blog... the modern person's cry for attention

þriðjudagur, mars 30, 2004

Heimfør nálgast!!! Jibbí!!

Er komin betydeligt oven på, eftir sálarkrísu mikla seinustu helgi sem tengdist BAritgerdinni margnefndu. Ég var heima hjá ìvan í miklu hyggeligheiti, og gódir gestir mættir, og allt í einu fannst ég mer bara søkkva nidur í tvílíkt angistarfen vid tilhugsunina um ritgerdina og endadi á thví ad vera grenjandi inni í herbergi mér sjálfri og Ivan til mikillar undrunar. Daginn eftir opnadi ég hjarta mitt fyrir Ditte, sem tók mig á ordinu og sýndi mér alls kyns snidugt dót og gódar adferdir til ad skrifa ritgerdir og hressti mig og huggadi á alla lund. Sídan hefur skapid einungis verid med betra laginu. Og nú er ég alveg ad fara heim til mømmu sem mun vonandi elda ofan í mig og vera gód og kærleiksrík módir. Hint, hint.

Djøfull fitnar madur a maganum af sukkuladi og bjór. Thví midur er ég mjøg veik fyrir bádum thessum matvørum og læt vist meira ofan í mig af theim en gódu hófi gegnir. Æi thad thýdir held ég ekkert ad spekúlera i thessu.ì fyrsta lagi sé ég ekki fram á ad vera á leidinni í einhvern brjálædislegan megrunarkúr fyrir thessa blessudu ferd okkar í maí og í ødru lagi gæti ég aldrei haldid mig vid slíkt leidindathvadur. í thridja lagi skiptir thetta engu andskotans máli og thví engin ástæda til ad vera ad skrifa um thetta.

sunnudagur, mars 28, 2004

Krísa. Meika ekki ad vera heima hjá mér, thad er svo innilega leidinlegt...meika ekki ad búa svona lengur. Hví eru húsnædismál ungs fólks í Kaupmannahøfn svo flókin, hví er ég lent í ad búa med theim sem ég bý med núna. Vona heitt og innilega ad ég komist inn á kollegi í sumar svo ég geti verid thar í fridi. Thetta er líka svo allt, allt of dýrt!! Án thess ad átta mig á tvi fleygdi ég mér sjálfviljug í kjaft húsnædishakarlanna, og má nú súpa seydid af thví...

Pantadi mér tíma í klippingu á midvikudaginn svo ég geti komid heim glæsileg útlits og thóst vera Pelle sigurvegari. Áttadi mig svo á ad allir i heiminum (thannigsed) geta lesid um ómagalífsháttinn og aumingjaskapinn á mér, svo látid ekki blekkjast...

föstudagur, mars 26, 2004

Nú er hin mikla tannholdsbólga horfin, en ansi óskemmtilegt og dularfullt eksem á baki mínu komid í stadinn. Thad er eins og lykkja eda vírus í laginu, rautt og klæjar. Ad læknisrádi hef ég fest kaup á áburdi sem á ad vinna bug á thessu, en audvitad gleymt honum heima (er núna heima hjá ìvan og fer heim í fyrsta lagi á morgun), og thad er sko allt, allt of kalt til ad vera ad fara út fyrir dyr.

Svo hef ég komist ad einu. Karlmenn fíla ekki bleikt, ef dæma má af reynslu minni og einnar vinkonu minnar. vinkonan spurdi nefnilega kærastann sinn eitthvad út í hvada føt honum fyndist flottust (úr hennar safni), hann hafdi náttúrulega ekkert serstakt svar vid thví, en thótti thó "bleika peysan" med thví verra. Og mín kæra vinkona sem thóttist ørugg um ad vera alger tútta, eins og hún komst ad ordi, í theirri peysu! Ég var nefnilega ad røfla um bleika skó sem ég hafdi séd og fýsti mjøg ad eignast, og Ivan sagdi thá ad thad mætti ég í gudanna bænum alveg láta vera,hann væri lítid hrifinn af bleiku, sérstaklega ef thad væri bleikara en bolurinn sem ég var í thann daginn. Sá bolur er ljósbleikur og mér fannst ég nefnilega vera alger tútta í honum! Og thad var ekki laust vid ad thad færi hrollur um kauda thegar ég sagdist eiga eina bleika hælaháa skó sem ég myndi fara ad ganga í thegar voradi meira. Hann lifir thá vonandi af ad sjá mig spranga um í bleiku bikiníi í sumar.
Jæja thetta eru nú svosem ekki merkilegar pælingar, en thad er ekki margt merkilegt í mínum haus thessa dagana. Helst ad ég er hálfnud med Hundshjarta eftir Búlgakov (veit ekki alveg hvad thessi bók heitir á íslensku, giska á thetta) og thad er nú meiri...skrípaleikurinn og hálfóhuggulegur lestur. Mæli thó med meistara búlgakov vid bókaorma. Og nú er bara komin helgi. Til allrar hamingju gerdi ég díl vid Ditte um ad vid myndum læra saman á morgun, annars myndi eitthvad lítid gerast í theim málum. Ég er alveg ad falla nidur í fen leti og leidinda...Fékk áfall í gær thegar ég heyrdi útundan mér ad madur thyrfti ad melda 1000 sídur sem lesnar til BAritgerdar. As if!! Svo kom nú í ljós ad thad var ekki alveg rett, thó ad allir vidstaddir fullyrtu ad "jo, du læser sikkert mere end 1000 sider til din bachelor". Andskotans.

þriðjudagur, mars 23, 2004

Hvad gerir madur thegar madur nennir ekki ad vera námsmadur...ég nenni ekki ad vera neitt, en afskaplega finnst mér ég vera threytt á thessu skólastússi. Nenni svo sem alveg ad mæta í tímana, en ekki ad læra heima, og ekki ad skrifa BAritgerdina. Helst af øllu langar mig í nokkura mánada frí. Ef einhver hefur góda uppástungu handa mér, vinsamlega komid henni á framfæri á bloggi thessu.

sunnudagur, mars 21, 2004

Jahérna hér. Er búin ad liggja í hálfgerdu kóma alla helgina eftir eitthvert mjøg lausungslegt djamm á føstudagskveldinu, gegn betri vitund vissulega, thar sem ég átti ad ad mæta í vinnu kl8 næsta morgun. Thad gekk thó vonum framar og mér fannst ég bara standa mig prýdilega thrátt fyrir timburmennina. Hitt er svo annad mál ad ég verd svo hrikalega threytt af svona útstáelsi ad ég kem engu í verk næstu tvo daga eda svo. Sem er ástædan fyrir thví ad ég ætla ad fara ad læra rétt strax. Spurdi Jeppe ádan hvad hann hefdi verid lengi ad skrifa BA ritgerdina sína, og hann sagdist hafa skrifad hana á 20 døgum. Thad er kannski engin astæda til ad ørvænta enn. Helsta ástædan til ad ørvænta er frekar sú ad tølvurnar úti í skóla eru enn óskrifandi á rússneska tungu, og thad gæti ordid nokkud erfitt ad skrifa ritgerd um rússneska málfrædi á svo fatladar velar. Tharf sennilega ad jagast adeins meira í thessum kellum tharna út frá.

Jájá. Og bara kominn 21.mars. Mjøg stutt í útborgun svo og heimferd. Ekki leidinlegt. Fékk ádan smá vonbrigdistilfinningu yfir ad fá aldrei nein meil, en áttadi mig svo á thví ad thad var í fyrsta lagi ekki alveg satt, og ad í ødru lagi skrifa ég aldrei nein meil sjálf (amk ekki ad fyrra bragdi) svo thad er ekki von ad póstkassinn sé tómur. SVona er nú margt skrýtid í kýrhausnum. Af munnmeininu er thad ad frétta ad thad fer batnandi. Ég bardist vid ad koma sushiinu nidur og opnadi munninn einungis vinstra megin, sem hefur eflaust litid mjøg sjarmerandi út. En sushiid var voda fínt og flott og ég var mjøg stolt af gullfuglinum, sem sat fúlskeggjadur vid hlid mér og reytti af sér brandarana vid matarbordid til heidurs utanadkomandi gestum, sem tøldu einn vid bordid. Jæja... málfrædin kallar...thvílík ørløg ad hafa áhuga á slíku...

laugardagur, mars 20, 2004

Ivan og Jeppe eru ad búa til sushi inni í eldhúsi! Namminamm...thad er nú meiri sælan ad eiga thennan himnaríkisengil og blessadan gullfugl fyrir kærasta. Ó hvad ég hlakka til ad smakka á thessu gotteríi...Svo er her Rittersport ad glenna sig framan í mig, en ætli thad sé ekki best ad bída med thad...

Daudi og pína! Eitthvert mein hefur gert vart vid sig í munnholi mínu og rædur thar algerum ríkjum. Óføgnudurinn hófst med venjulegu munnangri hægra megin á efri góm en throadist svo afar hratt yfir í bólgu í øllu hægra horni gómsins og verkjum vid sjálfan kjálkalidinn, og er nú svo komid ad thad er sársaukafullt ad opna munninn. Ég veit ekki hvur djøfullinn thetta er en grunar ad endajaxl sem thar hefur hreidrad um sig og hefur verid ad gægjast fram undanfarin eitt eda tvø ár eigi nokkurn thátt í meinsemdinni. ég held ég bídi adeins og sjái hvort ad thetta lagast af sjálfu sér, annars er víst ekki annad ad gera en ad heilsa upp á tannlækninn. Ansans vesen eins og Bønga systir myndi segja.

miðvikudagur, mars 17, 2004

Júbí, vorid komid í Danmørku og í gær kom Ívan med óhugnalega girnilega hugmynd, sem fólst í tví ad fara í viku frí á sólarstrønd í maí...Til thess ad thetta geti átt sér stad í mínu lífi thyrfti ég ad vinna heilmikid og vera alltaf ad læra næstu tvo mánudina, en thad er kannski ekkert svo vitlaust...ætla ad bræda thetta med mér. Ég hef nefnilega aldrei farid í sólarstrandafrí, og varla nokkru lagi líkt ad vera komin á thrítugsaldur án slikrar reynslu. En thá gæti ég heldur ekki keypt mér eins mikid af føtum og mig langar í. Ò, krísa og vesen.

föstudagur, mars 12, 2004

Já...tek hér upp thrádinn. Thad sem gerdist tharna var ad my old flame, hann Christopher Helweg Kløvendal kom spígsporandi inn á Hovedbibliotekid, rétt í thví sem ég stód og festi allar mínar innstu hugrenningar á rafrænt form. Ég hóadi í kauda og hann var smátíma ad thekkja mig, en med okkur urdu fagnadarfundir, hann er alltaf sama krúttid. Thennan mann elskadi ég heitt og innilega sumarid 2001 eftir ad vid høfdum verid ad kyssast inni í tjaldi á Hróarskeldu, medan grænmetisætan Einar lá inni í næsta tjaldi, en ég hafdi verid ad slá mér upp med honum nokkru ádur heima á Fróni og ætludum vid ad hittast á Hróa og halda thar dadrinu áfram. Thegar hann loksins mætti á svædid var Christopher búinn ad ræna hjarta mínu og ég yrti varla á Einar alla hátídina, thar til ad vinur hans tók mig á eintal og spurdi hverju thessu sætti. Jæja, svona getur thetta farid stundum. En mikid agalega var ég skotin í Christopher, thad var engu lagi líkt. Det var tider.

Allt virdist vera ad jafna sig med thetta blessada námsvesen mitt, ég búin ad taka thá ákvørdun ad hætta í Litteratur 2 sem var ad sliga mig og drepa og ekki nokkur leid ad eg hefdi nokkurn tímann getad druslast í gegnum thad fag med æruna í heilu lagi. Svo tek ég thad bara rólega og dútla mer med tilvalg úti a Handelshøjskolen næstu tvø árin og vinn nóg til ad geta keypt mér 10 skópør á mánudi. Thess má geta ad til ad hressa mig eftir svekkelsi midvikudagsins fór ég rakleidis í Bianco sko og festi thar kaup á ljósum rúskinnsstígvélum í nýjustu tísku og svo mínípils í H&M. Og var thar med komin í gott skap á ný. Og ekki spillti hinn óvænti hittingur med hinum gamla ástmanni mínum fyrir.

Rúskinnstígvelin atarna eru thó ordin dulitid blettótt eftir gærdaginn, en vid Anne tókum fimmtudagsbarinn med trompi og gerdist ég svo fræg ad gista sófann inni í barnum í nokkra klukkutíma og reis upp frá daudum klukkan sex um morguninn. Var mér nokkud brugdid vid thá sjon sem mætti mér, samnemendur mínir ofurølvi ad háma í sig pizzur og shawarma og thamba bjór í morgunrodanum sem gægdist inn um gluggann. Ég var alveg lens og vafradi nokkra hringi um gólfid og hrøkkladist svo heim á leid, og kom vid í 7 - 11 á leidinni til ad kaupa mér kakómjólk. Bak vid afgreidslubordid stód ungur madur af pakistønskum uppruna og spurdi hann mig med glotti hvers vegna ég væri med hakakross á kinninni. thá høfdu fyllibytturnar audvitad krotad á mig while I was sleeping.

Jæjajá. En núna er ég heima hjá Ivan og kjøtgrýtan mallar á hlódunum, og svo ætlum vid ad horfa á tvær hryllingsmyndir í rød. Thad verdur eflaust sofid vært næstu nætur eftir thad gaman, en ég stakk svosem sjálf upp a thessu, svo ég get tæpast kvartad.

miðvikudagur, mars 10, 2004

Helvitis SU. Ì dag fékk ég thau sorglegu tídindi af vørum frekar thurrkuntulegrar dømu, ad ég og mínir likar thyrftum ad hafa unnid amk 18 tíma á viku í tvø ár SAMFLEYTT til ad fá SU-styrkinn. Vid thau ord féll mér allur ketill i eld, og muldradi ég "det var noget mærkeligt noget" og hrøkkladist út úr skrifstofu hinnar ógurlegu dømu. Thad thýdir thad ad ég tharf ad vinna í tvø ár...en ekki eina ønn eins og ég hafdi hugsad mer. Andskotans helvítis. Hinsvegar er audvitad hægt ad halda afram í háskólanum, svo mannúdlegt er systemid ad madur rædur sinu námi mjøg mikid sjálfur. Ég tharf ad hugsa málid. Sem thydir yfirleitt já á Annísku. Ég get kannski bara tekid einn eda tvo kúrsa á ári, thá

mánudagur, mars 08, 2004

Sælinú. alltaf jafn kalt í Danmørku, hinsvegar sú nýbreytni komin til skjalanna ad Billy hillan umrædda er komin á lappir sínar eftir mikla víkingafør í IKEA og annad eins ævintýri vid ad setja hana saman. thetta gekk thó allt frekar vel, neyddist thó til ad taka leigubil med hana heim, thar sem hillutudran reyndist vega um thad bil hálft tonn og mín sá fram á ævilanga hryggskekkju eda krypplingsdóm ef ég hefdi farid ad burdast med thetta lengra en út á bílastædi. Smá vesen kom upp thegar ég var ad setja hana saman, en ég labbadi thá bara út í næstu verkfærabúd og keypti tøng og skrúfjárn og er nú vel sett hvad vardar verkfæri, og hillan stendur flott og fín á raudri teppisdulu sem einnig er keypt í hinni gódu búd I... Stráksi, eins og ég kýs ad kalla sambýling minn, var thennan dag med nýja gellu í heimsókn, hún virtist reyndar vera besta skinn, en alger barbídúkka. Hann er svosem óttalegur Ken. Hún gisti og var langt fram á næsta dag og glumdu hlátraskøll hennar um alla íbúdina, og kvaddi hún svo med virktum næsta dag og hefur ekki sést til hennar sídan. Ég veit ekki hvurslags lifi thessi madur lifir eiginlega. Stráksi hefur varla sést undanfarid, hann rétt rekur sitt sólbrúna nef inn um dyrnar og er svo horfinn á ný.

Annars gerist lítid í lífi mínu, mér finnst ég vera ad sligast undan námsalagi, og lýsir thad sér mikid í almennri leti.

fimmtudagur, mars 04, 2004

nei hurru. thetta hvarf víst ekkert. Djók.

Sko!! Nú var ég ad skrifa fullt af pælingum en thær hurfu bara...nenni ekkert ad endurtaka thessa vitleysu um Billy hillur úr IKEA

Thegar ég les bloggid hennar tinnu vinkonu, tinnuli.blogspot.com, thá virdist líf hennar vera svo miklu miklu meira spennandi en mitt!!...Í augnablikinu felst líf mitt adallega í thví ad læra, lesa og læra meira og lesa enn meira og thess háttar skemmtunum. Á morgun stendur sú nýbreytni til ad skella sér í IKeA eftir skólann og kaupa thar eins og eina litla Billy hillu, sem skrædur mínar munu standa í og vera thar til meira gagns og gamans en ofan í pappakøssum. Hitt er svo annad og meira mál, hvad ég á ad gera vid thá 30000 geisladiska sem flæda yfir alla mína kytru. Ég nefnilega fæ ekki séd ad IKEA búi yfir theirri mublu sem mig langar í, sem væri eitthvad fremur lágt og breitt. Eins og ég sagdi vid módur mina ádan í afskaplega løngu simasamtali (hún hlýtur nú ad fara á hausinn á endanum, med thessi endalausu símtøl í útlenska farsíma), thá er svo mikid af háum línum inni í herberginu og ég kæri mig ekki um meira af slíku. Enda er ég sjálf kennd vid stuttar og bogadregnar línur, ef svo má segja, og væri nærri lagi ad hinn risavaxni skápur inni í herbergi mínu reyndi ad gera sig adeins minni og bogadregnari. Og hananú!!