Klukkan er ellefu. Ég hef ekki sofið út í þrjár vikur, ef ekki meir. Enda þakkaði ég pent nei við því að hjóla til Hvidovre Syd í morgun og bar fyrir mig slæmum svefni og martröðum, og ekki var það lygi.
Ég heimsótti Önnu Heru og Pawel í gær og við komumst að því að allir sem við þekktum væru í ruglinu með allt. Enginn nennir að stunda nám sitt, borða hollan mat, fólk er að sýna á sér tútturnar á öldurhúsum víðsvegar um bæinn, almennt vesen í samböndum virðist vera við lýði og svo eru sumir með yfirdrátt sem þeir eiga aldrei eftir að geta borgað. Eða eitthvað þaðan af verra. Kannski get ég breytt einhverju af þessu með því að fara í ræktina eftir morgunmatinn, sitja heima í allan dag og læra og reyna að elda sæmilega hollan kvöldmat. Wish me luck.
1 Comments:
þetta voru nú naumast dómsdagsdómar, en yfirdráttur er af hinu illa sömuleiðis brjóstasýningar og áfengi. Ég get ómögulega komið mér að verki með ódauðlegt ritverk mitt um Samkvæmisleiki Braga Ólábssonar..
By Tinnuli, at 1:35 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home