blog... the modern person's cry for attention

mánudagur, janúar 31, 2005

Hver er það sem ofsækir bloggið mitt með upphrópunum og pseudo-hreysikattagerfi? Ég giska á aðra hvora af þeim Bæjargilssystrum, Óttar Martin eða Guðrúnu Dalíu. Eða þetta er bara einhver sem ég þekki ekki neitt. Það hefur svosem gerst áður að ég hafi verið ofsótt af ókunnugum. Gæti reyndar verið Gulli Árna, ef út í það er farið. Eníveis, djöfull hef ég eitthvað lítið að gera í skólanum. Og hrikalega getur Jon Kyst röflað um allt og ekkert þegar hann á að vera að kenna.

Í dag keypti ég ramma og litað karton til að ramma inn myndir sem ég er búin að eiga heillengi upp í skáp, þar á meðal eina mynd af honum bróður mínum að koma upp úr einhverju vatni, stæltur eins og Njörður og eflaust hreinar á honum býfurnar eftir sullið atarna. Auðvitað tókst mér þó að klúðra einni myndinni og klippti kartonið sem átti að fara á bak við vitlaust, svo ég þarf að kaupa nýtt. Ég verð að finna vinnu ekki seinna en á morgun.

Tinna, ég veit vel að Kínamúrinn stendur enn og eflaust eru til kettir sem búa í hreysum. Málið er að á níunda áratugnum var alltaf verið að tala um þessa tvo hluti, og hreysiköttur er ekki það sama og villiköttur. Eða er það?

sunnudagur, janúar 30, 2005

Hreysihrey

Sum orð og orðasamsetningar komu af einhverjum ástæðum oft fyrir á níunda áratugnum, en heyrast ekki lengur. Af hverju var til dæmis alltaf verið að tala um HREYSIKETTI og KÍNAMÚRINN in the good old eighties?? Og hvað er hreysiköttur? Aldrei hef ég séð mynd af slíku dýri né heyrt um að nokkur hafi komist í kynni við þessa kattartegund? Einnig man ég eftir að fullorðna fólkið var alltaf að tala um að það væri "með strengi", eða að það væri "smáspotti eftir", og á ögurstundum mátti heyra skipunina "Steinhaltu kjafti!!". Nú spyr ég, góðir lesendur: Hvað varð til þess að notkun þessara orða og orðasambanda minnkaði svo drastískt, og hvar eru hreysikettirnir í dag?

Þoli ekki að fá engan póst nema auglýsingar frá Iceland Express og jobmail frá Moment. Reyndar mættu alveg koma nokkur góð jobmail. Nú er ég nefnilega orðin atvinnulaus.

laugardagur, janúar 29, 2005

Mín átti nokkra góða spretti í gær. Fór á pjásijams með Önnu Heru og Sigrúnu Helgu, sem var að koma út í siðmenninguna síðan dóttir hennar varð til fyrir nokkuð löngu síðan. Erum við stöllur sammála um að vel hafi til tekist og rætt var að gera þetta að föstum liði.
Það er skemmst frá því að segja að við hristum okkur og skókum, engdumst og liðuðumst í besta Beyoncestíl (rólegar á að vera á egótrippi) á mestu pjölludiskótekum bæjarins, til mikillar ánægju fyrir tyrkneska starfsmenn staðanna. Reyndar hittum við einnig tétsenska gaura sem voru að vinna á Krasnapolski - hvað er með þessa Kákasusgaura að leita mig uppi í Kaupmannahöfn? Og alltaf skulu þeir ávarpa mig á rússnesku og ekki vera hið minnsta hissa á því að Íslendingur tali rússnesku.

Kvöldið var gott að mörgu leyti, bestu punktarnir voru þó þegar ég ætlaði að snúa mér á hæl við jeje-lagið hans Usher vinar míns (af því að ég var að læra dansinn úr myndbandinu sko) og hlammaðist flötum beinum á rassalinginn. Til allrar hamingju sáu það ekkert svo margir. Svo fórum við Anna Hera á morgenværtshus. Nú er ég búin að prófa helstu tvö morgenværtshúsin hér í Köbba, og get einungis sagt að svona staðir eru svo innilega óþarfir og mikil vitleysa, að það hálfa væri nóg. Þetta eru staðir af því taginu sem hefði fengið mig til að hugsa að fullorðna fólkið væri snargeðveikt, hefði ég gengið fram hjá slíkum stað sem barn. Þvílíkt rugl. Þar hittum við engan með viti, og minnst gáfulegir voru tveir Afríkanar frá Togo, sem voru bláedrú klukkan hálfsjö á laugardagsmorgni á þessari huggulegu samkomu. Þeir urðu geðveikt fúlir út í mig og Önnu fyrir að vera úti á djamminu án kærastanna, og þar með gefa öðrum í skyn að við værum til í tuskið. Hvaða helv. afskiptasemi og tilætlunarsemi er þetta? Þoli ekki svona rugl.

Já. Ég er víst ekki á lausu lengur. Ég fékk alveg vægt angistarkast yfir þessari breytingu í tilveru minni á föstudaginn og ræddi málið við elsku dúllu Anne mína. Anne er svo góð, og svo mikið krútt og ég verð alltaf svo glöð að sjá hana. En nú er ég s.s. komin með kærasta af spænskum og enskum ættum. Hann heitir Miguel Kenneth og er með græn augu og breiða kjálka og eilífa skeggbrodda.

föstudagur, janúar 28, 2005

Fögur er borgin við sundin blá, mælti skáldið. Ekki veit ég hvaða skáld komst svo að orði, og eflaust hafði hann í huga mína gaddfreðnu heimahaga, en engu að síður passa þessi orð vel við Kaupmannahöfn þessa dagana. Heiður himinn, tært loft og dúðað fólk að sinna sínu. Og ég á fleygiferð í rauðu kápunni minni með roða í kinnum, og spænskan koss á vörum.

fimmtudagur, janúar 27, 2005

Oj hvað miðarnir til Stokkhólms eru vibba dýrir. Ég er annað hvort að vanmeta fjarlægð þessarar stórkostlegu borgar, eða þá okurjöfrar sem standa fyrir þessum lestarferðum. Sennilega hvort tveggja. Ég ætla nefnilega í míníbreik, eins og Bridget Jones. Systir mín á nefnilega heima í Stokkhólmi.

Og af hverju þurfa danskir kennarar að vera svo drulluafslappaðir að þeir geta ekki hóstað einkunnum nemendanna upp úr sér fyrr en tveimur mánuðum eftir að próf og verkefnaskil hafa átt sér stað?

Enn einn guðsblessaður morguninn. Fór út að borða með DIS-bókasafnsfólkinu í gær, í boði DIS, og tróð svoleiðis í mig af tælenskum mat, rauðvíni, bjór og súkkulaðikökum að ég hélt hreinlega að ég myndi velta fram yfir mig þegar ég rambaði áleiðis inn á Gammeltorv að ná í hjólið mitt. Þvílíkt ofát.

En svo byrjar skólinn í dag, sem og atvinnuleitin (er nú ekkert búin að fá uppsagnarbréfið frá DIS en best að hafa varann á)...og i kvöld á ég deit við sætasta og besta Spánverja norðan Alpafjalla, ef ekki í öllum heiminum. OG ég var að fá nýja Eivarar diskinn í póstinum áðan...Eivör, þú ert hetjan mín (ásamt Beyoncé, Sex in the city gellunum, Missy Elliott og öllum konunum í fjölskyldunni minni...)!

þriðjudagur, janúar 25, 2005

Dyrdardøgum mínum hér á DIS gæti verid ad ljúka, allt óvíst hvad vardar framtíd mína á thessum vinnustad. Hinsvegar er búid ad segja "yes, mam" og "thank you, mam" thónokkrum sinnum vid mig undanfarna tvo daga. thá er ekki um annad ad ræda en ad munda pennann og setja saman nokkrar glamúrus atvinnuumsóknir....svo er Steffi og kærastan hennar, Christina, ad koma í heimsókn í næstu viku og eg verd svei mér thá ad drullast til ad setja íbúdina (sjálf) í stand ádur en thær koma. Thess vegna hef ég ákvedid ad fá borvélina hennar Anne lánada á føstudaginn og svo verda teknar nokkrar gódar syrpur í IKEA og SILVAN...

Djøfull get ég fengid mikla stressangist af tilhugsuninni um hvad ég tharf ad gera margt. Hvert for allur sá frítími sem madur velti sér upp úr hér á árum ádur? Til dæmis hefur mér ekki leidst heillengi thar sem ég hef aldrei tíma til thess. jù... í Arkhangelsk var stundum leidinlegt eftir vinnu.

En hver er thad sem skrifar Vei! og segir ekki til nafns?

sunnudagur, janúar 23, 2005

Ljósið er komið inn í líf mitt, í margvíslegum skilningi. Í einum skilningi vegna þess að ég er loksins búin að þvo þennan eina glugga minn og þar með öðlast skýrari sýn á Brigadevej með öllum þeim herlegheitum sem honum fylgja.

Hóf þennan ágæta sunnudag með kirkjugöngu og er síðan búin að vera að dútla mér í heimilisverkum, strauja og þvo þvott... Í gær var ég heima í rólegheitum að snyrta á mér tásurnar, tala við ástkæra eldri systur mína í símann og háma í mig Carte d´or ís. Mikið er það nú ágæt uppfinning. Svo er ég eiginlega farin að hugsa um að mála pleisið mitt...Einhvern tímann í vor. Fyrst þarf ég að kaupa kommóðu og þykkari gardínur, og eins og einn lampa til viðbótar, salt og piparstauka og þá ætti þetta að fara að koma. Elska þessa íbúð. Og ég elska að búa ein...Og í tilefni þess að febrúar er á næsta leiti ætla ég að skipta um útlit á blogginu og gera það ögn vorlegra.

laugardagur, janúar 22, 2005

Afhverju koma póstarnir manns stundum ekki fram fyrr en eftir dúk og disk? Og af hverju getur þetta Dianetics fólk niðri í miðbæ ekki látið mig í friði???? Asnaðist til að taka einhvern ókeypis stresstest í dag, hvort sem er búið að bjóða mér þetta svo oft að ég ákvað bara að slá til. Ekki varð ég margs vísari af því.


Á seinustu tveimur vikum er ég búin að eyða sem svarar mánaðarlaunum rússneskrar skrifstofudömu í pizzu og þessháttar vitleysu. Þoli ekki þegar maður (ég) tekur svona köst. Og það er eins og maður geti bara ekki stoppað sjálfan sig.... Fór annars á nett skemmtilegt pubcrawl á Nörrebro með Ditte í gær. Á seinasta staðnum gerði ég varla annað en að sulla bjór yfir þrjá stráka sem við lentum á spjalli við og það virtist gera það að verkum að þeir urðu allir mjög æstir í mig, og yfir mig tók að rigna faguryrðum og loforðum um gull og græna skóga ef ég vildi ...mér heyrðist þeir nú helst vilja giftast mér, svei mér þá. Karlmenn eru ótrúlegir. En ekki þáði hin bjórsullandi ungmey neitt af bónorðunum og kinkaði einungis kolli við gullhömrunum, og fór við sólarupprás ein heim til sín á ljósbláum stálgæðingi sínum.

Alexander, drullastu til að svara í símann. Ég vil fara í labbitúr!

miðvikudagur, janúar 19, 2005

Minningar geisju

Ég held að ég sé að breytast í Ameríkana af öllu þessu Kanablaðri í vinnunni. Það er reyndar geðveikt skemmtilegur strákur í vinnunni sem heitir Dan. Hann hefur fengið mig til að íhuga menningarlegt verðmæti nútíma og poppmenningar. Hann tók eftir nýju stígvélunum mínum í dag. Einhvern tímann ætla ég að fá hann með mér á djamm beint eftir vinnu. Hann er nefnilega svo mikið svoleiðis.


Annars fékk ég óþægilegt flashback í gær. Ég veit fyrir víst að ég og bloggdrottning Íslands, Katrín Atla, vorum vinkonur þegar við vorum litlar. Og ég veit að hún býr eða bjó hér í Kaupmannahöfn, gott ef hún býr/bjó ekki á Öresundskollegíinu. Og í gær laust allt í einu niður í huga mér minningu um mig að tala við hana, að mér finnst inni á Moose, að segja henni frá að við hefðum verið vinkonur þegar við vorum litlar. Mig minnir að hún hafi lítið viljað kannast við mig, þrátt fyrir að ég rifjaði upp fyrir henni ýmis smáatriði úr vináttu okkar, og mér finnst eins og henni hafi þótt ég hálfklikkuð.
Kannski hefur þetta aldrei gerst og er eintómt afsprengi huga míns. Kannski gerðist þetta einhvern tíma á einu af mörgum fylleríum á Moose eða öðrum búllum bæjarins (Moose er samt líklegasti staðurinn), og ég verð að sætta mig við að komast ekki að sannleikanum í þessu máli. Því ef að ég hitti hana einhvern tíma aftur, fer ég nefnilega varla að spyrja að því sama og þar með staðfesta að ég sé rugludallur. Ég verð því sennilega bara að lifa með þeirri staðreynd að óhugnalega mikið úr lífi mínu verður eilíflega hjúpað áfengismóðu.


þriðjudagur, janúar 18, 2005

Nýja tölvan mín er æði. Æðistæði. Mér finnst hún geta hreinlega allt...Og svo er líka svo gaman að eiga sína eigin litlu fartölvu...

Ég er súkkulaðiÓÐ. Ég held að ég sé búin að borða vel á hálft kíló undanfarin sólarhring... þetta hlýtur að vera undanfari hinnar mánaðarlegu skemmtidagskrár. Og já, svo festi ég kaup á nokkrum nauðsynlegum hlutum í gær. Rauðri kápu, svörtum gervileðursstígvélum (svona krumpuðu dæmi sem ég hélt aldrei að ég myndi kaupa) og ljósum rússkinnsstígvélum (ég gefst ekki upp). Nú finnst mér eiginlega kaupþörf og eignagræðgi mín vera mettuð í bili. Enda er ég búin að fá svo mikið af fínum afmælisgjöfum og eignast mikið af nýjum fötum undanfarið að ég held ég þurfi smá pásu til að venja mig við þetta nýja ástand á fataskápnum mínum. Alla mína ævi (nema kannski þegar ég var ellefu ára og það var varla hægt að loka skápunum heima fyrir ljótu og furðulegu drasli) hef ég nefnilega átt frekar lítið af fötum og alltaf bara átt nokkrar "flottar fyrir djammið" flíkur, en nú á ég eiginlega allt of mikið, finnst mér. Þessi tilfinning líður þó eflaust fljótlega hjá.

mánudagur, janúar 17, 2005

Ég er að verða svo INNILEGA geðveik af þessum helvítis innflytjendaofsóknum. Nú er einmana Pakistani farinn að venja komur sínar hingað. Hvernig gat ég látið þetta gerast? Og hvers á ég að gjalda?

miðvikudagur, janúar 05, 2005

Starstruck

Ég get svo SVARIÐ það að ég sá Justin Timberlake niðri í bæ...Hann var bara alveg eins og í Cry me a river myndbandinu, lítill og krullaður með uppbrettan nebbaling...


laugardagur, janúar 01, 2005

Gleðilegt ár!

Ætla að vera heima hjá mér á gamlárskvöld í fyrsta sinn síðan að ég var barn. Ég er nefnilega hreinlega of þreytt eftir ævintýri gærkvöldsins, sem hófst á Jagúartónleikum á Gauknum og endaði á afar óvæntan hátt heima hjá Damon Albarn í Grafarvoginum....

Óska ykkur öllum gleðilegs árs!!!