blog... the modern person's cry for attention

fimmtudagur, febrúar 16, 2006

Móðir mín hringdi í mig áðan og kvaddi mig sem bráðast heim, og helst alla leið í Grímsey. Þar taldi hún okkur óhætt fyrir terroristum og fuglaflensu, s.s. þeim helstu vám er herja á Danaveldi þessa dagana. Ég og flestir aðrir taka þessu hinsvegar með ró, veit ekki betur en að Danmörk hafi verið ofarlega á dagskrá hjá Al Kaída nokkuð lengi, og enn hafa þeir ekki hafst nokkuð að. Fyrir utan það að ég efast um að hinn æsti múgur í Austurlöndum geti fundið Danmörku á heimskortinu, hvað þá skipulagt skemmtiferð hingað. Það eina sem ég hef áhyggjur af er hvað fyrirhuguð tannlæknaheimsókn muni kosta, og hvernig eigi annars að fjármagna hitt og þetta í mínu lífi.

Jæja, svo spurði hún hvort að nýjasta aðalhlutverkið í lífi mínu væri nokkuð einn af þeim.... (múslimum, sko) en svo er ei. Hann er hvorki múhameðstrúar, ofsatrúar, gamaldags né sérkennilegur að öðru leyti. Svo kallaði mamma feril minn í ástamálum etnógrafískar rannsóknir, og þar held ég bara að sú gamla hafi hitt naglann á höfuðið. Ég þekki fáa, sem eiga eins fjölskrúðugt og fjölmenningarlegt safn af ástmönnum, nema þá kannski Alexander.

Annars er helst í fréttum að viðbjóðsleg lægð liggur yfir landinu og hrellir mig og aðra með snjó og krapi og andstyggilegum rökum kulda.

1 Comments:

  • Hah! Mamma hafði líka áhyggjur af því að Victor væri múslimi fyrst þegar hún sá af honum mynd... En svo er ei, heldur er Victor einn sá virkasti trúleysingi sem ég hef hitt. Þegar þú kemur til Íslands skal ég gefa þér íslenskar pönnukökur með sultu og rjóma og við getum dáðst að verkamannabústöðunum og Hótel Grund út um gluggann. Barnið verður hvort sem er sofandi!

    By Blogger Tinnuli, at 11:25 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home