blog... the modern person's cry for attention

sunnudagur, febrúar 13, 2005

Á föstudaginnvar grímuball og við Alexander vorum laaaaaaangflottust, þó ég segi sjálf frá. Hann var Cher í síðum silfuglitrandi kjól með sítt svart hár og fjólubláar glimmervarir. Var það mál manna og kvenna að hann þætti furðulíkur konu, og vildu jafnvel sumir meina að hann þætti fögur kona. Ég var hinsvegar partíálfurinn, í leðurpilsi og magabol (!!!!hef eigi látið sjá mig í slíkum klæðnaði seinustu tíu árin), blúndusokkabuxum og með galdrastaf sem ég sló í höfuð viðstaddra af miklum ákafa. Bæði vorum við svo mökuð í glimmer í öllum regnbogans litum, og er óhætt að segja að við höfum vakið lukku bæði tvö.

Á ballið mætti gamalt hösl, hann Rune, sem ég höslaði í fyrsta partíinu úti í skóla, þegar ég byrjaði þar haustið 2002. Hann leit stórglæsilega út og við stigum einn dans. Hann höslaði svo vinkonu mína hana Line, og þar með erum við tvær orðnar tengdahösl eða hvað sem við vinkonurnar kölluðum þetta i den, eða er það Rune sem er tengdahöslið okkar? Eða er hún núna svilkona mín? Engu að síður, vel af sér vikið af öllum viðstöddum.
Við Alexander fengum okkur bara pitsu með hvítlauksolíu og fórum siðan heim til mín og drukkum te og hlustuðum á Eyvöru. Um morguninn vöknuðum við svo með bruna í maganum. Ég mæli ekki með hvítlauksolíu klukkan fimm á morgnana.

ó það snjóar og snjóar úti. Á ég að hjóla alla leið út í Vanlöse eða skal metróið tekið???

4 Comments:

  • Hæhæ...
    ég man aðallega eftir að hafa talað um eljur;)
    knús

    By Blogger Thóra, at 1:23 e.h.  

  • töffari! ég vildi að það væru haldin grúmböll hérna af og til! þetta lúðaland heldur að grímuböll séu "out" allavega á ég afmæli eftir nákvæmlega 2 vikur! thougth you should know ;)

    By Blogger Halla, at 9:17 e.h.  

  • hahhaa ætlaði að skrifa grímuböll!! hihihi

    By Blogger Halla, at 9:18 e.h.  

  • hehe snilldar grímubúningur!!! Svo eigum við Íslendingar snilldarorðið kviðmæðgur (eða kviðmágar) fyrir tvær gellur sem hafa sofið hjá sama gaurnum !! Fallegt orð það

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:36 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home