Úff, sykursjokk dauðans. Hef eytt deginum í bröns, nammiát og endalaust blaður með Önnu, Sigrúnu, Brynhildi ofurkrútti og Pawel. Þvi miður eru Sigrún og Erling að fara að flytja aftur til Íslands, og það sem enn verra er, þau taka Brynhildi með sér... Sú litla var alveg að trylla lýðinn á hinu meget hyggelig kaffihúsi Cup Cake, þar sem við stöllurnar gæddum okkur á dýrindis bröns fyrir slikk. Þar er einnig boðið upp á ódýra kokteila, svo aldrei að vita nema maður líti þangað inn aftur. Annars vorum við Pawel að sulla í fernurauðvíni hér um miðjan dag (mér finnst reyndar alltaf að við séum nákvæmlega eins og foreldrar okkar þegar Brynhildur er með, og þetta styrkti þá tilfinningu enn frekar), en ég tók mér tak eftir annað glas og ákvað að vera við meðvitund það sem eftir lifði dags.
Á morgun rennur (kannski) upp örlagastund. Nú hefur komið upp sú staða, að við Tjúkotkafarar fengum ekki alla þá styrki sem við áttum von á, og fjárhagsáætlun ferðarinnar verulega skekkst. Þess vegna getum við ekki öll farið...daradada.... Er reyndar búin að hugsa þetta í gegn, og ef ég fer ekki með, þá er það líka allt í lagi. Vissulega myndi ég missa af mjög flottri starfsreynslu, en þá gæti ég líka haldið áfram í skólanum á aðeins streituminna plani, og þá er líka aldrei að vita nema að ég kíki á Frónið í lok sumars. Ef svo fer, verður unnustinn auðvitað tekinn með. Svo við bíðum spennt...og þið líka auðvitað.
1 Comments:
það er eins gott að þú bloggir um þetta strax! ef þú ert að koma i lok sumars þarf ég að vara miðbæ Reykjavíkur við! ;)
By Halla, at 8:10 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home