Hver er það sem ofsækir bloggið mitt með upphrópunum og pseudo-hreysikattagerfi? Ég giska á aðra hvora af þeim Bæjargilssystrum, Óttar Martin eða Guðrúnu Dalíu. Eða þetta er bara einhver sem ég þekki ekki neitt. Það hefur svosem gerst áður að ég hafi verið ofsótt af ókunnugum. Gæti reyndar verið Gulli Árna, ef út í það er farið. Eníveis, djöfull hef ég eitthvað lítið að gera í skólanum. Og hrikalega getur Jon Kyst röflað um allt og ekkert þegar hann á að vera að kenna.
Í dag keypti ég ramma og litað karton til að ramma inn myndir sem ég er búin að eiga heillengi upp í skáp, þar á meðal eina mynd af honum bróður mínum að koma upp úr einhverju vatni, stæltur eins og Njörður og eflaust hreinar á honum býfurnar eftir sullið atarna. Auðvitað tókst mér þó að klúðra einni myndinni og klippti kartonið sem átti að fara á bak við vitlaust, svo ég þarf að kaupa nýtt. Ég verð að finna vinnu ekki seinna en á morgun.
Tinna, ég veit vel að Kínamúrinn stendur enn og eflaust eru til kettir sem búa í hreysum. Málið er að á níunda áratugnum var alltaf verið að tala um þessa tvo hluti, og hreysiköttur er ekki það sama og villiköttur. Eða er það?
1 Comments:
Það ER ég sem er að hrópa á bloggið þitt.. ég skrifaði meira að segja undir það áðan. Hreysi hrey
By Tinnuli, at 10:39 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home