blog... the modern person's cry for attention

sunnudagur, nóvember 30, 2003

Eg vil gjarnan leidretta sjalfa mig. I gaer var ekkert HEITT vatn i kronunum, og thad er ekki komid enntha.

Eg hef eignast nyjan herbergisfelaga. Hann/hun er svosem ekki alveg nyflutt inn, eg var reyndar farin ad efast um tilvist hennar (best ad hafa thad hana) a timabili, og helt ad hun vaeri flutt aftur ut, en i nott sannfaerdist eg sko aldeilis um annad. Hinn nyji herbergisfelagi heitir fru mus, og hun vakti mig i nott med litla fotatakinu sinu, thar sem hun aeddi fram og aftur yfir tregolfid, fram og aftur, undir skapinn og aftur undan honum. Hverslags laeti eru thetta eiginlega?? Fyrst la eg hreyfingarlaus og hlustadi a litlu faeturna fjora tifa ott og titt yfir golfid, og af og til heyrdist svona "guuuuiii" musahljod. En svo um leid og eg hreyfdi mig, skaust dyrid i skjol og baerdi ekki a ser. Svo eg veit ekki hvernig i fjandanum eg a ad koma hondum yfir hana.
andreas keypti musagildru handa mer medan eg la i flensunni, en musin hefur sjalfsagt hlegid haednislega ad okkur i skjoli musarholunnar, thvi ekki gekk hun i gildruna. Vid vorum ad paela i thvi a timabili hvort musin vaeri kannski gydingur, og vildi thess vegna ekki spaegipylsuna sem var i gildrunni. Eg verd tha bara ad profa med ostbita. Greyid gerir mer svo sem ekkert, en thad getur bara verid erfitt ad sofna thegar litid kvikindi hleypur fram og aftur yfir golfid, hvad tha ef thad vekur mann a nottunni. Hun skridur amk ekki upp i rumid mitt. Jaeja. En frekar mus en kakkalakka og rottur, thad segi eg satt.

laugardagur, nóvember 29, 2003

Ekki leidinlegt ad vera med tvo ulnlidi, seisei nei. Vissulega er annar theirra orlitid graenleitur og halfstifur, en ulnlidur er thad samt, ad ollu leiti betri en omurlegur, klistradur, grjothardur gifsklumpur sem tharf ad pakka inn i plastpoka i hvert sinn sem a ad fara i sturtu.

Eg sem hafdi annars hlakkad til ad fara i fyrstu plastpokalausu sturtuna og aetladi ad gera serstaklega mikid ur henni med djupnaeringu og leggjarakstri vard fyrir miklum vonbrigdum i morgun. Thad var nefnilega ekkert kalt vatn. Thad var og. Vonandi verdur thad komid seinna i dag. Eg aetla ut a safn. Eg er nefnilega ad hugsa um ad hefja thridja fasa dvalar minnar i Moskvu nuna. Fyrsti fasinn var thunglyndi, annar var fylleri med orlagarikum afleidingum, og svo var sma millitimabil sem maetti kalla flensu og eftirkost hennar. Eg er ad hugsa um ad thridji fasinn verdi menningarfasi, en enginn veit sina aevi fyrr en oll er. Eda sinn fasa fyrr en lidinn er. Svo thad er vist best ad drifa sig. Annars vil eg koma thvi ad ad a fimmtudaginn var var eg ein inni i herbergi ad dunda mer ALLAN DAGINN, eftir skola audvitad. Slikt hefur ekki gerst (af fusum og frjalsum vilja minum) sidan eg var barn og lek mer med kubba og brudur. Hvad er ad gerast, spyr eg og klora mer i Timotei angandi hofdi minu.

fimmtudagur, nóvember 27, 2003

Kalt og blautt og omurlegt. Thrju ord sem lysa Moskvu thessa dagana vel. En.....a morgun verdur hid illa lyktandi gifs tekid af mer, jess!! Eg segji illa lyktandi af tvi ad thad er tafyla af thvi.

þriðjudagur, nóvember 25, 2003

Tha er eg loksins stadin upp ur flensunni sem hefur haldid mer rumfastri undanfarna thrja daga, og hef eg tha thrja daga ymist sofid, glapt ut i loftid eda horft a dvd; en allan timann hef eg svitnad, hostad og fundid fyrir verkjum i beinagrind minni og hofudkupu.

Thess vegna er sko ekki margt ahugavert sem eg get sagt fra. Ju... i nott dreymdi mig ad eg saeti i rutu fyrir utan S.A.T.S (likamsraektarstodin min i danmorku) og var med aefingafotin min og alles med mer i tosku, og var ad hugsa um hvada thjaningafullu aefingar eg aetladi mer nu ad leggja a likama minn (til thessa hugsadi eg med unadi), thegar eg attadi mig a ad eg var hreinlega ekki med kortid mitt med mer. O og ae.

Annars ma geta thess ad hinn mikli eldsvodi, sem nu hefur lagt 36 manns ad velli, atti ser stad i kollegii tvaer metrostodvar fra mer, i mjog slaemu hverfi, og i thessu kollegii bjo vist heilmikid af dopsolum og vaendiskonum. Hverskonar kollegi thad er, veit eg ekki, en thar bjuggu sjalfsagt lika namsmenn, eda thad aetla eg ad vona.

fimmtudagur, nóvember 20, 2003

Var ad koma ur bio, forum ad sja Noa albinoa. Thad thotti mer einstaklega anaegjulegt...Aei thad var eitthvad svo huggulegt og angurvaert yfir thessu litla islenska sjavarthorpi, og allt svo innilega islenskt. Ekki var verrra ad annar hver leikari var kunnuglegur ad sja, t.d. var gamla konan med mer i russnesku i Namsflokkunum, og svo audvitad Gerard og Tommi Lemarquis, hid mikla god mitt og Fjolu her fyrir... 7 arum sidan. Ja herna, er svona langt sidan ad vid vorum 16. A eg ad trua thessu.

O nu er eg alveg i islandsflippi...eins og mig langar nu ekki til ad bua a Islandi, tha sakna eg skersins bara ansi mikid. Dreymir um malt og appelsin, laufabraud og hangikjot. En thad er svo sem aldrei ad vita hvad verdur bodid upp a i sendiradinu?

Ja herna. Hrikalega er vond svitalykt af straknum vid hlidina a mer. O, ekki er vert ad baeta thvi ofan a afengislyktina ut ur mer. Af einhverjum astaedum for eg nefnilega a Boar House med Valera og Andreas i gaer, i stadinn fyrir ad slappa af heima hja mer. Thar var olid kneyfad eins og um vaeri ad raeda seinustu bjorbirgdirnar i gervollu Russlandi, og svo thegar stadurinn tok ad fyllast af mellum og omurlegum kollum ad eltast vid thaer, snerum vid aftur a kollegiid med bjor i poka.Eg hefdi nu bara att ad leyfa strakunum ad fara einum a pobbinn, thvi ekki komst eg i skolann i dag. Svo skildu their mig bara eftir sofandi i sofanum a annarri haed, og ef Alisa hefdi ekki vakid mig klukkan halffimm i nott, hefdi eg sjalfsagt vaknad thar i morgun. Og thetta eiga ad heita vinir manns. Jasvei.

I kvold er Islandskvold mikid, aetla eg ad elda fiskisupu ur hinum islenska fiski, sem eg tel vera urrida, og svo forum vid ad sja Noa Albinoa i kvold. Mikid hlakka eg til. Og eitt enn, mer er bodid til mottoku i islenska sendiradinu thann fyrsta desember. Kul eda hvad? Hvad heitir fullveldisdagur a ensku??

miðvikudagur, nóvember 19, 2003

Thad er alltaf ahugavert og afdrifarikt ad fara a Ballantines. I thetta sinn slapp eg tho med skramur a enni.

For semsagt i gaer a jamsid med anne og Nonnu.Byrjudum a thvi ad fara a Propaganda, en thar var ekki nokkur lifandi sala, svo ad segja. Anne var alltaf ad atast i plotusnudnum og var thessvegna hotad uthendingu, eins og plotusnudurinn se einhver heilog vera. Allavegana. Forum svo a Ballantines og drogum med okkur Itali og Kanadamenn sem vid hittum a leidinni ut af Propaganda. Einn kanadagaurinn var af islenskum aettum og var hann sifellt ad bjoda mer i glas og var hinn smedjulegasti. A ballantines var lif og fjor og stigum vid thar trylltan dans vid unglingsstraka, og vorum vinsaelar mjog. {Dyravordurinn sem neitadi ad hringja a sjukrabil thegar eg sneri a mer hendina sagdist muna eftir mer og var mjog gladur ad sja mig, og sagdist elska mig!! svo endurtok hann somu ordin i hvert sinn sem hann sa mig, sem var nokkud oft: Krasivaja djevushka iz Islandii, krasivaja djevusjka...( fallega stelpa fra Islandi, fallega stelpa).Thvilik vitleysa.
Svo aetludum vid ad fa okkur hinn klassiska hammara a macdonalds vid rauda torgid (thvilikt sidleysi ad opna macdonalds vid rauda torgid) en thar var lokad. Og allt i einu komu tveir ungir menn i logreglubuningi og heimtudu ad sja skilriki.Vid vorum audvitad ekki med neitt a okkkur, og var okkur hotad fangelsisvist og utlegd fra Russlandi naestu fimm arin og eg veit ekki hvad og hvad. Sa laegri af theim var meira ad segja farinn ad veifa handjarnum og gripa thettingsfast i Anne "thessi stelpa er greinilega drukkin. Thad er ologlegt ad vera drukkinn a almannafaeri!" Ef thad stenst, get eg ekki annad sed en russneska logreglan eigi mjog stort verkefni fyrir hondum.
Anne svaradi audvitad med alls kyns donaskap, sem aesti kauda enn frekar. Hann var farinn ad tala um fjogurra ara fangelsisvist og fleira oskemmtilegt, en a endanum tokst mer ad komast ad samkomulagi vid tha. For a thann veginn ad eg henti i tha 300 rublum og bad tha vel ad njota, og sagdi til ad skamma tha adeins ad eg vissi vel af hverju their hefdu stoppad okkur, bara til ad hafa af okkur pening. Sem er audvitad kjarni malsins, og mer finnst thetta bara alger osvifni og donaskapur. Vid sluppum vel, og get eg sagt med godri samvisku ad thad se mer ad thakka, thar sem eg helt ro minni og taladi tha til og komst ad samkomulagi vid tha. En thetta er gifurlega stort vandamal her i Russlandi, ad logreglan er ekki logregla fyrir fimm aura, heldur glaepastarfsemi og ekkert annad. Jaeja. Tha er madur theirri reynslunni rikari. Djofulsins favitar.

sunnudagur, nóvember 16, 2003

Fjola... eg vildi bara segja ther ad audvitad mun eg aldrei gleyma Bjorveigu og Snodveigu.

Vildi bara koma tvi a framfaeri ad eg er her med aftur komin i msn samband, svo ad thad er aftur haegt ad spjalla vid mig a msn... ef einhver hefur ahuga a thvi, sniff, sniff.

Bara afsloppun thessa helgina. Thad hafa verid ansi margir ljosir punktar, t.d. fiskat i gaer. Hef ekki bordad fisk i tvo og halfan manud, ekki veit eg af hverju, thar sem fiskur er nu ekki dyr faeda her i landi. Keyptum tvo litla ferska fiska og tvo stykki af frosnum raudum fiski, sem eg tel vera karfa. Fiskurinn atarna var veiddur vid Islandsstrendur, og konan sem eg keypti fiskinn af, thotti afar skemmtilegt ad heyra ad eg vaeri fra hinum somu strondum, og stakk hun tvi upp a ad eg vaeri lika hofd til solu.

Mig dreymdi i nott ad eg hefdi fengid jolagjafapakkann fra fjolskyldunni minni, og hofdu thau tha slegid saman i eitt saengurfatasett. Mikid var eg svekkt i draumnum, og fegin thegar eg vaknadi og attadi mig a ad thettta var bara draumur. Eg vil her med minna fjolskylduna mina ad thad ma ekki vera seinna en i thessari viku sem byrjar i dag/morgun, ad senda pakkann. En an saengurfata tho. Madur veit aldrei hverju russneska posthjonustan tekur upp a. Svo fer eg heim thann thridja januar, svo thad er takmarkadur timi sem pakkinn hefur til ad na fram, eins og Ingibjorg myndi segja. eg segi thad bara lika, enda er eg ordin svo mikill Dani.

I gaer for eg og keypti jolagjafir handa fjolskyldunni minni. Thad var gaman. Lyk vid thad verkefni her a eftir, og sendi pakkana a morgun. Thad verdur sjalfsagt mjog dramatiskt ferli, eins og allt sem vidkemur pappirum og posthjonustu her i landi. Kaera fjolskylda, ekki vera hissa a thvi ad gjafirnar verda oinnpakkadar. Eg aetla nefnilega ekkert ad vera ad eyda tima i ad pakka theim inn, thar sem thaer verda rifnar upp fyrir framan nefid a mer a posthusinu. Thad er nefnilega mjog mikilvaegt ad russnesk stjornvold viti hvad islenskir namsmenn eru ad senda til sinna nanustu.

Horfdi a Gangs of New York i gaer. segi bara eins og vid Fjola sogdum um Rob Roy fordum; long,leidinleg, full af klami og ofbeldi. Eg er svo aldeilis lens.

föstudagur, nóvember 14, 2003

Kuldinn kominn aftur. Var alveg ad sofna i bokmenntatimanum i dag, thetta var seinasti timinn okkar med ljodakonunni, og er eiginlega halffegin ad vera laus vid hana, tho hun hafi kannski ekki verid alslaem, greyid. En a manudaginn byrjum vid a Gogol, jess!!

Er alveg ad leka ur threytu thessa dagana... og hinir krakkarnir lika reyndar. Svo er eg lika eitthvad svo eirdarlaus.

Santekhnikinn eda pipulagninga/vidgerdamadurinn kom i gaer, loksins. Hann stoppadi stutt vid, eins og alltaf, og skildi hefdinni samkvaemt eftir sig megnan fnyk svita, afengis og tobaks. Enda held eg ekki ad thad renni nokkurn tima af theim manni. Mer finnst nu kranarnir litid hafa lagast, en sturtunidurfallid virtist vera komid i lag, sem er mjog gott. Madur atti ordid a haettu ad drukkna i sturtunni.

Nu er manudur eftir af kennslunni, frabaert. Og fostudagur i dag, enn betra. Finn nokkud fyrir skolaleida, eda ekki kannski beinlinis skolaleida i sjalfu ser, bara leti. Er ordin mjog threytt a ad tala og hugsa um thad, en tilhugsunin um heimsokn Elenu Vladimirovnu dregur ur mer allan matt. Thad var nu meira banahoggid. Jaeja, best ad segja ekki meir um thad. Eda bara segja ekki meir yfirleitt, er vpda ofrumleg thessa dagana.

miðvikudagur, nóvember 12, 2003

Mikil kulturheit thessa dagana. A sunnudaginn for eg i labbitur med Kotju og Nonnu og lobbudum vid okkur nidur i NOvodevichikirkjugardinn, sem er voda stor og finn kirkjugardur, thar sem fullt af fraegu folki er grafid. Thar ma nefna t.d. Majakovski, konuna hans Stalins og svo er Tjekhov tharna lika, en vid fundum hann ekki. Svo forum vid inn i Novodevichiklausturgardinn, en i thvi klaustri voru hefdarfrur og eiginkonur keisaranna lokadar inni, thegar thurfti ad skipta theim ut eda losna vid thaer af einhverjum astaedum. Klaustrid og klausturgardurinn var voda fint, bara svona hvitar og raudar byggingar med gylltum lauklaga turnum efst. Svo forum vid inn i kirkjuna og thar var gudsthjonusta i gangi. Dudadar gamlar konur og dudad folk a olllum aldri ad signa sig og beygja fram og aftur i miklum mod. En thetta var mjog ahrifamikid, mjog fallegur songur og serstok stemning tharna inni, eins og ad fara aftur i timann. Prestarnir voru samt pinu fyndnir, af thvi ad their voru taepast yfir thritugt, med sitt har og skegg eins og hinir verstu daudarokkarar. Svo voru their bara smaflissandi yfir bibliunni og eg veit ekki hvad og hvad.

I gaer for eg svo a djasstonleika med Annemette, allt i einu meikadi eg ekki ad huka lengur a thessu kollegii. Tonleikarnir voru svosem agaetir framan af, en svo breyttust their i einkaflipp hljomsveitarinnar, sem virtist vera samansett af afskaplega sjalfsanaegdu og montnu folki. Adur en tonleikarnir hofust, gekk adalgaurinn um i gulum jakkafotum og heilsadi svona 50 % vidstaddra "Oh hi! Great to see you!" hann var nefnilega yankee. En svo vissi hann oft ekkert hverjum hann var ad heilsa, thad var afar greinilegt. Afskaplega athyglissjukt og sjalfsanaegt eintak ameriskra karlmanna. A tonleikunum redist svo ad mer skollottur madur og kvadst vera viss um ad vid hefdum hist adur. Ekki taldi eg svo vera, en hann sagdist heita Bruno, og var hann franskur leikari, skald og eitthvad eitt enn. Thad kom svo i ljos ad hann a lika heima herna i haskolanum, og vildi hann endilega heimsaekja mig einhvern daginn, og sagdist hann hafa tekid eftir mer a gongum haskolans. eg reyndi nu bara ad spila thad kul en gaf kauda numerid mitt, hef tho frekar litinn ahuga ad raeda ljodlist og heimspeki yfir kaffibolla, eda hvad thad er sem hann hefur hugsad ser. En hann hringir sjalfsagt aldrei, og thad er lika bara fint.

Jaeja. I dag lagdi eg svo leid mina a Sadovaja gotu numer 10, og aetladi mer ad komast upp i ibud nr 50.Thar bjo hinn mikli rithofundur Bulgakov nefnilega, eins og vel lesid folk veit. En inngangurinn var lok, lok og laes og allt i stali, og hekk a hurdinni snepill fra einhverju menningar vardveislunefnd, um ad thad vaeri enginn grundvollur fyrir ad opna safn i ibud Bulgakovs. Eg helt nefnilega ad thar vaeri safn. Oh well. En thad var samt gaman ad sja gotuna, og ekki laust vid ad eg fyndi fyrir vaengjathyt sogunnar...eda thannig. Thar sem ad atburdinir i Meistaranum og Margaritu gerdust aldrei i raun og veru, er vist taepast haegt ad tala um vaengjathyt sogunnar. en mikid fannst mer to til thess koma. I kvold fer eg svo ad sja Hamlet med Amberly og koreskri vinkonu hennar, sem eg get aldrei munad hvad heitir.

mánudagur, nóvember 10, 2003

Jaeja. Eitthvad er thetta nu farid ad ganga betur, eftir gifurlegar thjaningar. For tho ekki i skolann i dag, vegna svefnordugleika og ogledi og almennrar lidanar sem t.b.k. Ja, eg veit, eg er orugglega farin ad beygja oll erfid ord svo kolvitlaust ad thad er skomm ad thvi, og ekki a thad truandi ad eg hafi nokkurn tima fengid tiu i islensku. HInsvegar ma svo benda a ad eg fell lika einu sinni i islensku, en thad var af thvi ad eg var alltaf ad skropa og sofa i timum.

Get nu ordid skrifad med badum a tolvu og med haegri a blad. Verd bara svo rosalega threytt af thvi, ad eg get ekki setid vid heimalaerdominn mjog lengi. Sem er ekki leidinlegt. Eg aetla mer a.m.k. ekki ad skrifa thetta bolvada referat heldur segja ad eg verdi ad hvila hendina a mer. Alltaf haegt ad taka daemid munnlega. Thetta eru nu einu sinni talmalstimar, ekki skrif...aefingatimar.

föstudagur, nóvember 07, 2003

thad hlaut ad koma ad thvi. Heppnin er taepast endalaust med manni, amk yfirgaf hun mig eitt augnablik inni a Ballantines i gaer, med theim afleidingum ad eg datt og sneri a mer haegri ulnlidinn. Sem er nu i gifsi. Tja.

fimmtudagur, nóvember 06, 2003

Oj eg er i svo pirrandi vondu skapi. Stundum er eins og eg se bara ordin unglingur a ny, kannski allt i lagi thegar eg vakna, en svo um leid og eg er komin inn i haskolann og er ad reyna ad troda mer framhja fimm milljonum bolugrafinna Russa, tha er eins og thad vakni einhver demon i mer og eg er i vondu skapi thad sem eftir er dagsins, eda skoladagsins a.m.k. Og otrulega get eg verid leidinleg vid bekkjarfelaga mina a slikum dogum. eg veit ekki alveg hvad veldur thessu, thad tharf ekki neitt til, bara ad einhver trodi ser framhja mer i rod eda ad eg fai ryk a kapuna mina eda einhver alika smaatridi, tha snyst skap mitt fra fremur hlutlausu nidur i myrkasta svartnaetti. Mer finnst thetta frekar pirrandi daemi. Og thetta hlytur ad vera afskaplega oskemmtilegt fyrir adra, eg heyri alveg hvernig eg hreyti ut ur mer eitrudum athugasemdum eins og furia, en eg raed ekki vid thetta. Thad er a.m.k. frekar erfitt. Kannski lagast thetta thegar eg kem aftur til Danmerkur... sjaum til.

Keypti mida til St.Petursborgar i gaer. Thad var alger skyndiakvordun, var ad smsast vid Lenu og sagdi ad mig langadi ad koma i heimsokn bradlega, og tha sagdi hun ad hun aetti VIP mida a eitthvad svaka eksklusivt daemi, meira thurfti ekki til ad sannfaera mig. Svo eg legg af stad i naestu viku. Hlakka til ad hitta Lenu og Dinu, Dima, Lolu og alla hina... Sennilega agaett lika ad komast adeins burt fra minum annars agaetu bekkjarfelogum. Madur faer natturulega leid hvort a odru...hvor a odrum? thegar madur er alltaf saman. Nu eru Andreas og Trine ordin kaerustupar. Ekki laust vid ad eg finni fyrir sma afbrydisemi...nu hefur hann aldrei tima til ad tala vid mig, heldur er alltaf i heimsokn inni i herbergi 337, og madur thorir varla ad banka upp a hja honum. Aetli hann hafi ordid afbrydisamur thegar eg kynntist Ivani, eda er thad kannski bara eg sem er svona salfraedilega brenglud??

Allt i einu er eitthvad svo mikid ad gera i skolanum. Eg er alveg lens, hreinlega. BAra hellingur af verkefnum og lesefni. Hvad gengur a?? En thad er kannski bara gott, tha getur madur ekki djammad ur ser heilann og lifrina a medan, eins og er freistandi ad gera i thessu landi. Valera a afmaeli i dag. Hann er 31 ars. Hann er vissulega elsti russneski namsmadurinn sem eg hef kynnst. I Russlandi byrjar folk nefnilega i haskola thegar thad er er enn i mutum, eda rett nybyrjad ad fara a tur.

þriðjudagur, nóvember 04, 2003

er bara buin ad vera sofandi i dag, eftir ad eg slapp ur skolanum. Pankov malfraedikennari verdur klurari og klurari med hverjum deginum sem lidur. Eg veit ekki hversu vidurkvaemilegt thetta tal um mjuka bletti a konum og alika umraeduefni er. Svo er hann lika svo skotinn i Karin, alltaf eitthvad ad kommenta a thad.

Nu er laegd ad ganga yfir. Thad hefur valdid thvi ad eg hef nakvaemlega enga auka orku, og er yfirleitt sofandi eda nalaegt tvi astandi. Vonandi lykur thessari vitleysu bratt, og bid eg thvi um ad fari bratt ad snjoa svo allt geti ordid hvitt og fallegt og vid farid a skauta i Gorki Park.
Annars keypti eg disk i gaer, nyja diskinn hans Ludacris. Mikid vard eg fyrir miklum vonbrigdum. Ludacris hefur alltaf verid svo snidugur thegar hann hefur verid ad rappa med Missy Elliott, svo eg ol i brjosti mer von um ad hann vaeri ekki faviti eins og flestallir karlkyns rapparar. a.m.k. ma draga tha alyktun af textunum theirra ad their seu favitar. Thvi aetla eg ad fara nidur a markadinn thar sem eg keypti hann og skipta honum. Madurinn sem seldi mer hann sagdi ad thad vaeri viku skilafrestur og svo snerti hann minn kapuklaedda handlegg og horfdi brosandi i augun a mer. Svo eg reikna med ad hann verdi fus til ad skipta disknum fyrir mig. Svo held eg ad eg aetli ad haetta ad kaupa diska med karlkyns roppurum sem eg veit ekki med vissu hvernig eru. Er buin ad brenna mig a thvi nokkrum sinnum. Eg var svo ful ut i Jay-Z diskinn ad eg henti honum, til ad vera laus vid ad horfa a hans ljota fes.

mánudagur, nóvember 03, 2003

Um helgina rakadi eg faeturna mina i fyrsta sinn i tvo manudi. Var nefnilega buin ad taka tha afstodu, ad thar sem nu vaeri ad koma vetur og thad vaeri enginn ad fara snerta mina stuttu faetur nema eg sjalf, tha vaeri engin astaeda til ad vera ad raka stubbana. En mer fannst eiginlega olikt vidkunnalegra ad vera med slettar harlausar lappir (thetta hljomar nu half gerpislega) en ad vera med lodnar lappir. Thad er best ad segja ekki meir.

laugardagur, nóvember 01, 2003

VAr ad koma af powershopping tur daudans!! Eda a.m.k. mesta powershopping sem eg hef lent i lengi, enda verdur arsins 2003 minnst sem ars blankheita. Eg fae enntha onotatilfinningu i magann af thvi ad hugsa um hvad eg var fataek i vor og sumar. Thad var nu alveg ...tok bara ut yfir allan thjofabalk. En thad er lidin tid.

Thetta er semsagt mikil rolegheitahelgi, eftir sukk og sull seinustu viku. En vissulega er laugardagurinn ekki lidinn enn, svo thad er kannski full varasamt ad vera ad koma med svona yfirlysingar.

Vid Annemette erum bunar ad thraeda hverja einustu bud i mOskvuborg, eda nalaegt thvi, og upp ur theim gongum hef eg haft einn bol, harspennur, ilmkerti og ordabok. Vissulega ekki mikid, en naudsynlegt, og mikid ogurlega var nu gaman ad fara i budarrap eftir ovenju langt hle fra slikum aktivitetum. Thad er eitthvad spes stelpu vid ad rafa bud ur bud, thukla og threifa, smakka og lykta (thegar thad vid a). Thad eina sem er pirrandi vid budarrap i Russlandi, eda thad eina, thad er nu ansi margt reyndar, en t.d. ad fot eru oft faranlega dyr, midad vid gaedi og utlit. SVo thad er litil haetta a thvi ad madur sjoppi yfir sig, nema madur eigi meiri pening en eg a nokkurn tima eftir ad eiga i lifi minu...samanlagt. Svo er alltaf allt of margt starfsfolk i hverri bud, og thad er sjaldan sem madur faer ad profa og skoda snyrtivorur i fridi. I einni budinni redist m.a.s. ungur velgreiddur madur ad mer og syndi mer nyjustu Juicy Tubes glossin fra Lancome og baud mer ad profa, og stod hann svo og fylgdist afar ahugasamur med hverri hreyfingu minni. Eg bara tholi ekki thegar folk er ad horfa a mig mala mig, svo eg for tomhent ut ur budinni. Voruverdid var hvort sem er hvergi ad sja, og slikt er alltaf mjog varhugavert. "Eg aetla ad fa thetta gloss" "Ein og half milljon, takk fyrir"

Annars horfdi eg a loggu/gangstera myndina TRaining Day i gaer. Ekki vissi eg ad Ethan Hawke og Oskar brodir minn vaeru svona rosalega likir. Alveg var eg lens. Thad var bara eins madur vaeri ad horfa a Oskar reykja krakk, keyra um i bil in the hood, lenda i slagsmalum vid latinohrotta og svo berja svertingja til obota milli thess sem hann veifadi byssu af miklum mod. Held reyndar ad Oskar eigi ekki svona hegdun til lengur, tho hann hafi verid til alls vis her i den. En eg skulda honum pening svo thad er kannski agaett ad vera ekkert ad tja sig um hann her.

Mikid er annars gott ad vera laus undan vokulu auga Elenu Vladimirovnu, eda odru nafni jarnfruin. Hun tok mig a eintal, eins og alla adra, og sagdi mer ad eg maetti ekki hlaeja svona mikid ad Sune i timunum. Sune er 36 ara bekkjarfelagi minn. Eg hef mjog oft efast um gedheilsu hans svo og greindarvisitolu. A.m.k. stoppar ekki vitleysustraumurinn ut ur trantinum a honum, og alltaf skal hann vera svitablautur i framan, og med otrulega tilfinningarik svipbrigdi a sinu holduga andliti. Stundum fer hann rosalega mikid i taugarnar a mer, og tha er eg yfirleitt frekar leidinleg vid hann, eins og mer einni er lagid ad vera leidinleg vid folk. Eg held ad eg hafi erft thann haefileika fra moduraettinni, thessi Gardsaett er frekar vel mali farin thegar kemur ad kvikindislegum athugasemdum. En stundum hunsa eg hann bara. Nuna er eg buin ad lofa ad hlaeja ekki meira ad honum, og thad er sjalfsagt thad besta i stodunni. Get lika alveg vidurkennt ad thad er ljott ad hlaeja ad odru folki.

Nu er allt ad verda vitlaust herna inni a cafemax, th.e.a.s. netkaffihusinu. Thetta er nefnilega lika lokal hangout fyrir ungvidi nyrikra Russa og mafiuforingja, her er alltaf trodfullt af unglingum med meiri vasapening en their hafa gott af. I kvold er Halloween parti. eg tel nokkud vist ad eg verdi fjarri thvi goda gamni.