Æsingur og fjölmiðlafár
Sæl aftur kæra tölva. Nu er ég ekki búin að vera hér á skrifstofunni í fimm daga og nærri komin út úr taktinum.
Opnun sýningarinnar Maja Islandia fór fram þann 12.nóvember klukkan þrjú í Gostiny Dvor safninu hér í Arkhangelsk. Viðstödd var helsta menningar og borgarstjórnarelíta bæjarins sem og fjölmiðlafólk. Hlutverk mitt var að túlka, bæði opnunarræðu Páls Guðjónssonar ljósmyndara og svo að túlka viðtöl. Það er varla hægt að segja annað en að opnunin hafi tekist mjög vel, Páll og Ingibjörg voru algerar stjörnur og Rússarnir alveg að tapa sér yfir þessu fjölhæfa fólki og svo auðvitað fegurð landsins okkar. Mér gekk bara vel að túlka, var auðvitað pínu stressuð og gerði fleiri málvillur en ég geri annars en þetta gekk bara allt ágætlega og svo var tekið þarna örstutt sjónvarpsviðtal við mig þar sem ég fór skyndilega mjög hjá mér og átti erfitt með að koma upp orði, en hóstaði að lokum upp úr mér að Ísland væri einstakt land þar sem mætti sjá miklar andstæður í náttúru sem og í þjóðfélagi eða eitthvað álíka. Svo var ég bara á endalausum hlaupum að túlka viðtöl og mingla, þegar opnuninni loksins lauk voru aðstandendur sýningarinnar orðnar dauðþreyttar og létthífaðar af kampavínsdrykkju. ég fór því snemma í rúmið það kveldið.
Eiginlega er búið að gerast svo margt þessa helgi að ég meika hreinlega ekki að segja frá því öllu, er búin að kynnast fullt af nýju fólki, þ.á.m. danskri stelpu sem var hér í þrjá daga og er frábær, einum sætum ljósmyndara sem er eins og rússneska útgáfan af Ethan Hawke, búin að drekka óhugnalega mikinn bjór, djamma, fara í gönguferð úti í skógi og ....nú er einhvern veginn svo margt að gerast að ég veit ekki hvar á að byrja!!! Jæja, Festival of Northern Languages opnar í dag, ég þarf reyndar ekki a ðfara þangað í dag en fer á opnunarkvöldverðinn í kvöld.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home