blog... the modern person's cry for attention

mánudagur, júlí 26, 2004

Hinu danska sumri er nú formlega aflýst og vedurfrædingarnir játa sig sigrada. Thó má búast vid sólarglætu af og til, en af og frá ad fara ad fletta frá júllunum eda ødrum lítt sólbrúnum líkamshlutum.
Midbærinn er samt fullur af Svíum, fullum og ófullum, eins og vera ber um thetta leyti árs.

Christina átti afmæli í gær og ég fer heim til hennar í kvøld. Vid høfum ekki sést í heillangan tíma og thetta verdur eitt af seinustu skiptunum (eda thad seinasta, ef hún vill ekki ad ég komi út á vøll til ad kvedja...sjitt, er ad fara ad vinna á fimmtudaginn! get thad sjálfsagt hvort sem er ekki)sem vid sjáumst í langan tíma. Hún er nefnilega ad fara til Lettlands í praktík næsta hálfa árid.

Erdal sem vinnur í eldhúsinu á elló sagdi mér í dag frá glæstum atvinnumøguleikum rússneskumælandi fólks í Tyrklandi. Thar med laukst upp nýr og spennandi heimur af ádur óthekktum leidum og framabrautum. Ég er ekki frá thví ad ég rølti nidur í Tyrkiet Experten (ferdaskrifstofa hér í borg) bradlega og heyri hvad their hafa um málid ad segja. Mér hefur alltaf thótt Tyrkland svo spennandi. Vatnspípur, eplate, ódýr følsk merkjavara og gódur matur, og ágætis vedur. Aldrei ad vita nema eg verdi Soffía Hansen thessarar aldar. Djók.

fimmtudagur, júlí 22, 2004

Hm...veit ekki af hverju blogger neitar ad birta thad sem ég skrifadi i gær. En BA ritgerd minni med titlinum "Den russiske aktionsart - fem definitioner af aktionsarten og dens forhold til aspekt" var sem sagt skilad í gær, degi ádur en frestur rann út og taldi hún 26 sídur auk heimildaskrár. Semsagt 27 sídur í allt. Thetta var stór stund í lífi mínu og nú veit ég tæpast hvad ég á af mér ad gera. Ekkert til ad hafa samviskubit út af (svosem hægt ad redda thví) eda hugsa í sífellu um (heldur ekkert erfitt ad græja thad). Jæja, en nú er ég sátt. svo er bara ad bída ad sjá hvad prófessorarnir segja um verkid.

Í dag fór ég til tannlæknis í fyrsta sinn í thrjú ár (tel ekki med thegar ég lét skoda upp í mig hjá Tannlæknaháskólanum um daginn) og hef ég sjaldan lent í ødru eins. Konan maladi um heima og geima, mest um alls kyns apparøt sem hún hafdi nýverid fest kaup á fyrir miklar fjárhædir og var hún ósátt vid hvernig thau høfdu verid sett upp, virkudu og svo framvegis. Svo lét hún mig leggjast i sinn nýkeypta rauda stól, halladi mér svo nokkurn veginn lódrétt aftur á bak og thannig mátti ég dúsa í einn og hálfan klukkutíma medan hún boradi, sprautadi, údadi og boradi meira og tród ad lokum silfurfyllingu í tønn í efri gómi mínum til vinstri. Svo taladi hún í síma í korter tuttugu mínútur (á medan ég lá á hvolfi med sløngur og tól í hvofti mínum). Svo thegar loksins kom ad tví ad borga fyrir medferdina virkadi ...kortadæmid (hvad heitir thad?) ekki, svo ég thurfti ad fara í næsta hradbanka og taka út pening. Til allrar hamingju var thetta ódýrara en ég bjóst vid (ég sé alltaf thad versta fyrir mér thegar kemur ad svona sérfrædingadæmum), borgadi ég thví 387 kr og var fegin ad sleppa thadan út á lífi.  Er ekki viss um ad ég thori ad fara til thessarar konu aftur, hún taladi svo mikid um thessi tæki og mublur sínar og almennt bladradi thar til ég hélt ad eyrun dyttu af mér. Og tel ég mig thó hafa í ýmsu lent.

 

miðvikudagur, júlí 21, 2004

Óhemju örlagarík stund í lífi mínu er að renna upp. Eða að minnsta kosti mikilvæg. Nú er ritgerðin fullskrifuð og ég skila henni á eftir. Titill ritgerðarinnar er: Den russiske aktionsart - fem forskellige definitioner af aktionsarten og dens forhold til aspekt.

Allt er að ganga upp...virðist vera. Jói Ben ætlar að leigja herbergið mitt í haust, ég hef komist að því að ég mun búa á kollegíi í Arkhangelsk (það kemur þá fátt á óvart hvað það varðar), sem er jákvætt, því þá kynnist maður fólki.  Angistartremminn og stjarfaklofinn vegna þessar ferðar fer því síminnkandi. Hef annars tekið eftir því að ég verð stressaðri með árunum - man hvað ég var pollróleg yfir því að fara til Rússlands í fyrsta skipti, þar til að ég sat í flugvélinni og vissi ekki hvað snéri upp né niður, og hvað þá hvað var í vændum.

Talaði við tinnu í símann í gær. Hún ætlar að flytja til London og fara í háskóla þar. ég skal sko segja ykkur það. Ótrúlegt hvar maður endar. Rigningin er byrjuð aftur, en góðu veðri spáð á föstudaginn. Aldrei að vita nema það verði fyrsti bíkínídagur ársins.

 

mánudagur, júlí 19, 2004

Jibbí Kalli!!
 
Kláraði að skrifa ritgerðartuðruna í þessu og Andreas ætlar að lesa hana yfir fyrir mig í kvöld. Blessaður kallinn...hann er hættur við að skila sinni og ætlar að skila henni um jólin. Svona hafa danskir námsmenn það gott. Þeir hreinlega ráða sínu námi sjálfir, annað en við Íslendingarnir, bundnir og þjakaðir undir fjötrum og oki Lánasjóðs.
Hann kom líka við hjá mér í gær og setti upp hillur, spegil og gardínur. Nú er herbergið því farið að líkjast mannabústað en ekki hvítum geymslukassa. Vantar bara plaköt og myndir á veggina...plús sjónvarpsborð, kommóðu og fleira smotterí...
 
en já. Ritgerðin. Svo prófarkalesa Andreas og Trine hana í kvöld og svo vona ég að það sé eitthvað samhengi í þessari endaleysu sem ég er búin að vera að pára síðan um páskana. Skila henni svo á morgun eða hinn.

laugardagur, júlí 17, 2004

Góða veðrið er mætt á svæðið!
 
Af því tilefni fengu gamlingjarnir á elló bæði hvítvín og kampavín...missti reyndar af kampavínsdrykkjunni þar sem ég hékk utandyra með mínum illa úkrainska tvíbura og naut blíðunnar...

föstudagur, júlí 16, 2004

Í dag skín sólin í fyrsta sinn í laaaaaaangan tíma. Samt ekkert svo heitt. Dónaskapur er þetta eins og Anna Hera sagði á Hróa um árið. Þetta er eignilega hálfruglandi að það sé haustveður í heilan mánuð og svo fer sólin að glenna sig. Vona hálft í hvoru...jæja ók samt ekki, það væri líka fínt að fá almennilegt veður í ágúst. Er bara eiginlega búin að setja mig úr öllum sumarstellingum, og búin að venjast því að það hafi ekki verið neitt almennilegt sumar.
 
Nanna kom í heimsókn í gær og við borðuðum borsj og fórum svo á Moose...þriðja kvöldið í röð!!! Það var samt mjög rólegt og við fórum heim upp úr miðnætti, akkúrat um það leyti sem geðveikin var að komast á almennilegt skrið. Hitti gyðingsbarþjóninn og spurði eftir sæta vini hans. Sem er ekki að fara koma aftur til Köbennæstu tvo mánuðina af þvi hann er í einhverjum fokkings sumarbústað og svo að flytja til Gautaborgar!!! Damnit. Þetta er í algeru ósamræmi við mín plön (sem voru að taka lestina til Malmö þar sem hann býr núna og kynnast honum betur). Jæja, ég er hvort sem er að fara til Arkhangelsk. En eru það örlög mín að þeir sem ég hef áhuga á eru alltaf á leiðinni eitthvað annað en ég? En svo er það eflaust þannig að ef að maður næði að kynnast þessum draumaprinsum meira en einn dag (veit ekki hvað ég hef lent oft í þessu orðið) þá væru þeir sjálfsagt alveg jafn ömurlegir og allir hinir. Á hinn bóginn má leika sér að tilhugsuninni um að t.d. þessi sænski strákur sé THE ONE. En ég hélt það líka um Brandon þar til að ég fattaði að hann hafði ekkert margt merkilegt fram að færa (a.m.k. ekki í meilunum sínum) og líka um strákinn sem vann í eldhúsinu á Tsinik ...og líka um Oleg sem ég kynntist á Tsinik... og örugglega einhverja fleiri sem ég man ekki eftir í augnablikinu. Well well. Kannski eins gott að maður kemst aldrei að því rétta í málinu.

fimmtudagur, júlí 15, 2004

Nú er ég alveg búin á því. Ekkert smá viðburðaríkar þessar tvær seinustu vikur. Held að ég hafi kynnst fleira fólki en maður kynnist á heilu ári og spanderað símanúmerinu mínu í ég veit ekki hvað margt fólk. Meðal annars hef ég kynnst ótrúlega sætum Svía sem er vinur eins barþjónsins á MOose (dæmigert), kynntist kauða reyndar á Moose. Barþjónninn vinur hans er gyðingur og mikill þjóðernissinni. Hann mun hafa rakið raunir Gyðinga fyrir Alexander og sagt honum sögu þeirra í af miklum ákafa og í smáatriðum. Eitthvað rússalegt við þetta að kvarta og kveina undan þjáningum þjóðar sinnar... okkur sýndist hann nú ekkert vera mjög illa haldinn og helst að hann ætti að kaupa sér flottari gleraugu. En ég verð að hitta þennan Svía aftur! Hann var sko skemmtilegur. Og sætur með ljóst krullað hár og blá augu som en julimorron...Sænskir strákar eru svo mikil krútt.

Helga systir hennar Fjólu var hér í gær í millilendingu og við þrömmuðum bæinn þveran og endilangan, spjölluðum um allt og ekkert, fórum í búðir, héngum Nemolandi í Stínu og borðuðum síld á Café Halvvejen. Það líkaði mér vel og hyggst ég endurtaka það við tækifæri. Svo hringdum við í Fjólu...nei hún hringdi í okkur um kveldið og mikið ótrúlega var gaman að heyra röddina hennar! Þá fattaði ég enn betur hvað ég sakna hennar...og ykkar...mikið. En svona er lífið, ekki hægt að bæði halda og sleppa.

Hmm...fékk mail frá Brandon!! Það er nú meira sem honum hlýtur að leiðast á þessu skipi sínu. Veit ekki alveg hvort ég eigi að svara honum, finnst enginn tilgangur í að vera að endurlífga gamla internetrómansa. Tja.

þriðjudagur, júlí 13, 2004

Í gær var ég í þvílíkum partífíling í vinnunni og var í huga mínum farin að leggja mikil plön um áframhaldandi gjálífi (á mánudegi!!). Hinsvegar fór ekki betur en svo (eða verr) að sykursjokkið sem ég fékk af öllu namminu sem við borðuðum í vinnunni lagðist svo harkalega á mig, að ég ákvað að leggja mig þegar heim kom. Það var um fimmleytið.Klukkan hálftíu vaknaði ég og íhugaði lengi vel hvort ég ætti að fara á fætur og labba út eftir falafelpitunni sem mig hafði verið að dreyma um (ásamt mörgu öðru mjög undarlegu), en ákvað svo að ég nennti því ekki, háttaði mig og burstaði tennur og svaf svo áfram til klukkan níu í morgun...

Sérkennilegt má að það heita að fullfrískt fólk leggist í rúmið og sofi 16 klukkutíma í trekk...

Veðrið fer síversnandi og í dag er 12 stiga hiti og skýjað. Nýtt stresskast í undirbúningi vegna Rússlandsfarar! Fékk meil frá Thomas Heikkila í dag þar sem hann sagði að það tæki mánuð (!) að undirbúa invitation frá þeim svo hægt sé að panta vísa, og svo virðist sem að ég eigi að redda íbúðarfjandanum sjálf! Halló... Hvernig þetta á allt að ganga upp veit ég ekki, en af reynslunni grunar mig (og vona ég) að þetta reddist allt...

sunnudagur, júlí 11, 2004

Drulluþreytt...Veðrið er ekki beinlínis til þess fallið að hressa mann við, enda Danir búnir að gefa upp alla von um sólskin og sumarveður og flykkjast því í örvæntingu til sólarlanda. Þetta hentar mér nú bara vel, er hvort sem er með sólar og hita ofnæmi og þarf að gera svo marga frekar leiðinlega praktiska hluti (eins og t.d. að vinna) að það væri bara ergilegt ef ég væri að missa af einhverju rosa strandarveðri á meðan.

Hitt er svo annað mál að ég er búin að lifa í þvílíkum ósóma seinustu tvær vikur og hef vart látið annað ofan í mig en pizzur og þvíumlíka óhollustu. Hið ósæmilega líferni hefur einnig skilað sér í spennandi smsum frá nokkrum ungum mönnum sem ég hef kynnst úti á galeiðunni, og eru þeir meira en fúsir til hittings. Er m.a.s. búin að hitta einn þeirra einu sinni. Svona á þetta að vera!

Vel á minnst, hvern hitti ég annan en hann Þorgrím gamla Hróarskeldukappa, og það á Moose kl. korter í sex á föstudagsmorgni. Hann dró mig út undir vegg og tók mig tali og ég var alveg smá stund að koma honum fyrir mig, þar sem hann hafði breyst talsvert í útliti. Eitthvert miður gáfulegt samtal átti sér stað á meðal vor (enda lítið vit eftir í fólki þegar komið er undir morgun og margir bjórar í mallanum)og lauk því með að hann reyndi að smella kossi á varir mínar. Ég vék mér undan og þótti þetta ósæmileg hegðun mjög en bað kærlega að heilsa Tryggva og Tobbu.
En alltaf gaman á Moose... Anna Hera, við kíkjum nú þangað þegar þú mætir, ha?

miðvikudagur, júlí 07, 2004

Andreas kom við í gær og tengdi símann með einu laufléttu handtaki og ég skammaðist mín alveg niður í tær. Mér til varnar get ég einungis sagt að ég er bæði búin að vera veik og stressuð og yfir mig þreytt, og ekki nema von að heilagreyið sé ekki að virka sem best. Heimasíminn minn er því...+45 32 88 83 78. Ég get hinsvegar ekki sjálf farið að hringja fyrr en í næstu viku, eða þegar bæði vísakortið og hin dularfulla "kontaktperson" fyrir símann eru orðin að veruleika í mínu lífi.

Komst að því í gær hver hinn dularfulli Íslendingur í þarnæsta herbergi er. Það er hann Örnólfur Thoroddsen, fyrrum sam-MHingur, og þegar ég knúði dyra var það engin önnur en Íris úr MH sem opnaði og varð okkur báðum nokkuð hverft við. En svona er hin íslenska þjóð smá, þó mikil sé í anda!!

Skilaboð til Önnu Heru: Danska sumarið virðist vera alveg að beila og hitastigið virðist ekki ætla að mjaka sér ofar 20 stigum í langbesta falli. Hér er iðulega 15-17 stiga hiti, hálfskýjað og búið að rigna í þrjár vikur núna, en því virðist því vera lokið. Því hef ég litla trú á að hægt verði að viðra júllurnar, nema veðurguðirnir taki sig skyndilega saman í andlitinu og geri það sem þarf til þess að fá að sjá kvenmannsbrjóst. Og hananú.

þriðjudagur, júlí 06, 2004

Stundum er Danmörk ekkert ósvipuð Rússlandi... Síminn minn er ennþá ótengdur og ekki nokkur leið að hafa uppi á því fólki sem á að geta bjargað því. Skiptir heldur ekki miklu máli enn sem komið er, þar sem að vísakort er nauðsynlegt til að geta borgað inn á símareikninginn (fyrirframgreiðsla, skill jú), og slíkt fæ ég ekki fyrr en eftir viku. Svo er ég enn gardínulaus og hef engan tíma til að standa í þessu öllu saman.

Reis úr rekkju minni í morgun eftir sólarhringslanga dvöl undir sæng og ákvað að nú væri nóg komið af veikindum. Og er því búin að vera að græja alls kyns praktísk smáatriði síðan að ég fór á fætur.

Í gær var bréf til Einars Guðmundssonar í póstkassanum mínum, og í morgun til Sóleyjar nokkurrar Hansen. Ekki veit ég hvaða fólk þetta er, en aldrei að vita nema að við séum skyld! Íslendingar eru jú allir skyldir... Ekki tekst mér heldur að ná sambandi við Íslendinginn sem býr í þarnæsta herbergi til að spyrja hann út í Einar G. Held að Sóley hafi búið í herberginu mínu á undan mér. Ég veit ekki einu sinni hvers kyns þessi Íslendingur er, þekki bara fánann á hurðinni...
Ó mig arma.Þetta er allt svo innilega flókið, og ekki tekst me´r að fá nokkurt vit í sjónvarpið mitt heldur!! Veit ekki betur en að það eigi að vera kapalsjónvarp í þessu húsi en ég kann ekkert á þessa leiðslu...Djöfulsins...

laugardagur, júlí 03, 2004

Kæra fólk!

Kem ekki heim í sumar, þar sem að ég hef fengið praktíkpláss (skilst að þetta sé óþekkt fyrirbæri meðal námsmanna á Íslandi en þetta er mjög algengt hér, láglaunuð/ólaunuð vinna í tengslum við nám og oft að hálfu leyti nám) i Arkhangelsk sem er að mig minnir undir Kólaskaganum...já, í Rússlandi! Allavega drullulangt í burtu og sjálfsagt óttalegt barbarí þar að finna.

Þarf þess vegna að vera hér í vinnu og að sinna ýmsum erindum varðandi hitt og þetta í allt sumar...en kem heim um jólin. Wish me luck!

Síminn minn (heimasíminn altso) er ekki kominn í lag en redda því í næstu viku. Ég er ótrúlega upptekin þessa dagana og endalaust af praktískum atriðum sem þarf að redda, sérstaklega hvað varðar þessa reisu mína í haust. Fyrir utan það að ég á ótrúlega lítið af dóti sem mig vantar, t.d. kommóðu, ávaxtaskál, skó, vetrarkápu, gardínur og þar fram eftir götunum...Í kvöld ætla ég að fara að sjá The Day after Tomorrow með tvíburabróður mínum honum Alexander. A.m.k. gáfum við okkur út fyrir að vera úkraínskir tvíburar þegar við fórum á djammið seinustu helgi og allir trúðu þvi, utan einn Pólverji sem leit á okkur og sagði: "No, you´re not Ukrainian, and he´s your gay friend, not your brother." Hið sama kvöld tókst mér að kyssa homma (á hommabar!!!!!) og leigubílstjóra...plús einhvern smástrák...ótrúleg þessi borg...

fimmtudagur, júlí 01, 2004

Mín flutt inn á Rasmus Nielsen kollegid, loksins!!! Christina kom og hjálpadi mér ad flytja og svo fór ég út og ætladi ad kaupa ódýran gettóblaster, en slíkan var audvitad eigi ad fá í Amagercentrinu. Keypti ég thví nýja diskinn med NERD mér til hughreystingar, og svo verdur thessi gettoblaster ad koma seinna. Ég á jú alltaf gamla Rússlandsklambrid mitt (sem helst saman einungis fyrir tilvirkan límbands!!! Ég er mjøg sátt...loksins komin med eigid pleis.

Hitti íslenska stelpu í lyftunni. Eftirfarandi samtal átti sér stad:
Hún: "Gud! Ertekki íslensk!"
Ég: "Jú.."
H:"Já, ég kannadist eittka svo gedveikt viddig. Ég var í MH."
É:"já ég líka... ég var ad flytja hingad ádan"
H:"ó...ég er bara hérna í sumar."
É:"ó"
H:"Ætlardu á Hróarskeldu?"
É:"Nei, hef ekki tíma"
H:"ókei bæ."

Á leidinni hingad ur A.centrinu stoppadi afriskur innflytjandi mig og sagdi:"Må jeg sige noget? Du er så smuk!"
Líf mitt væri ad einu leyti miklu einfaldara ef ég hefdi jafn mikinn áhuga á fullordnum innflytjendum og their hafa á mér.