blog... the modern person's cry for attention

mánudagur, ágúst 30, 2004

Allamalla...legg af stad á morgun og er alveg med hjartad í buxunum, thad er eins og ég segi - taugatrekkingurinn versnar einungis med aldrinum. Er búin ad vera ad pakka í allan dag eftir æsilegt djamm alla helgina og ....sjitt...Nadja vinkona mín er ófrísk. Er sko á messenger ad tala vid Mariann í noregi. Greinilega nokkur símtøl sem tharf ad afgreida ádur en ég fer.

Sjitt... aldur færist yfir, thetta er greinilega eitt af ummerkjum thess. Fyrir utan mjøg undarlega atburdi sem hafa átt sér stad hér í vikunni sem ég ætla ekki ad fara nánar út í, en their báru vissulega vott um ad ég væri komin á vissan aldur. Hitti annars ljóshærdan spánverja á moose sem hafdi sømu afstødu til barneigna og ég, og vid urdum ásátt um ad hittast eftir sjø ár (ef vid værum ekki búin ad hitta the one) og eignast ljóshærd børn saman.

Jæja, tharf ad drífa mig. òskid mér góds gengis...


fimmtudagur, ágúst 26, 2004

Krakkar mínir komid thid sæl.

ì gær tók ég thá ánægjulegu ákvørdun ad hringja í vinnuna, melda mig veika og jafnframt taka sjálfa mig af theim ørfáu vøktum sem ég átti eftir, á føstudag og laugardag. Thad sér thad hver madur ad ég get ekki stadid í thvi ad vera ad mæta í vinnu svona rétt ádur en ég legg af stad nordur undir heimskautsbaug. Sem liggur held ég einhvers stadar annars stadar, eda er hann bædi á nordur og sudurskautinu? Anna litla alltaf jafn sleip í landafrædinni.
Tharf samt ad kíkja út í vinnu á morgun og ná í buksututlur sem ég á thar í skáp.

Námslánin eru komin inn (jibbí!!) og thví er ég byrjud ad shoppa the essential gear fyrir Rússkí, svarta kápu med hettu og soleidis. Keypti líka nýja diskinn med Usher (afar naudsynlegt) fyrir kvedjupartíid mitt á laugardaginn...Anna Hera ætlar ad kaupa Beyoncé diskinn og thá held ég ad elítan ætti ad vera samankomin í herbergi 233, Brigadevej 50, in the city of lust, á laugardagskveldid næstkomandi. býd reyndar bara útvøldum, theas Ønnu Heru (pawel er bodinn en mig grunar ad hann sé fremur óáhugasamur um svona pjáserí), alexander, Anne og Lenu.

Í tilefni uppsagnar minnar frá vinnu kíktum vid í nokkra bjøssa á Studenterhuset, thar er alltaf svona international djamm á midvikudøgum. thar var margt um manninn og allir voda "so where are you from? Really?What are you studying here? Oh my god I have that class too"-legir. Fullt af latinamerican smástrákum med smedjulegt glott á vør sem hafa eflaust heyrt mikid um léttúdugt líferni hinna ljóshærdu valkyrja er Danaveldi búa. Undirritud hefur audvitad lagt sig í líma um ad afsanna thá godsøgn (not).

Ég trúi thví ekki ad ég sé ad fara...er bara in shock.

miðvikudagur, ágúst 25, 2004

Brottfør nálgast ódum og NÚNA er catinet farid ad hringja daginn út og inn og bjóda mér noregsferdir og gud má vita hvad. Samt búin ad fatta ad thessi vinna er svo leidinleg...allavega thegar madur er ad hringja út um allt og spyrja um álit Nordmanna á áfengum gosdrykkjum. Madur er alveg ad selja líf sitt eins og Anna Hera sagdi.

Nenni ekki ad kaupa inn. Langar bara ad kaupa mér draslmat, tekur thví varla ad vera ad kaupa mat.

miðvikudagur, ágúst 18, 2004

Endalausar reddingar alltaf hreint...tekur þetta engan enda? Horfði á fimleika og þátt um fitusog í sameiginlega eldhúsinu í gær. Christian er ótrúlega fyndinn Norðmaður sem býr á ganginum mínum. skil varla helminginn af því sem hann segir, og hreimurinn hans er alveg paródía á norskunni. Og ég er einmitt að fara að hringja til Noregs á vegum Catinet í kvöld. Um...takk fyrir kúlusúkkið Bönga!!!

þriðjudagur, ágúst 17, 2004

Allt ad smella saman sýnist mér (7,9,13). Er búin ad fá einkunnina fyrir BA, thad var einkunnin 9, sem er sennilega 8 á íslenskum mælikvarda (hér í landi notast menn vid 13-skalann). Nú er bara ad senda LÌn herlegheitin...og svo bída eftir svari frá FSB (foreningen socialboligbyggeri) vardandi leigu á litlu kompunni minni. Jói Ben hringdi i gær og mér heyrdist hann líka vera med stressveikina. Bara ordid umsókn (sem felur í sér møguleika á neitun og thar med veseni) vekur hja mér ugg og kvída. En sjáum kvad sétur. Ferdatryggingin er ad minnsta kosti komin í póstinum.

Svo er komin ný mubla í min hús. Sú mubla heitir svefnsófi og var ádur í eigu Alexanders Petrossov, er thad reyndar enn, en nú er djøfsi í minni vørslu. Thad hefur reyndar valdid theim vandrædum ad ég kem svampdýnunni minni hvergi fyrir og átti ég í klukkustundar løngum slagsmálum vid dýnufjandann í gær. Thad var alveg sama hvad ég reyndi ad bøggla og rúlla henni saman, ekki komst hún ofan í nein hólf eda inn í skápa eda hillur (sem er ekkert margt af í mínum híbýlum, og ég var hreinlega ad missa vitid. Lamdi nokkrum sinnum krepptum hnefa í bædi dýnuna og svefnsófann og vissi ekki hvort ég ætti ad hata meir. Hafdi einnig mikil blótsyrdi í frammi og fékk allt í einu flashback frá thví thegar ég var lítil og módir mín einstæd og ørthreytt var ad reyna ad setja eitthvad saman eda skrúfa eitthvad drasl upp. Hún missti nefnilega idulega vitid á medan á slíku stód og allar gøtur sidan hef ég fengid netta streitutilfinningu thegar eg sé ad fólk er ad fara ad taka sig til og laga eda skrúfa eitthvad saman.

Á endanum gafst ég upp á thessum feigdarfadmløgum vid dýnuna og fleygdi mér ørmagna á svefnsófann og hugleiddi hvort ég ætti ad klippa dýnuna til svo ad hún kæmist ofan í magasínid undir svefnsófanum. Til allrar hamingju sofnadi ég ádur en til thess kom og ætla ég nú ad reyna ad pranga dýnunni upp á Alexander eda einhvern annan kunningja minn. Alexander er reyndar í París...hjá gømlum elskhuga sínum sem hringdi og sagdist hafa keypt handa honum flugmida. Minn gódi vinur dvelur thví í penthouse íbúd í midborg Parísar undir verndarvæng thessa manns sem borgar allt ofan í hann (og hann er ørugglega ekki nískur). Skil ekkert í thví ad mér hafi ekki verid bodid, bad A. um ad reklamera sem mest hann mætti fyrir mig svo mér verdi líka bodid næst. Verst ad thessi gamli elskhugi er (sem liggur í augum uppi) hommi, thannig hann lætur sjálfsagt eigi freistast.

....Og Anna Hera bara ad koma a morgun. Djøfull verdur gaman!! Bønga og Ernir voru hér í einn dag á sunnudeginum og tóku med sér dýrindis peysu frá módur minni! Takk mamma, hún er rosalega fín. Loksins get ég talist sannfærandi fulltrúi hinnar íslensku thjódar í thessari forláta lopapeysu (í Danmørku kallast thetta ad demonstrere sin etnicitet).

laugardagur, ágúst 14, 2004

Lagsi búin að kaupa flugmiða og tryggingu. Um leið og ég var búin að smella á "Betal" fékk ég angistartremma yfir að nú hefði ég kannski keypt eitthvað vitlaust og ekki hægt að fá endurgreitt eða skipt nema gegn tugum þúsunda í þjónustugjald, eða bara alls ekki hægt. Nú spyr ég þá sem eldri eru: vex maður upp úr þessum taugatitringi eða er ég dæmd til að vera stressari alla mína ævi? Maður ætti kannski bara að skella sér í sér ferð til Gravendal til að vinna úr þessu...einhverjar rosa flækjur þarna á bak við.

Akkúrat í þessu augnabliki er ég stödd i þeim áhugaverðum aðstæðum að vera ein í tölvuherbergi með gömlu hösli, honum Niels Rune ( Nei, ekki Níels Rúnar Gíslason, þó nöfnin séu vissulega keimlík). Hann var ég að leika mér við seinasta vor ( Tönju til mikils hryllings, þau hata nefnilega hvort annað) og var svo mikil tæfa að láta hann bjóða mér í bíó og hringja svo ekki fyrr en viku seinna til þess eins að segja "jeg synes ikke vi skal ses igen". Sorrý Stína. Hann fór svo til amríku og ég bjóst ekki við að sjá hann aftur nokkurn tíma, og hvað þá hér í tölvuherberginu úti í skóla á laugardagseftirmiðdegi. Hann er nú besta skinn, en um leið og hann lýsti yfir (afar neikvæðri og háðulegri) skoðun sinni á laginu In da Club með 50 Cent, vissi ég að þetta yrði aldrei barn í brók hjá okkur. En fór þó með kauða í bíó (á leikna heimildamynd um þjóðarmorð Tyrkja á Armenum árið 1910).
Við látum þó sem ekkert sje, enda erum við fullorðið fólk og meira en ár síðan að þessir dramatísku atburðir áttu sér stað.

Í kvöld fer ég í kveðjupartí hjá samnemendum mínum sem eru að fara til Moskvu í sama dæmið og ég var í seinasta haust. Hef af því tilefni skrifað persónulegt bréf til gamla málfræðikennarans míns, hans Fjodor Ivanovitjs Pankov, sem ég ætla að biðja þau að afhenda. Þar sem að flestir í þessu "partíi" eru Jótar með mjög hallærislegan tónlistarsmekk og meðfædda andúð á dansi, er ekki við því að búast að samkundan fari úr böndunum á neinn hátt. Sem hentar mér vel, Bönga og Ernir koma á morgun og best að vera ekki skraufþunn þegar maður á deit við slík uppáhöld í lífi manns.

fimmtudagur, ágúst 12, 2004

Er alveg farin ad fá pínu tremma yfir thessu Arkhangelsk dæmi. Stanslaust thjóta hugsanir um allt thad sem gæti farid úrskeidis gegnum høfud mitt. Setjum sem svo ad eitthvad vantadi af einingum upp á thær 120 einingar sem ég á nú ad hafa lokid (margtaldi hinar loknu einingar ádur en ég ákvad ad segja mig úr Litteratur 2) og thá væri ég komin í fokk med LÌN. Setjum sem svo ad FSB (Foreningen Socialt Boligbyggeri) samthykkti ekki umsókn mína um ad leigja Jóa Ben herbergid mitt. Setjum sem svo...ja, hvad getur fleira gerst?? Veit innst inni ad thetta ætti (og er, 7,9,13) ørugglega allt í lagi, en litli stresspúkinn i maganum mínum er í essinu sínu thessa dagana. Sérstaklega í hvert sinn sem stafirnir LÌN birtast á innri skjánum. LÍN hefur, allar gøtur sídan ad ég hóf vidskipti mín vid thá stofnun, valdid mér ómældum angistarkøstum, reidikøstum og magakrømpum og virdist ekki ætla ad verda lát á theim vidbrøgdum mínum. En til allrar hamingju ætla ég ad hætta ad taka námslán eftir haustønnina. Enda komid nóg af skuldum, tel ég.

Í gær festi ég kaup á sóp, moppu og skuringaføtu. Nú mega kóngulærnar fara ad vara sig.

Um daginn dreymdi mig draum um Ivan. Vid vorum aftur saman og ég var sæmilega sátt vid thad thar til ad ég fór ad pæla í hvad thetta væri nú djøfulli leidinlegt og hætti med honum, og var enn sáttari vid thad. Svona draumar geta einungis táknad ad madur sé endanlega kominn yfir sambandsslit. Af einhverjum astædum dreymdi mig svona drauma um Andra í mørg ár eftir ad vid hættum saman (dreymir thad stundum ennthá, vonandi hættir thad nú brádum). òtrúlegt hvad draugar fortídar geta verid lífsseigir.

Best ad fara ad kaupa leidslu í sjónvarpid mitt. Thad er náttla ekki hægt ad bjóda Jóa upp á ad búa í sjónvarpslausu herbergi, ha??

miðvikudagur, ágúst 11, 2004

Fjandans. Eins og ávallt eftir skammlífa velgengni ef svo má kalla, er peningurinn minn að klárast (ekki von á öðru) og hef ég því sent boð til Rússlands þess efnis að ég komi ekki fyrr en 31.ágúst eða 1.september (altsvo eftir útborgun launa minna og námslána). Er búin að sækja um vegabréfsáritun og ég fæ svokallað multiple entry visa, og get því verið að fara til Rússlands eins oft og mér sýnist fram til 15ágúst á næsta ári. Ef ég ætti pening fyrir því myndi ég gera það.

En eins og ég hef sagt nærri öllum sem ég hef átt meira en tveggja mínútna samræður við undanfarið mánuð, þá ætla ég að redda mér einhverri magnaðri vinnu þegar ég kem heim og eiga nóg af pening. KOmin með meira en nóg af þessari fátæklingatilveru. Jæja. Best að fara að kaupa sóp og gólfmoppu. Ég hef ekki sópað gólf mitt og alls ekki þvegið það í nokkuð langan tíma. Og von er á gestum! Óboðnir gestir hafa reyndar komið sér fyrir inni á baði, þ.e.a.s. tvær langleggjaðar kóngulær og ein lítil og krúttuleg. Ég hef ekki viljað drepa þær þar sem að þær veiða allar flugurnar í íbúðinni (nú veit ég ekki hvað fólk fer að halda um híbýli mín). En mér finnst ósköp huggulegt að hafa þær þarna.

miðvikudagur, ágúst 04, 2004

Smá saga:
fór á djammið í gær (er ég að tapa mér eður hvaþ?) með Alexander og Anne mætti svo seinna galvösk, þrátt fyrir eitthvert taut um að hún ætlaði sko ekki á djammið. Okkur langaði geðveikt að hösla einhverja sæta gaura og fara með þeim á ströndina þegar Moose lokaði(eins og á laugardaginn var) en auðvitað er ekki hægt að endurtaka góða smelli og enga myndarlega menn rak á okkar fjörur það kveldið. Vissulega var allt troðið af karlkyns ungviði (og eldra) en allir voru voða ófrýnilegir eitthvað og lítt freistandi. svo þegar við loksins drusluðumst til að taka leigara á ströndina lentum við í bíl hjá ungum Afríkana sem mér þótti stafa miklum sjarma af. Í ölvun minni hóf ég að spyrja hann allskyns spurninga, og kom í ljós að hann var frá Eritreu og þá trompaðist mín algerlega:"Ih, Eritrea!! Jeg har aldrig mödt nogen fra Eritrea, det er sådan et spændende land!!!". Svo vorum við komin á leiðarenda og alexander búinn að borga og ég búin að spyrja um allt sem mér gat dottið í hug. Helst hefði ég viljað vera áfram í þessum bíl en Alexander reif upp hurðina og sagði að nú skyldi ég koma út, og í flýti greip ég um hendur hins unga manns og sagði í skyndilegri geðshræringu (og desperado)

" Jeg önsker dig alt det bedste...og at du får en rigtig söd kæreste.."

"Lige som dig?",svaraði hann með bros á vör og sendi mér leiftrandi augnaráð

"Ja!!!" svaraði ég og brosti drukknu brosi og aldrei að vita hvernig þetta hefði endað ef Alexander hefði ekki dregið mig út úr bílnum og sagt mér að hætta þessari vitleysu. Jahérna hér.

mánudagur, ágúst 02, 2004

Sumarid er komid thrátt fyrir allar ógnarspár um eilífdarrigningu og rok. Thar afleidandi hef ég øngvan tíma til ad blogga, thar sem allur frítími utan vinnu fer í hangs á strøndinni og høsla sæta gaura...