Mig dreymdi undarlega drauma í nótt um Helgu og Fjólu. Þær bjuggu í Árbænum með foreldrum Fjólu og við Fjóla vorum ýmist sextán eða tuttuguogfimm. Fjóla átti að fara að skírast og vildi endilega bæta við sig auka nafni og þá í höfuðið á Örnu systur Örvars. Helga hafði tekið stígvél með handa okkur frá vinkonu sinni í New York og við notuðum kisusjampó og uppþvottasvampa til að hreinsa þau. Í draumnum var einnig síðhærður púðluhundur sem við Helga hlógum mikið af, þar sem að hann "skildi ekki neitt". Draumurinn endaði á að Fjóla hljóp að heiman og gróf sig í snjóskafl og þurfti að flytja hana á spítala sökum ofkælingar. Á maður að taka mark á svona rugli? Eða því sem mig dreymdi um daginn, að ég væri að steikja aligrís í heilu lagi og allt í einu rann upp fyrir mér að dýrið var lifandi. Ég gat ekki með nokkru móti tekið lífið af grísnum, hann hélt áfram að blikka mig í þjáningum sínum og ég hljóp um grátandi og æpti: "Stakkels lille gris! Stakkels lille gris!"
1 Comments:
takk fyrir að græta mig af hlátri á einmana föstudegi!! vinnuhelgi framundan...ég þurfti á þessu að halda:)
By Halla, at 6:58 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home