blog... the modern person's cry for attention

sunnudagur, janúar 30, 2005

Hreysihrey

Sum orð og orðasamsetningar komu af einhverjum ástæðum oft fyrir á níunda áratugnum, en heyrast ekki lengur. Af hverju var til dæmis alltaf verið að tala um HREYSIKETTI og KÍNAMÚRINN in the good old eighties?? Og hvað er hreysiköttur? Aldrei hef ég séð mynd af slíku dýri né heyrt um að nokkur hafi komist í kynni við þessa kattartegund? Einnig man ég eftir að fullorðna fólkið var alltaf að tala um að það væri "með strengi", eða að það væri "smáspotti eftir", og á ögurstundum mátti heyra skipunina "Steinhaltu kjafti!!". Nú spyr ég, góðir lesendur: Hvað varð til þess að notkun þessara orða og orðasambanda minnkaði svo drastískt, og hvar eru hreysikettirnir í dag?

1 Comments:

  • Ég myndi tengja þessa drastísku breytingu við minnkandi viðveru þína á Íslandi á 10. áratugnum. Kettir eru enn í hreysum, Kínamúrinn stendur enn og fólk er enn beðið (vingjarnlega eða ekki) að steinhalda kjafti...

    By Blogger Tinnuli, at 7:21 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home