blog... the modern person's cry for attention

fimmtudagur, nóvember 11, 2004

Fjölmiðlafár

Ég er að leka niður af þreytu!!
Páll ljósmyndari og Ingibjörg konan hans lentu í gær og við erum búin að vera að setja sýninguna upp í allan dag. Þ.e.a.s., þau og starfsmenn safnsins hafa séð mest um það en ég hef aðallega gegnt starfi túlks og ...tja, grúppíu. Þau eru, eins og við er að búast, mikið ágætis fólk og myndasýningin fegurri en mig hefði nokkurn tímann grunað. Myndirnar af okkar ástkæra landi elds og ísa hafa kveikt mikinn söknuð í brjósti mér og aukið mjög á þær vangaveltur um þjóðerniskennd og þrá eftir gamla landinu, sem ég hef verið að veltast með undanfarið hálft ár - og styrkt mig enn fremur í þeirri trú að ekkert sé tilviljunum háð, þetta er allt ákveðið fyrirfram af æðra máttarvaldi. Mér sýnist þetta einmitt vera einn af órannsakanlegum leiðum Guðs og örlaganna...

En svo slegið sé á léttari strengi, hér eru leikar semsagt teknir að æsast mjög, haldinn var fjölmiðlafundur í dag og von á fleiri sjónvarpsstöðum á morgun.
Búið að skrá okkur Ingibjörgu í lagningu kl.10 í fyrramálið svo allt verði pent og prúðmannlegt, og ég fór einmitt í handsnyrtingu í gær af þessu tilefni. Það er ekki laust við nettan stressfiðring af minni hálfu... en það er víst óhjákvæmanlegt! Annað væri víst ekki eðlilegt. Keep your fingers crossed my darlings... Ingibjörg og Páll komu færandi hendi með íslenska tónlist og tvo búálfa og Grýlu, sem við kölluðum First Lady of Iceland, og það má segja að sú víðförla kerla hafi verið stjarna dagsins.

P.S. þess má geta að í gær fékk ég í hendurnar 100 eintök af mínu fyrsta nafnspjaldi með þeirri frökku áletrun "Translator", svo nú get ég dreift því á báða bóga eins og sönn bisnesmenka.


2 Comments:

  • Jeminn, af hverju er ekki gerður um þig framhaldsþáttur???

    By Blogger Tinnuli, at 2:16 e.h.  

  • til hamingju með nafnspjaldið! :) ég var einmitt að hugsa um það þegar ég var að lesa þennan post að þú værir eins og sögupersóna eða eitthvað! ...sjónvarpsþáttur er nottla betra;)

    By Blogger Halla, at 6:11 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home