blog... the modern person's cry for attention

föstudagur, október 31, 2003

Ferlega er thetta vedur pirrandi. Nuna er ordid hlytt aftur. Sennilega thess vegna sem eg er med hausverk, annars eru Moskvubuar mikid ad tala um einhvern segulstorm a solinni, sem hefur valdiid jardarbuum omaeldum othaegindum. Eg spyr ekki ad.

I gaer thegar eg kom heim, var Amberly ad steppa a steppmaskinunni sinni, og inni a bordinu minu la rulluterta fra henni med mida sem a stod:Til minnar godu grannkonu og frabaerrar vinkonu!! Eg er alveg lens, ad henni liki svona vel vid mig eftir svallveisluna a thridjudaginn. En henni virtist vera alveg sama. Hun er thvilikt edalmenni, hef sjaldan kynnst odru eins. Hef hinsvegar ekki hitt Valera eftir hina miklu kynferdisaras a thridjudagskvoldid, hann kannski thorir ekki ad tala vid mig lengur??

fimmtudagur, október 30, 2003

Mig dreymdi i nott ad eg vaeri ad tala i simann vid Asdisi, og hun sagdist vera buin ad eignast stelpu og ad hun aetti ad heita Anna... Er thetta takn edur hvat??

miðvikudagur, október 29, 2003

Jaeja. Ekki komumst vid nu langt i gaer. Thetta hofst mjog vel, vid litum virkilega ut eins og gellur a leidinni a djammid. En a einhverjum punkti for thetta allt saman gjorsamlega ur bondunum, eg held ad eftir ad hinn griski Petros maetti a stadinn med sitt raudvin hafi thetta farid ad raskast adeins, eda var thad kannski eftir ad Valera kom?? A.m.k. vorum vid allar allt i einu farnar ad dansa magadans vid sigaunatonlist eda tha ad dilla rossunum vid taktfastar rimur Missy Elliott, grey Valera er sjalfsagt enn i afalli eftir ad eg settist i fangid a honum og nuddadi mer upp vid hann eins og professional kjoltudansari. Petros var farinn ad dansa griskan dans og veifadi ollum ongum eins og api i sirkus, og eg held ad sjaldan hafi verid spilud haerri tonlist ur jafn litlum hatolurum og minum, og i gaer. Greyid Amberly.
En eg veit a.m.k. ekki enn hvernig hipphoppkvoldin a Ballantines eru, thvi vid komumst aldrei lengra en ut a gotu, tha vard Valera litid a mig og maelti hann vid tha ofogru sjon: Heyridi mig, Anna getur ekkert farid i baeinn, thad tharf nu bara ad fylgja henni heim. A russnesku myndi thetta utleggjast... Rebjata, pasmatrite na Annu. Ana uzje nikuda ne pajedet, nada pravodit jejo domoj.

Svo hann fylgdi mer vist heim en um thad veit eg mest litid.

Annars hef eg tekid tha akvordun ad haetta i thessu vitleysiswannabe erobikki sem eg hef verid ad sprikla i tvisvar i viku. Baedi er thad frekar leidinlegt, og svo hefur thad nakvaemlega null ahrif. Eg vil tha bara frekar gera magaaefingar a minu eigin teppi, inni i minu eigin herbergi, en ad sprikla i hop med sveittum Russum a ogedslegu teppi sem er thrifid einu sinni a ari. Thad veit eg nefnilega fra Kirill hinum leidinlega. Thad er lika eitt, ad hann er alltaf ad vaeflast i thessum leikfimisal, hengur thar i hringjum og stekkur yfir kubba, og eg hef bara engan ahuga a ad vera alltaf ad rekast a hann. Vil helst vera laus vid ad thurfa ad segja honum ad mer finnist hann vera asni.

Jaherna thad er stundum eins og madur se ekki i Russlandi a thessu netkaffihusi. A.m.k. virdist unglidahreyfing tjetsjensku mafiunnar eiga her hofudstodvar, og thad er eins og their sitji alltaf (eda standi) rett hja mer. Stundum heyri eg ekki eitt einasta russneskt ord i langan tima, bara eitthvad sjahllakrhalla. Jaeja, best ad drifa sig heim og taka til i herberginu. Thad er ekki beinlinis girno thar i augnablikinu. Eg var mjog hlessa thegar eg vaknadi i morgun, a astandi minu og herbergi mins. Serstaklega a thvi ad thad var salt ut um allt, en thad kom til af thvi ad eg hafdi fengid raudvin a bolinn minn og hellti thvi salti a haegra brjost mitt af miklum mod, og aetladi i fullri (fullri i fleiri en einni merkingu) alvoru ad fara thannig a djammid. Enda var eg i rosalega flottum bol!!

þriðjudagur, október 28, 2003

omigod. Thvilikur kuldi fyrir utan. Thad la vid ad nef mitt langt og mjott dytti af eftir ad hafa verid utandyra i cirka fimm minutur. Og thetta a einungis eftir ad versna, og thad mjog mikid. En a Islandi er 22 stiga hiti?? Thad er eitthvad mikid ad...

Jarnfruin er maett til Moskvu. Jarnfruin er kennarinn okkar fra Kaupmannahofn, tho hun se russnesk. Hun heitir Elena Vladimirovna og er mjog, mjog strong kona. Eg verd alltaf rosalega pirrud af samskiptum vid hana, af thvi hun er alltaf ad skamma mann eda setja ut a mann a einhvern hatt. Thad fyrsta sem hun sagdi var ad framburdurinn okkar vaeri enntha "elendig" og hefdi ekkert lagast. Thank you mister!! Mer finnst framburdurinn minn hafa lagast, sama hvad hun segir, tho ad eg viti vel ad hann er langtifra fullkominn. En Rom var sko ekki byggd a einum degi, og russnesku laerir madur ekki ... a ...tja, theim tima sem eg hef laert hana a.
Eg for bara i rosalega vont skap eftir ad hun var buin ad skamma okkur i gaer, og svo var haldinn otrulega langur fundur, eins og allir fundir med henni eru. Eg stakk af a endanum, eins og alltaf. Fatta ekki hvernig hinir meika ad sitja og hlusta a thetta rofl.

Sa Kirill i gaer, hann var ad drekka kok. Eg flytti mer burt og let eins og eg hefdi ekki sed hann, og annad hvort sa hann mig ekki eda hann sa mig og let sem hann saei mig ekki. Kirill er strakur sem eg kynntist fyrsta daginn, og akvad tha ad vid skyldum verda vinir. Vid hittumst nokkrum sinnum, thar til kaudi tok ad syna sitt retta andlit og mer for ad lika hann minna og minna. I stuttu mali sagt er hann alger faviti og eg vil ekkert med hann hafa ad gera, en honum fannst mjog erfitt ad skilja thad og var alltaf ad koma eda senda mer sms. Eg held ad hann hafi fattad daemid nuna. Vid rifumst naerri thvi seinast thegar vid hittumst, eg var alveg med brjaladan hjartslatt og titradi og skalf thegar eg lokadi dyrunum a ofetid, hef ekki rifist vid neinn svo lengi. Eins og eg var otul i thvi og i godri thjalfun her a arum adur, tha kom thetta mer algerlega ur jafnvaegi, og eg vard ad kalla a Amberly og hella ur skalum reidi minnar og gedshraeringu. Amberly er herbergisfelagi minn fra Ameriku. Eda ekki herbergisfelagi, thar sem vid hofum hvor sitt herbergi. En hun er frabaer, algert edalmenni. Vid erum alltaf ad hella ur skalum sorgar, reidi og ahyggj...ahyggja(?) okkar og hlustum a hvora adra og reynum ad gefa god rad eftir thvi sem vid a. Yfirleitt er vidhofd tedrykkja og sukkuladiat vid thessi taekifaeri, enda er hun alger sukkuladigris. Og eg lika, svo thad fer agaetlega saman.
I kvold aetlum vid Nanna og Anne aftur a Ballantines. Thad er hipphoppkvold thar i kvold. Svo vid thurfum ad fara og kaupa bjor eda eitthvad alika. Ut i kuldann. An hufu. Brrr.

sunnudagur, október 26, 2003

Jaeja, tha er eg loksins buin ad fatta hvernig a ad gera thetta. Thad er eiginlega otrulegt ad svona saemilega gafud nutimakona eins og eg geti ekki notad sitt eigid blogg, en nu virdist vera komin einhver sma mynd a thetta.

Uti er dimmt og snjor. Eg er thunn og threytt eftir vitfirringu gaerkvoldsins, og er nu ad bida eftir ad Valera, Andreas og vinur VAlera, Ivan, komi tilbaka fra bjorinnkaupum. Eg aetla tho ekki ad drekka bjor med theim, heldur aetla eg ad verda samferda theim heim. Thad er nefnilega leidinlegt ad labba ein heim. Valera er Russi rett undir thritugu, sem byr i haskolanum eins og vid. Hann er thettbyggdur, halfskollottur og vantar eina framtonn eftir ad hann datt i halku. Hann gerir ekkert nema drekka bjor, vodka og kaffi og hangsa med utlendingum. Enginn veit hvad hann gerir til ad skaffa pening fyrir thessari drykkju, en ymsar tilgatur eru a lofti. Sumir segja ad hann selji lodpelsi, adrir ad hann selji varahluti i krana (?!), ekki skal eg segja hvad satt er i thessu mali. Ekki veit eg thad, hann veit thad taepast sjalfur. En skemmtilegur er hann, thad ma kaudi eiga.

Andreas er einn af bestu vinum minum i Danmorku. Hann er threm arum yngri en eg, havaxinn med bjorvomb og talar reiprennandi russnesku. Hann atti heima i Ukrainu og Jaroslavl thegar hann var litill.
Hver thessi Ivan er, veit eg svosum ekki, en hann horfir rosalega mikid a mig. Eg held ad honum litist vel a mig.

I gaer skedi soldid skrytid. Eg hitti Omar ljosmyndara fra Reykjavik i metroinu i Moskvu, alveg ovart. Vid vorum baedi mjog hissa, eg eiginlega furdu lostin. Hversu mikill sens er a thessu?? Hann er i ljosmyndaraskola og aetlar ad vera her i tvo ar. Gangi honum vel. Hann for svo heim til sin, en eg og Annemette forum a uppahaldsstadinn okkar, Projekt O.G.I. Annemette er pinulitil, ljoshaerd, og talar stanslaust. Russar eru alveg vitlausir i hana, og i okkur tvaer thgegar vid erum saman. Thad er lika alltaf svo rosaleg vidreynsla i gangi herna i thessu landi, thad er eins og allir karlmenn verdi alltaf ad reyna vid allar stelpur. En thad er gaman ad tvi.
Jaeja best ad drifa sig bara heim, their hafa sjalfsagt gleymt mer, mer fannst eg reyndar sja tha labba framhja adan. Tharf hvortsemer ad koma aftur hingad um niuleytid, og vona tha til ad hitta a hinn danska ivan a icqchattinu.

Mer er thetta allgerlega oskiljanlegur fjandi

Eg skil thetta ekki

föstudagur, október 24, 2003

Biddu, hvad er ad thessu... kannski er thetta svona lengi ad koma inn eftir ad madur hefur skrifad thetta? Athuga malid a morgun, annars verd eg ad maila 112 (hrafnhildur). Allar vinkonur minar eru med blogg. Thad er kul. Eg sakna ykkar.

Jaeja,

tha er thetta loksins komid i lag. Snjorinn kominn til Moskvu og svona, var ad koma ur innkaupum, rolti nidur a Patio Pizza til ad saekja Moscow Times. Thad er svona enskt okeypis dagblad, og a fostudogum fylgir helgarkalfur med, eda kalfur sem segir manni allt sem er ad gerast i Mosvku naestu vikuna. Er ekki fra thvi ad eg se med hardsperrur eftir dansiballid i gaer - forum a thvilikt godan stad sem heitir Ballantines, og eitthvad vid thennan agaeta stad vard thess valdandi ad thunglyndid sem hefur hrjad mig og fleiri undanfarinn manud, med lystarleysi/ofati, heimthra, lifsleida og algerum skorti a longun til athafna, gufadi upp eins og dogg fyrir solu, og nu erum vid faerar i flestan sjo. Hvort thad var drum'n'baseid, blodugu Mariurnar, sjalfur stadurinn eda MacDonalds, eda Rauda Torgid thakid jolasnjo, sem vard thessu valdandi, skal eg ekki segja. En loksins er eg ekki ad deyja ur leidindum lengur.
Og thvi aetla eg i bio i kvold, vonandi. Best ad drifa sig heim og raeda malin vid Andreas. Og takk, Hrafnhildur, fyrir ad hafa komid thessu i lag fyrir mig.

fimmtudagur, október 09, 2003

En thad er vist lika meiningin med thessu ollu saman ad madur skrifi eitthvad um sjalfa sig... svo eg hripa nokkrar linur her:

Anna - 22 ara (23 ara thann 28.desember)

Faedd og uppalin i Kopavogi, en hef ordid leiksoppur orlaganna og lent her i austurvegi...

Er i russneskunami vid Kaupmannahafnarhaskola, og er i skiptinami her i Moskvu asamt 10 odrum nemendum.

By i Danmorku... aetla mer ekki ad flytjast til Islands i nanustu framtid, en finn fyrir thvi ad eg sakna skersins thegar eg er svo langt i burtu.

Aetla ad verda "mikilsmetinn tulkur a althjodavettvangi" eins og eg fullyrti yfir bjorglasi med Bibi vinkonu a sodabullunni Moose i Koben.

Jaeja nenni ekki thessari vitleysu, their sem ekki thekkja mig thvi betur verda bara ad fylgjast med.

Jaeja...

tha er eg lika komin ut i thessa vitleysu sem eg hlo hadslega ad asamt Ingibjorgu systur minni, yfir tebolla og sukkuladi her fyrr i vor. En eftir ad hafa skodad bloggsidur vinkvenna minna, fjola.blogspot.com, og krunkulina.blogspot.com, tha fannst mer thetta hreinlega ekki svo galid. Mer fannst eiginlega eins og eg vaeri heima hja theim a Nesveginum/Bolstadarhlidinni og thad var nu ekki leidinleg tilfinning, serstaklega thar sem eg hef ekki sed thaer i marga manudi. En nu er eg her stodd i hofudborg Russlands, Moskvunni miklu og verdur hedan af haegt ad fylgjast med ollum minum uppataekjum (svona nokkurn veginn) a thessari sidu...