Í gær var ég í þvílíkum partífíling í vinnunni og var í huga mínum farin að leggja mikil plön um áframhaldandi gjálífi (á mánudegi!!). Hinsvegar fór ekki betur en svo (eða verr) að sykursjokkið sem ég fékk af öllu namminu sem við borðuðum í vinnunni lagðist svo harkalega á mig, að ég ákvað að leggja mig þegar heim kom. Það var um fimmleytið.Klukkan hálftíu vaknaði ég og íhugaði lengi vel hvort ég ætti að fara á fætur og labba út eftir falafelpitunni sem mig hafði verið að dreyma um (ásamt mörgu öðru mjög undarlegu), en ákvað svo að ég nennti því ekki, háttaði mig og burstaði tennur og svaf svo áfram til klukkan níu í morgun...
Sérkennilegt má að það heita að fullfrískt fólk leggist í rúmið og sofi 16 klukkutíma í trekk...
Veðrið fer síversnandi og í dag er 12 stiga hiti og skýjað. Nýtt stresskast í undirbúningi vegna Rússlandsfarar! Fékk meil frá Thomas Heikkila í dag þar sem hann sagði að það tæki mánuð (!) að undirbúa invitation frá þeim svo hægt sé að panta vísa, og svo virðist sem að ég eigi að redda íbúðarfjandanum sjálf! Halló... Hvernig þetta á allt að ganga upp veit ég ekki, en af reynslunni grunar mig (og vona ég) að þetta reddist allt...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home