blog... the modern person's cry for attention

sunnudagur, febrúar 29, 2004

Vil bæta einu vid. Ingibjørg gaf mér ótrúlega gódan disk sem allir fródir einstaklingar eru ad sjálfsøgdu búnir ad hlusta á; og thad er Krákan hennar Eivøru Pálsdóttur. Nú er snidugt ad ég er í Danmørku, thá get ég skrifad nafnid hennar rétt. Ég ætla ekkert ad lýsa tónlistinni thar sem fólk veit væntanlega um hvad er ad ræda, en hitt er annad mál ad hún vekur í mér mjøg djúpar ættjardarástartilfinningar, og hugsanir um svarta dranga, kalda fjallalæki og skolhærda stúlku med skotthúfu. Ég skil reyndar ekkert allt sem hún segir en finn fyrir ótrúlegri tengingu vid tessa tónlist. Thetta er víst thad sem Daninn myndi kalla "mit eget etnicitet og min kultur". Takk Ingibjørg! Á eftir ad kynna Ivan fyrir thessu en hann er kannski ekkert hrifinn af thessu. Hann skilur ekkert sem fer okkur systrum á milli, ekki alveg nógu sleipur í íslenskunni, ha! Meira um systur mínar. Hallgerdur er 18 ára á morgun. Til hamingju Hallgerdur!! Thú færd gjøf thegar Bønga kemur aftur heim í næstu viku.. Knús thangad til.

Mikid finnst mér ad ég verdi ad finna mér adra vinnu. Ég bara meika ekki thetta gamlingjastúss lengur. Finn líka ad ég er ekki ad leggja mig fram eins og ég gerdi ádur, og thá er nú lítid varid i mig sem starfskraft og mest bitnar thetta á gamla fólkinu. Stemningin á thessu elliheimili mínu verdur líka tragískari fyrir hvern dag sem lídur, gamla fóklid situr hreyfingarlaust med steinandlit eda frosnar depurdarhrukkur. Ég væri nærri frekar til á ad vinna í 7 - 11 en vera ad thessu. SVo er thetta svo langt í burtu, fer mikill t´mi i ad koma sér milli stada. Tharf ad skoda thetta mál betur...

laugardagur, febrúar 21, 2004

Loksins er fimm daga heimsóknin frá Moscow/Oklahoma yfirstadin, ekki svo ad skilja ad thetta hafi verid eitthvad agaleg heimsokn, thví fer nú fjarri en mikid var eg nú fegin ad vera ein í minni holu í dag, eftir ad hafa fylgt Amberly ut á flugvøll. Ein er nú kannski ekki alveg satt, thar sem Peter var ad sjálfsøgdu heima, med eina af hinum óteljandi ástkonum sér vid hlid. Ég var ad rifja thad upp í gær ad thessi madur lagdi mikla áherslu á ad thad væri gott ad ég ætti kærasta, thvi thá væru ekki nýjir og nýjir gaurar ad hella upp á kaffi hvern einasta laugardagsmorgun. Jájá, thad er ekki sama Jón og séra Jón.

Vid amberly erum reyndar búnar ad skemmta okkur ágætlega, vedrid búid ad vera rosa fínt, glampandi sól en hundkalt og ég búin ad sýna henni um thad bil allt sem hægt er ad sjá af Kaupmannahøfn, eda nærri lagi. Hún var alveg in love af thessari borg og audvitad afskaplega hrifin af kærastanum mínum, sem ég kynnti hana fyrir med stolti eitt kveldid. Ég tudadi líka linnulaust um manninn í fjóra mánudi í Moskvu, svo hún vard náttúrulega ad fá ad sjá what the fuss was all about. Svo erum vid búnar ad rápa ansi mikid í búdir, ég keypti reyndar bara ein stígvél en thau voru sko langthrád. Nú er ég fær í flestan gellusjó og eins gott ad fólk sé ekki ad ybba gogg thegar ég er komin á mína manndrápshæla. Hinsvegar hef ég ekki litid í bók alla vikuna. Alvara lífsins verdur thá bara ad taka vid á morgun eda hinn, thar sem ég er komin heim til ívans og mikid drykkjusamkvæmi liggur víst fyrir. Ég er ekki frá thví ad ég thurfi á thví ad halda eftir allt thetta girlie relaxing og tískubladalestur.

Vid fórum í gær ad sjá something's gotta give med Jack Nicholson og Diane Keaton. Jújú, alveg gaman ad theirri mynd, en halló - Frances MacDormand VARD náttúrulega ad vera ótrúlega óhirt og drusluleg af thví ad hún kenndi kvennafrædi eda womens studies í einhverjum háskóla. Eins og allir vita thá eru allir femínistar eda bara konur med vott af áhuga á slíkum málum hinar mestu grýlur sem hafa aldrei séd greidu eda skæri. Thannig var upplifun mín af thví ad vera í Bríeti, enda greiddi ég mér aldrei thegar ég var í thví félagi. Kommon! Og svo gekk øll myndin út á hvad Diane ætti ad vera ljót af thví ad hún var gømul, og hápunktur myndinnar nánast thegar Jack sagdi "you're beautiful" thegar thau voru komin upp í rúm og farin ad rífa af sér føtin. Mér fannst nú vera meira svona...iøjnefaldende...ad thau eru bædi hundgømul og hrukkott og Jack ordinn feitur og subbó, og ekki skiljanlegt hvad thetta unga og fallega fólk vildi ótt komast í brækurnar á thessum gamlingjum. Unga fólkid er semsagt Keanu Reeves og Amanda Peet. Keanu Reeves hefur aldrei leikid tómari persónu en í thessari mynd, eda kannski lék hann bara svona illa. Ja ég veit thad ekki.

mánudagur, febrúar 16, 2004

Thrusu skemmtileg helgi ì Sverige med gømlum og gódum vinum, ég og Anna máludum Lund aldeilis raudan og á ég nú teskeid úr Irish Coffeeinu hennar af einhverju diskóteki sem vid vorum ad pjatlast á. En nú ætla ég ad drifa mig í tíma og ræda málfrædi vid samnemendur mína og kennara.

laugardagur, febrúar 14, 2004

Hejsan alleihopp. Þá er ég í Lundi í Svíþjóð í góðu yfirlæti med þeim Dagnýju, Agli og Önnu Heru. Pawel stakk af til Finnlands snemma í morgun, svo félagsskapar hans nýtur eigi vid. Hann var annars alveg ad gera sig í gær med kassagítarinn og léttpoppada útgáfu af Guds vors lands.

Ég tók semsagt lestina í gær og thad tók ótrúlega stuttan tíma, rétt nádi ad fara einu sinni á klósettid og allir gláptu á mann thegar ég gekk eftir ganginum, eins og thad væri afskaplega undarleg hegdun, ad ganga um. LUnd er svo bara mjög týpiskur sænskur bær med steinlögdum götum og múrsteinshúsum, gömlum kirkjum, hm, jc, lindex og kappahl og svoleidis búdum, og svo spar og burgerking. Ekkert nytt í því dæmi. Dagný og Egill búa rosa flott i stærdarinnar íbúd og ég tudadi allt kvöldið í gær um mína holu í deiliíbúðinni og Peter og hans skarkala um miðjar nætur. Svona er þetta misjafnt. En það er rosa gaman að hitta krakkana og komast í smá almennilegan húmor, það er nefnilega mjög mikið af bröndurum sem er bara hægt að segja á íslensku. Ég hef saknað þess svolítið og líka skrýtið að danskir vinir mínir geta aldrei kynnst akkúrat þessari hlið á mér. En þannig er nú það.

Við erum búin að slúðra um heima og geima, fara í buðarráp og Anna Hera er hreint út sagt að tapa sér í þessum búðum, sérstaklega H og M. Enda er það góð búð. Ég er búin að kaupa einn ljósbláan bol og eyrnalokka frá H og M og keypti svo geðveikt fína svarta og bleika skó frá Nilsson í dag. Pastelæðið er að taka yfir lif mitt, við Anna töluðum um það í gær að við erum greinilega báðar að taka út okkar bleika prinsessutímabil á fullorðinsaldri, enda þverneituðum við báðar að ganga í bleiku þegar við vorum litlar. 'i gær var ég meira að segja með bleikan varalit og bláan augnskugga. En ég á nú svo mikið af bleikum varalitum.

'Í gær var svo partý heima hjá fólki sem heitir Halli og Ella, Ellu var ég með í sögu 103 í ármúla. Í partýinu voru svo fyrir utan okkur Hugrún og Gutti, Þóra Þorsteins og tveir sænskir krakkar sem voru klædd í óhugnalega grímubúninga, af því að þema partýsins var föstudagurinn þrettándi. Partýið var samt mjög rólegt og bara svona sitja og tala partý, en Egill lofaði mér að við myndum fara almennilega að djamma í kvöld, ég var meira að segja bara farin að spá í að fara heim í dag en er nú hætt við það. Svo er bara að sjá hvernig þetta fer, enn er til nærri heil ginbokka og heilmikið hvítvín og allir í góðu stuði og í nýjum fötum og skóm. Trallalúlí.

föstudagur, febrúar 13, 2004

Meiri vitleysan med thetta LIN alltaf hreint. Nú tharf ég ad fara ad senda theim eitthvert yfirlit úr namsvísi til stadfestingar um heilsarskúrsa og ég veit ekki hvad og hvad...alveg ad verda threytt á thessu. Held samt ad ég reddi thessu máli bara eftir helgi, er hvort sem er ad fara ad hanga úti í skóla allan mánudaginn yfir hinum ýmsu føgum og misskemmtilegum kennurum.

Núna er ég ad fara til ...sjón...jæja, linsusalans mins eda gleraugnasalans eda hvad á ad kalla thetta. Thar ætla ég ad láta mæla í mér sjónina, svona til øryggis. Svo ætla ég ad drífa mig til LUndar í svíthjód ad hitta Ønnu Heru, Pawel, Dagnýju og Egil og svo hefur mér skilist ad thad verdi eitthvad ad gamalkunnugum smettum tharna líka. Gaman gei. Mér fannst eiginlega bara best ad forda mér út úr eigin húsi thar sem thad var glydruheimsókn thar í nótt og fólk víst ad sofa úr sér timburmennina. Og ég svona hress ad taka til og ryksuga fyrir hádegi. Gaman ad thessu.

SVo er thad bara heimsóknarbylgjan mikla í næstu viku, og MTV funk a mánudaginn. Já, ég er nefnilega búin ad skrá mig í danskúrs sem heitir MTV funk og sjálfsagt allir adrir tháttakendur langt undir løgaldri. Fyrir utan mig og Annemette, en mér tókst ad narra hana úti thetta med mér. Meira um thad seinna. Góda helgi!!!
P.S. Fjóla og Ásdís, mig dreymdi afskaplega skrýtinn draum um ykkur í nótt thar sem børn ykkar (sem bædi voru karlkyns) voru eigi stærri en rækjur og mátti bera thá í lófa sér, og voru their alltaf ad týnast, og sonur Fjólu skoladist nidur í badherbergisvaskinn, en vid fundum hann aftur í nidurfallinu, eftir mikinn grát og harmakvein. Ábendingin um ad leita í nidurfallinu kom frá módur minni sem var ekki mikid ad kippa sér upp vid barnsmissinn, ekki fremur en Fjóla hefdi glutrad eyrnalokk ofan í vaskinn. Og mega svo draumspakir menn ráda í thetta.

þriðjudagur, febrúar 10, 2004

Haha, eg vil bæta einu vid. Eg var alltaf svo hissa a hvad hin finu ortopædisku innlegg sem eg keypti dyrum domum i matas gognudu litid, mer fannst eiginlega verra ad ganga i strigaskonum minum og fordadist thad sem heitan eldinn. Juju, svo vard mer litid ofan i skona i morgun. Haldidi ekki ad hægra innleggid hafi verid i vinstri skonum og thad vinstra i theim hægri! Ja, hid ljosa har lætur ekki ad ser kveda...

Vorid er a næsta leyti, og eg er komin i gamla goda svarta jakkann minn. Væri nu alveg til i ad skipta honum ut, hann er ad verda halfthreyttur blessunin.

Um helgina var eg i vinnunni eins og alltaf (finnst mer ordid)og var svo hrikalega threytt almennt ad ad bædi var eg ad leka nidur medan eg matadi gamlingjana a grautnum, og bada dagana svaf eg svo i fjora klukkutima um daginn og svaf svo lika mikid um nottina. A sunnudeginum horfdi Ivan a Ghost of the Samurai, vissulega var eg likamlega til stadar en myndin for ad mestu leyti framhja mer, nadi tho ad sja med odru auganu ad Tom Cruise var farinn ad tala nokkud goda japonsku, eftir uthb tvær vikur i sambyli vid hina skaeygdu djøfla. Og veit eg svo ekki meir um tha godu mynd. Eg vaknadi samt nokkrum sinnum, fyrst thegar Ivan sagdi ad eg væri ad sofna, og svo i annad sinn thegar hann halfæpti af skrekk vid ad sja mig liggja med halfopin augun svo maradi i hvituna. Greyid helt natturulega ad eg væri buin ad gefa upp øndina, en eg hrokk upp af dasvefninum og tautadi eitthvad um ad "sådan ser jeg altid ud når jeg sover" og bylti mer svo slefandi yfir a hægri hlid skrokks mins. Ætli thad hafi ekki farid hrollur um manninn ad vita af slikum ofognudi vid hlid ser uthb adra hverja nott?

Reyndar kom upp mjog kritiskt augnablik i Højvangen 76 seint a sunnudagskvøldinu, thegar allir voru skridnir upp i rum og eina manneskjan a fotum var Matt, en hann var lettskakkur ad sysla vid tonlistina sina, og ekki beinlinis arvøkull i thvi astandi. Ju, svo kemur Jeppe heim, og vid heyrum ad hann er eitthvad ad vesenast frammi i eldhusi og svo kallar hann mjog hatt a Ivan, og ekki fyrr en hann kalladi i annad sinn ad Ivan nennti ad svara. Tha kom i ljos ad frystirinn stod i ljosum logum og thad tharf ekki ad spyrja ad thvi hvernig hefdi farid hefdi Jeppe ekki komid heim. Strakarnir sløkktu eldinn og baru frystinn ut a hlad, en eg la undir sæng og imyndadi mer fyrirsagnir Extrabladsins: " Ni døde i kollektivbrand" " Tragedie i Søborg" og så videre. En thetta for blessunarlega vel, til allrar hamingju. Mer er bara hætt ad litast a blikuna, mer finnst eg vera i obeinni lifshættu alla daga. Thad ma reyndar segja um allt annad folk, svo thad er kannski best ad slappa bara af. Svo er eg ordin svo hrædd vid arasir og innbrot, og er sifellt ad imynda mer alls kyns hroda i thvi samhengi. Las reyndar i Urban ad innbrotstilfellum fari fjølgandi, svo ekki er thetta helber imyndun.

Jaja, svo tharf eg ad fara ad utvega fleiri skjol og senda LIN. Thad er nu meira sem their eru pappirsgladir a theim bæ. Ætli eg nai ekki nidur skattstofu milli kennslustunda og gruppunnar minnar? Latum okkur sja...

fimmtudagur, febrúar 05, 2004

Thá er ég mætt á svædid aftur, skólinn byrjadur á ný og peningurinn ad klárast sýnist mér!! Thetta gat ekki varad endalaust en hinsvegar er ég ekki búin ad fá námslánin fyrir febrúar, sjálfsagt vegna thess ad LÌN hefur ekki fengid einkunnirnar mínar (thessar glæsilegu) í sínar járnklær. Sendi thær í dag. Var ad koma úr fyrsta tímanum í tekstlæsning, thad er sko uppáhaldsfagid mitt og Pernille uppáhaldskennarinn minn...og í dag er fyrsti torsdagsbarinn! vei. Hef miklar áhyggjur af thví hvernig ég á ad koma mér heim í kvøld, hjólid er nefnilega ad fara í eftirlit en thad væri hvort sem er ekki raunhæfur møguleiki, thad er ekkert hægt ad hjóla thegar madur hefur innbyrt 187 bjóra, sem er yfirleitt venjan í thessari syndabúllu. Hringdi í Martin í gær til ad kalla hann til leiks í kveld, og hann var eins og venjulega med allskyns dónalegar addróttanir og klámkenndan tón í røddinni. En thad verda engar gistingar heima hjá honum eins og hér í den, ónei. Ivan er nefnilega í fyrsta sæti hjá mér, og eiginlega ekki um neitt annad sæti ad ræda (hvad karlmenn vardar amk).

Ég er eitthvad svo lens á thessum sambýlingi mínum. Thegar ég kom ad skoda herbergid, lét hann eins og hann myndi helst ekki yrda á mig einu ordi og tæpast líta í áttina til mín, ef ég ætti ad búa tharna. En hann er síbladrandi og alltaf kominn inn á gólf til mín og var farinn ad segja mér frá hinum ýmsu kærustum og hálfkærustum sem hann væri slá sér upp med og svo eru thessar glydrur vadandi tharna um allt og skiljandi rakvélar eftir í sturtunni minni. Annars finnst mér thessi sturta ekkert vera thad prívat fyrir mig eins og hann vildi meina, hann er alltaf undir bununni. eda jæja. Ég er kannski ad nøldra sma núna, ha?

Finn fyrir thví nú thegar hvad ég tharf ad taka mig á í námi ef ég ætla ad verda súpertúlkur eins og ég lýsti yfir hér i den. "Mikils metinn túlkur á althjódavettvangi", eins og ég sagdi vid íslensku strákana sem vid Bíbí hittum á the Moose. Thad var nú meira kvøldid..."jájá, og thú bara ad fá thér ad rída á morgun...heppin!" bEst ad segja ekki meir.
En jú, ég byrja tha í thessu lingvistik fagi hjá Jens Nørgaard. thad verdur sjálfsagt spennó og afar nytsamlegt fyrir BA ritgerdina mína. Ég trúi thví tæpast ad ég sé ad fara ad skrifa BA ritgerd...svona er madur ordinn dannadur!!