blog... the modern person's cry for attention

sunnudagur, júlí 11, 2004

Drulluþreytt...Veðrið er ekki beinlínis til þess fallið að hressa mann við, enda Danir búnir að gefa upp alla von um sólskin og sumarveður og flykkjast því í örvæntingu til sólarlanda. Þetta hentar mér nú bara vel, er hvort sem er með sólar og hita ofnæmi og þarf að gera svo marga frekar leiðinlega praktiska hluti (eins og t.d. að vinna) að það væri bara ergilegt ef ég væri að missa af einhverju rosa strandarveðri á meðan.

Hitt er svo annað mál að ég er búin að lifa í þvílíkum ósóma seinustu tvær vikur og hef vart látið annað ofan í mig en pizzur og þvíumlíka óhollustu. Hið ósæmilega líferni hefur einnig skilað sér í spennandi smsum frá nokkrum ungum mönnum sem ég hef kynnst úti á galeiðunni, og eru þeir meira en fúsir til hittings. Er m.a.s. búin að hitta einn þeirra einu sinni. Svona á þetta að vera!

Vel á minnst, hvern hitti ég annan en hann Þorgrím gamla Hróarskeldukappa, og það á Moose kl. korter í sex á föstudagsmorgni. Hann dró mig út undir vegg og tók mig tali og ég var alveg smá stund að koma honum fyrir mig, þar sem hann hafði breyst talsvert í útliti. Eitthvert miður gáfulegt samtal átti sér stað á meðal vor (enda lítið vit eftir í fólki þegar komið er undir morgun og margir bjórar í mallanum)og lauk því með að hann reyndi að smella kossi á varir mínar. Ég vék mér undan og þótti þetta ósæmileg hegðun mjög en bað kærlega að heilsa Tryggva og Tobbu.
En alltaf gaman á Moose... Anna Hera, við kíkjum nú þangað þegar þú mætir, ha?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home