blog... the modern person's cry for attention

sunnudagur, febrúar 06, 2005

Úff og jahérna. Áðan svelgdist mér svo illilega á kaffinu mínu að ég hélt hreinlega að ég myndi drukkna í því. Mér tókst þó með naumindum að koma mér hjá svo auðmýkjandi dauðdaga, og frussaði kaffinu út um allt, og hökti svo hóstandi með tárvot augu um litlu íbúðina mína.

Litla dúllu íbúðin er hálfruslaraleg eftir hina þýsku innrás sem átti sér stað hér um helgina, með tilheyrandi jamsi og chilli. Hún Steffi mín kom sem sagt í heimsókn og tók kærustuna sína, hana Christinu með. Þær eru nú meiri krúttin. Það er alltaf jafn gaman að hitta Steffi, í þetta skipti var þetta samt pínu öðruvísi af því að við erum báðar svo loved up og uppteknar af því. ..músí, eins og hún systir mín myndi segja. En ekki meir um það, Eyvarar tónleikarnir í kveld - jibbíjei! Búast má við að stórir hópar af koldtvandsperkere mæti á atburð þennan, sjálf á ég stefnumót við Mr.Latino og ætlum við okkur að njóta þessara tónleika í botn, þrátt fyrir þreytu, timburmenn, ritgerðir og annað slíkt, sem hrellir lýðinn nú til dags.

1 Comments:

  • hæ:D skemmtu þér vel! hvor okkar myndi segja músí? kannski báðar? hmmm...ætli þú talir ekki um mig sem litlu systur, svo þetta á líklega við um hana Ingibjörgu sem ég átti undarlegt samtal við í morgun! mér fannst eins og við værum báðar nývaknaðar og vissum ekki hvað við ættum að segja, en samt held ég að hvorug okkar var nývöknuð... örugglega málfræðivilla í þessu en mér verður óglatt af að hugsa svona flókið eitthvað....

    By Blogger Halla, at 10:01 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home