blog... the modern person's cry for attention

fimmtudagur, júní 24, 2004

Djöfuls rigning og rok og vitleysa.

Að öðru leyti veit ég ekki hvað er að gerast með mig...horfði á landsleikinn milli Dana og Svía með Anne og Nönnu hér á dögunum og finn nú fyrir sívaxandi áhuga fyrir næsta landsleik, sem er á sunnudaginn. Ég hef hatað fótbolta og svarið fyrir nokkurn áhuga á þeirri vitleysu allt mitt líf (áhugaleysi mitt á fótbolta mun t.d. hafa átt sinn þátt í að við Ivan gáfumst upp á því að vera kærustupar)og allt í einu finnst mér þetta ekki svo galið. Málið er bara að það er betra að horfa á fótbolta með stelpum. Þá finnst mér ekki eins vandræðalegt að spyrja (veit nú ekki alveg hvað þetta segir um mig) og svo er líka hægt að tala um hverjir eru ljótir og hverjir sætir, hverjir líta út fyrir að vera góðir í rúminu, "godt udrustede" og þar fram eftir götunum.

Fattaði í dag að þetta er alveg eins og með Andra og hakkísakkinn. Meðan ég og Andri vorum saman, og eilíft hakkísakk á honum og strákunum, þá hreinlega gat ég ekki komist upp á lag með að ráða við boltafjandann. Svo þegar ég kynntist Steffi og hún fór að kenna mér þetta, var það allt í einu minnsta mál í heimi að spila hakkísakk og óstjórnlega skemmtilegt þar að auki. Í dag hef ég t.d. ævinlega hakkísakkinn minn í töskunni, svona til vonar og vara.

Kannski er þetta bara eins og með konur í stjórnendastöðum, því fleiri konur sem geta kennt konum og þjálfað konur, því auðveldara verður það.

mánudagur, júní 21, 2004

Búin í prófum! Jibbí! Fékk m.a.s. ellefu í þessu prófi sem ég var í áðan, svo ég er sátt.
Þá er bara að klára og skila ritgerðinni og lífið getur hafist á ný...

föstudagur, júní 18, 2004

I gær sat ég við lestur allan daginn, þar til að ég var svo aðframkomin af leiðindum að ég hringdi í Alexander og bauð honum í mat og að horfa á síðasta þattinn í Sex and the City. Það var voða kósí og gaman og gott að allt endaði vel hjá Carrie og Co.

Annars eru mál farin að versna í sambandi við þetta blessaða herbergi mitt á Godthåbsvej. Vissulega vorum við komin með leigjanda, en hún hætti síðan við (týpískt) og nuna höfum við þrettán daga til að finna leigjanda.

Ég skil nú ekki alveg hvað ég var að hugsa að sættast umhugsunarlaust á skilmála þessa manns þegar ég tók herbergið á leigu. Skilmálarnir voru t.d. þeir, að uppsagnarfrestur væru tveir mánuðir, og ef að ekki tækist að finna leigjanda innan þeirra tveggja mánaða, gæti hann tekið helminginn af fyrirframgreiðslunni minni (tveggja mánaða húsaleiga) til að borga þann mánuðinn sem enginn leigjandi væri.
Nú spyr ég þá sem betur vita, er þetta venjan? Það getur varla verið mitt vandamál að hann geti ekki fundið leigjanda? Hinsvegar gæti ég nákvæmlega ekkert gert í því ef þetta er ólöglegt þar sem að ég er búin að vera að leigja svart allan tímann og er þar að auki búin að valda vissum skemmdum á gólfinu, sem við urðum ásátt um að laga í sameiningu og þá yrði ekkert vesen með peninga hvað það varðar. Og fyrir utan að ef ég færi eitthvað að draga leigjendasamtökin inn í málið, þá kæmist gólfdæmið upp og þannig séð lítið sem ég get gert, ef svo fer að hann tekur helminginn af peningnum mínum. Þá verð ég bara að þakka Guði fyrir það að ég fer ekki á hausinn af því að missa þennan pening og að ég er í vinnu, og að það gæti svo margt annað miklu verra gerst. Eins og mamma sagði, aldrei að fara á bömmer út af peningum.
Og þá væri ég búin að læra þá lexíu.En ég vil gjarnan heyra hvað ykkur finnst.

fimmtudagur, júní 17, 2004

Þjóðhátíðardagur Íslendinga upprunninn og það sem meira er, 60 ára afmæli lýðveldisins. Eru virkilega tíu ár síðan að ég kyssti Sæla niðri í bæ og var úti fram á nótt í fyrsta sinn? Sjálfsagt var það ekki í fyrsta sinn en i minningunni er það svo.
Hvað sem því líður held ég þennan dag ekki hátíðlegan, fer heim núna á eftir og held áfram að lesa fyrir þýðingaprófið á mánudaginn. Ykkur öllum heima á landinu bláa óska ég gleðilegrar hátíðar og að þið megið skemmta ykkur vel, uppá palli´, úti í skógi, illa drukkin eðr ei. Svo ætla ég að horfa á lokaþáttinn í Sex and the city í kvöld og jafnvel maula með því súkkulaði.

Djöfuls próf og skóli! Ef ég gæti bara verið að vinna og ekki alltaf að hugsa um ritgerð sem þarf að klára að skrifa og próf sem ég þarf að mæta í á mánudaginn!!

þriðjudagur, júní 15, 2004

thá er ég byrjud í nyju vinnunni og thetta gekk bara svo vel, eins og hann Himmi frændi sagdi í vidtalinu um árid. Mér thykir thetta fara mér vel úr hendi, thad eina sem ég tharf ad gera er ad brosa sætt og lokka fólk til ad svara nokkrum leidinda spurningum og drekka einn kaffibolla! ì gær vorum vid vissulega ad í 10 klst en bara í thrá í dag. SVo eru alveg nokkrir myndarlegir ad vinna tharna..mmmm... Best af øllu ad mér finnst ég lita ótrúlega mikilvæg og big city girl-leg út med í rauda blazernum minum med fartølvuna, alltaf á ferd og flugi!
Gaman gei.

föstudagur, júní 11, 2004

Hví svífur andi Óttars Martins Norðfjörð yfir vötnum og síkjum Kaupmannahafnar þessa dagana? Ég þykist sjá hann hvar sem ég fer, ýmist á leið yfir götu á hjóli, trítlandi út úr strætisvagni eða kneyfandi ölið á bekk. Ekki veit ég hverju þessu sætir.

Þvílík hvítlauksbræla í vitum mér. Það er eins og ég geti ekki lært að hvítlauksolía á pizzuv veldur andremmu.

Hápunktur vikunnar: Catinet Research hringdi í mig og tilkynnti mér að mín væri óskað í vinnu, og býst ég við að taka fyrstu vaktina þá og þegar, jafnvel strax í næstu viku! Þrjóskan borgaði sig, svei mér þá.

þriðjudagur, júní 08, 2004

Hef fundið mann drauma minna. Hann heitir André 3000 og er í tónlistartvíeykinu Outkast. Gáfaður, hæfileikaríkur, fyndinn, andríkur, sætur og með flottan maga og þykkar varir. Hvers er hægt að óska sér fremur? Að vísu sá galli á gjöf Njarðar að ég mun að öllum líkindum aldrei hitta þennan draumaprins minn og verð því láta duga að hlusta á nýja diskinn hans, The Love Below. Mæli með honum. (André hefur lika verið í langtímasambandi við Erykah Badu og á m.a.s. barn með henni, svo það hlýtur að vera eitthvað mikið varið í kauða).

En snúum okkur að öðru...Helvítis Catinet Research. Drullist til að láta mig vita hvort ég fæ vinnu hjá ykkur eðurei. Annars fer ég bara og læt eitthvað annað fyrirtæki njóta hæfileika minna.

Cardigans eru að spila í Tívolí á föstudaginn! Júhú!Hlakka geeeeeeeeeeeeðveikt til, eins og hún Hallgerður systir mín myndi segja. Það kostar líka bara 70 kr inn (sem er ódýrt fyrir tónleika með Cardigans en dýrt fyrir að fá að fara inn í Tívólí) og ég held bara að ég skelli mér og plati hann Alexander minn með. Góðu veðri spáð mestalla vikuna og af því tilefni keypti ég þrjár litlar pjötlur í HM sem dylja maga og geirvörtur en ekki meir. Svo verð ég að fara að finna mér aðrar búðir en HM. Þetta er að verða pínlegt.

laugardagur, júní 05, 2004

Þá er ég búin að borga fyrirframgreiðsluna fyrir kollegíherbergið og bíð bara eftir að fá gömlu greiðsluna tilbaka. Peter og Maria virðast vera komin á blýfast og hún er eins og grár köttur heima hjá okkur alla daga. Hún er nú reyndar alveg þrusu fín stelpa og Peter má nú bara prísa sig sælan að hafa nælt í hana. vonandi að hún geti alið greyið eitthvað betur upp.

Í gær bað ég hann um að hengja handklæðið mitt aftur upp í staðinn fyrir að henda því einatt í gólfið. Hann tautaði jújú og auðvitað, baðst þó ekki afsökunar, en var óðar kominn inn á gólf hjá mér og farinn að finna að hreingerningum og ástandi sturtuklefans. Það skal fram tekið að hann hefur ekki þrifið í eitt einasta skipti (án þess að Maria hafi fengið hann til þess með sinni aðstoð) í það hálfa ár sem ég hef búið þarna. Mér var hreinlega allri lokið og vissi ekki hvað segja skyldi. Svo að ég sagði ekki neitt eiginlega.

en mikið agalega verður gott að eignast sitt eigið heimili...Kolllegíið er líka á svo fínum stað, í hverfinu sem ég bjó áður, nálægt búðum, líkamsræktarstöð, sundlaug, bókasafni, strætó og metró, skólanum og fullt af vinum. Jibbí.

Ég er reyndar að verða geðveik á því að fá engin svör frá mögulegum framtíðaratvinnuveitendum! Hvernig á ég að geta planerað líf mitt að dönskum sið ef ég fæ engin svör? Það er ekki laust við að ég fái angistarkast yfir þessu öllu saman.

þriðjudagur, júní 01, 2004

Vil bæta einu við. Það er VIÐURSTYGGILEGA mikið af sætum strákum hérna! Veit ekki hvað ég á af mér að gera...

Jæja mæja. Þá er bara mánuður í flutninga. Mikið hlakka ég til! Hann Pési litli er svosem besta skinn, en mikið er ég búin að fá nóg af kvennafari hans og kunnáttuleysi í klósettpappírsinnkaupum.

Sólin skín og ég er brennd í framan. Búið að setja mig á fullt af vöktum á elló, held að ég eigi ekki eina einustu fríhelgi í einn og hálfan mánuð í sumar. Það er eiginlega allt sumarið! Svo held ég að ég hætti bara á þessu elliheimili eftir sumarið og finni mér nýtt (í hjáverkum), ekkert vit að vera alltaf að þessu renniríi milli Gentofte og Amager. Ég bíð enn spennt eftir að heyra meira frá Analyze institut. Týpískt ef að ég gæti svo ekkert fengið vinnu hjá þeim! Það væri nú alveg eftir Janteloven og Murphys Law og öllum náttúrulögmálum sem fyrirfinnast.

Er að pæla í að fara í sund í kveld. Það er búið að vera alltof mikið óhollustulíferni á mér undanfarna daga, og meðal annars sífellt Ritter Sport að dúkka upp í töskunni minni, sem er mér mikil ráðgáta.


Svo ætla ég að láta að setja gíra á hjólið mitt sem fyrst, annars detta hnén mín af held ég bara. Og láta skoða í mér geiflurnar. Þær hafa ekki séð tannlækni í þrjú ár. Sem betur fer er hægt að fara í skoðun hjá nemum hjá Tannlæknaháskólanum og stefni ég á að gera það á fimmtudaginn.

Ég er mjög ósátt við þetta dansnámskeið hjá USG sem ég var að byrja á. Það er ekki sama námskeiðið og ég er búin að vera á hjá AOF, því það var sko gaman . Þetta er bara haldið inni í einhverjum ljótum leikfimisal og kennarinn fremur slappur, ef ég á að segja eins og er. En á móti kemur að þetta kostaði svosem ekki neitt.
Best að fara að drulla sér heim. Er að drepast úr hungri.