Ég er komin með ógeð á þessu Múhameðsteikningamáli. Fyrir utan alla þá ringulreið, fánabrennur, milljónatap fyrir ýmis fyrirtæki og almenn ólæti sem þetta hefur valdið, þá sýnist mér aðallega að þetta fólk þarna fyrir austan sé að drepa hvort annað, en ekki okkur, eins og það helst vill. Í gær eða í morgun, ekki gott að vita, voru þrír drepnir í fjöldamótmælum í Pakistan. Þarámeðal átta ára strákur, og þá spyr ég mig, hver er tilgangurinn með þessu?
Í fyrsta lagi hafa öll mótmælin, hótanirnar og sendiráðsárásirnar einungis svert nafn múhameðstrúar enn frekar, ekki bjó hún nú við góðan orðstír fyrir. Þar að auki fæ ég ekki séð að þetta komi neinu til leiðar, því það er ekki eins og vestræn samfélög liggi núna nötrandi á hnjánum og lofi að snúast til íslamstrúar. Þvert á móti, ef eitthvað er. Dansk Folkeparti hefur verið að skrá u.þ.b.500 nýja meðlimi á viku undanfarinn mánuð, miðað við kannski 10-20 á viku áður en öll vitleysan fór af stað. Skoðanakannanir hafa sýnt að vel helmingur landsmanna telur sig andsnúnari múslimum núna en fyrir nokkrum mánuðum síðan. Ég segi ekki sama hér, en hinsvegar stend ég á því fastara en fótunum, að ef fólk vill búa við ritskoðun, harðstjórn og hýðingar á almannafæri, þá ætti það að flytja eitthvert annað en hingað. Hvort sem að það er fætt hér eða ekki. Og það hefur mér alltaf fundist. Hitt er svo annað mál, að ég á mjög erfitt með að skilja af hverju nokkurn mann gæti langað að búa við slíkt.
1 Comments:
Já nákvæmlega, lýst ekkert á thetta med folkepartý, thad á ekki ad búa til adstædur sem their geta hagnast á, en desværre er nú búid ad thví, alveg ferlegt!
By Nafnlaus, at 5:11 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home