Vefheimar
Baugur er kominn með sína löngu fingur til Danmerkur. Hið riðandi stórveldi Magasin du Nord er samkvæmt berlingske.dk kominn í eigu Íslendinga. Veit ekki alveg hvort að þetta er gott eða slæmt. Hefur náttúrulega enga þýðingu fyrir mig persónulega...
Á íslenska læknavefnum komst ég að því að ég þjáist af 0feldi. Ojæja. Eftir svona óskemmtilegar fréttir má alltaf hressa sig með því að lesa nýjustu fréttir þeirra Baggalútarmanna, sem má teljast einn skemmtilegasti og ferskasti fréttaflutningur á Íslandi. Þeim til hróss má fullyrða að þeir séu íslenskri tungu mikil stoð og stytta á þessum seinustu og verstu.
Finnska villidýrið sagði í gær að hann ætlaði að líta við á skrifstofunni fyrir hádegi, en nú er klukkan fimm mínútur gengin í tólf og eigi bólar á honum. Það er ágætt, veit hvort sem er ekki hvað hann þykist eiga órætt við mig.
Annars vil ég benda lesendum á að láta jólablað Vikunnar eigi fram hjá sér fara.
6 Comments:
Anna mín. Þýðir þessi kryptíska athugasemd í lokin að langþráð viðtal við þína frægu persónu verði í jólablaði Vikunnar? Ef svo er, afhverju í ósköpunum ertu að liggja á því eins og ormur á gulli?
Þessi athugasemd er frá umhyggjusamri (or stoltri) móður þinni
By Nafnlaus, at 2:37 e.h.
Ein loksins búin að læra að setja inn linka...
By Tinnuli, at 9:42 e.h.
Þú þjáist allavega ekki af offitu eins og sumir....;)
By Nafnlaus, at 2:40 f.h.
Já, ég mun víst birtast i jólablaði vikunnar. Anna Hera, ég fer til Íslands 21...
By Nafnlaus, at 5:25 e.h.
Hei! Þú verður líka að hitta glæsisysturnar úr Bæjargili...
Ríddu Finnanum. Oft.
Ég ætla að gera það við minn.
Hilsen Helga
By Nafnlaus, at 11:45 e.h.
Hæ Anna,
þann 17 er sennilega julefrokost í rússadeildinni (hann er haldinn með arabadeildinni og það er yfirleitt fjör), svo ég legg til að þið Pawel (eða bara þú ef hann nennir ekki)mætið galvösk. Ég er eiginlega ekki alveg búin að ákveða hvort ég ætla að fara í matinn, ætla aðeins að heyra í krökkunum Anne og Aleksander og Nönnu, hvað þau segja, eða hvort það væri stemning fyrir smá fyrirpartíi hjá mér...Á hvort sem er ekki eftir að meika að heilsa upp á alla í einu...
By Jon Kyst, at 10:00 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home