blog... the modern person's cry for attention

þriðjudagur, ágúst 02, 2005

Ástmaður minn yfirgefur þetta land á föstudaginn. Mér er um og ó. Til allrar hamingju er hann búinn að kaupa ferð hingað þann 28.september og mun hann þá dveljast í dyngju minni heila sjö daga. Þangað til neyðumst við víst til að þreyja þorrann og góuna (þó þessi tími ársins kallist víst útmánuðir) með aðstoð msn og símakerfisins. SNÖKT SNÖKT.

Annars get ég sagt ykkur frá því að föstudagurinn seinasti reyndist hin besta skemmtun þegar á hólminn var komið. Nik og Jay voru reyndar ekki fyrirferðarmiklir í prógramminu, þar sem það var allt, allt of mikið af fólki og við máttum frá hverfa eftir tvö lög. Svo skunduðum við sem leið lá á Wall Street (plebbaleg búlla sem býður upp á ódýra drykki, pool og glymskratta), sem var ágætt þangað til Danir fóru að missa sig í 15 ára gömlu slögurunum. Ég þurfti ekki að vera ljóska með stórum hóp af latínóum, þar sem að þeir voru bara tveir, Miguel og vinur hans, Alejandro. Svo fórum við á Vertigo og létum þar öllum illum látum þar til að fór að síga á ógæfuhliðina í tónlistarmálum - hvað á það að þýða að spila Grease á skemmtistöðum árið 2005? Annars var mjög gaman þarna inni, ungur maður tók Miguel traustataki og bauð honum í dans og þeir stigu nokkur spor. Mikla athygli vöktu tveir eþíópískir pinnar af kvenkyni, þær gátu nánast ekki hreyft sig fyrir ágengni karlmanna sem vildu fá að leggja hönd á þeirra beinaberu læri og örmjóu mitti, og allt virtist stefna í vitleysu. Þá fannst mér sem vikublöðin og tískuhönnuðir hefðu endanlega sigrað. Pinnarnir hlykkjuðust þó út á sama tíma og við, en fóru þó ekki beint í MacDonaldsröðina (of course not).
Næsta dag vöknuðum við glöð og sæl, hrjáð af þorsta og höfuðverk, en ánægð með langþráða ferð á skemmtanagaleiðunni.

Er að spá í að fara í sund. Ég las í blaðinu í gær að það væri sérstaklega mikilvægt fyrir konur að styrkja vöðvana, þar sem að hrörnun og rýrnun líkamans hefst með miklu offorsi upp úr þrítugu, og það fer nú aldeilis að styttast í það...

2 Comments:

  • Discovery astronauts complete second spacewalk
    Two Discovery shuttle astronauts successfully completed their second spacewalk in which they replaced one of the four gyroscopes on the International Space Station Japanese astronaut Soichi Noguchi and American ...
    Willie
    redken hair color

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:37 e.h.  

  • Sæl rýjan mín! Kem laugardaginn 27da ágúst...er ekki alveg borðliggjandi að pj***ast soldið þá? Var annars í mögnuðu bryllupi hjá Guðrúnu Dalíu um helgina sem var mikið stuð og Guðrún Dalía var fallegust!. Þar hitti ég hana Tinnu og hennar huggulega mann og var mjög gaman að hitta á þau:=)

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:28 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home