blog... the modern person's cry for attention

fimmtudagur, febrúar 16, 2006

Löngun mín í amerískan mat er gjörsamlega að rjúka upp úr öllu veldi. Ég hugsa stanslaust um pönnukökur, helst í samhenginu "stærðarinnar bröns", eða þá um hamborgara og franskar og annað slíkt hollustufæði. Nú þegar hef ég planað að búa til pönnukökur á sunnudagsmorgun sem kemur, kaupa hlynssíróp í Fötex og er fyrir LÖNGU búin að ákveða (og farin að hlakka til) að fara á Starlite Diner í Moskvu. Og þegar að þeirri dýrðarstund kemur, ætla ég ekki að vera þunn og þreytt og ekki hafa almennilega lyst. Nei, ég ætla að vera hress og glorhungruð og troða í mig af afli og lyst, og það allt á reikning DIS. Ójá, ójá.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home