blog... the modern person's cry for attention

laugardagur, febrúar 18, 2006

Ég sé það að verðandi mæður í Vesturbænum eru að gagga hér um sparnað og eyðslusemi. Lesendum mínum til fræðslu get ég sagt ykkur það, að ég fer einungis á ódýrar klippistofur og svo í ódýrustu vaxmeðferðina í bænum. Bæði klippingar og vöx dreg ég í lengstu lög til sparnaðar, sem og að ég legg inn á bók við hverja útborgun launa.
Til samans kostaði þetta dekur dagsins 377 danskar krónur. Til samanburðar má nefna að það að hósta og draga andann eftir á á Íslandi kostar 5420 krónur, án virðisaukaskatts.

Núna er ég búin að vera yndislega húsmóðurleg í tvo klukkutíma að baka pönnsur og búa til hummus handa mér og vissum manni í sunnudagsmorgunmat. The big brunch verður nefnilega á morgun. Það er unaðslega afslappandi að vera húsmóðurleg sér til gamans. Og núna ætla ég að fara að læra.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home