Stundum er Danmörk ekkert ósvipuð Rússlandi... Síminn minn er ennþá ótengdur og ekki nokkur leið að hafa uppi á því fólki sem á að geta bjargað því. Skiptir heldur ekki miklu máli enn sem komið er, þar sem að vísakort er nauðsynlegt til að geta borgað inn á símareikninginn (fyrirframgreiðsla, skill jú), og slíkt fæ ég ekki fyrr en eftir viku. Svo er ég enn gardínulaus og hef engan tíma til að standa í þessu öllu saman.
Reis úr rekkju minni í morgun eftir sólarhringslanga dvöl undir sæng og ákvað að nú væri nóg komið af veikindum. Og er því búin að vera að græja alls kyns praktísk smáatriði síðan að ég fór á fætur.
Í gær var bréf til Einars Guðmundssonar í póstkassanum mínum, og í morgun til Sóleyjar nokkurrar Hansen. Ekki veit ég hvaða fólk þetta er, en aldrei að vita nema að við séum skyld! Íslendingar eru jú allir skyldir... Ekki tekst mér heldur að ná sambandi við Íslendinginn sem býr í þarnæsta herbergi til að spyrja hann út í Einar G. Held að Sóley hafi búið í herberginu mínu á undan mér. Ég veit ekki einu sinni hvers kyns þessi Íslendingur er, þekki bara fánann á hurðinni...
Ó mig arma.Þetta er allt svo innilega flókið, og ekki tekst me´r að fá nokkurt vit í sjónvarpið mitt heldur!! Veit ekki betur en að það eigi að vera kapalsjónvarp í þessu húsi en ég kann ekkert á þessa leiðslu...Djöfulsins...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home