blog... the modern person's cry for attention

föstudagur, apríl 28, 2006

Veðrið er gott. Svona til tilbreytingar. Sannleikurinn er að fara að renna upp fyrir mér, svona við vikulok.

mánudagur, apríl 24, 2006

Drottinn minn dýri. Var að skoða símreikninginn fyrir undanfarinn mánuð, þar með talið fyrir tímabilið sem ég var í Rússlandi. Það var ófögur sjón. Til allrar hamingju fæ ég góðan hluta af þessu endurgreitt, er ekki alveg viss hversu mikið þó. Held eiginlega að ég verði að fá mér súkkulaði mér til styrkingar. Ég er hvort sem er orðin svo mjó að andlitið á mér er innfallið og fötin að detta af mér. En svona símreikningar og leiðindi, fuss, ég hef ekkert við slíkt að gera. Ég þarf að kaupa flugmiða og borga af lánum og hinu og þessu, og svo allt hitt...

Drottinn minn dýri. Var að skoða símreikninginn fyrir undanfarinn mánuð, þar með talið fyrir tímabilið sem ég var í Rússlandi. Það var ófögur sjón. Til allrar hamingju fæ ég góðan hluta af þessu endurgreitt, er ekki alveg viss hversu mikið þó. Held eiginlega að ég verði að fá mér súkkulaði mér til styrkingar. Ég er hvort sem er orðin svo mjó að andlitið á mér er innfallið og fötin að detta af mér. En svona símreikningar og leiðindi, fuss, ég hef ekkert við slíkt að gera. Ég þarf að kaupa flugmiða og borga af lánum og hinu og þessu, og svo allt hitt...

sunnudagur, apríl 23, 2006

Engin orð skulu um þetta haft...

Beiba dauðans, svo ekki sé minna sagt.





Paóló og Einsi kaldi.




Nanna, Anne og Alexander í afmælinu mínu...

Ég og Lise eitthvað að froðusnakkast.


Ansi er nú margt leiðinlegt sem maður þarf að eyða tíma sínum í varðandi þetta blessaða háskólastúss. Sem mér finnst nótabene engan endi ætla að taka. Ég man varla hvað ég hef verið að þessu lengi og enn er bölvað meistaranámið eftir. Ég vil klára, fara að vinna og vera frjáls sem illfygli. Og eiga pening. Meðal annars, veit einhver hvort flóðum í Ungverjalandi er tekið að linna? Er að spá í að kíkja þangað í sumarfríinu. Með manninum á myndinni.

mánudagur, apríl 17, 2006

Ég snéri heim frá hinu víðfeðma landi í eystri eftir tveggja vikna þvæling með halarófu af ungu fólki á eftir mér um borg og bý. Gekk þetta nokkuð betur en seinast, ekkert yfirgengilegt fyllerí (nema í Novgorod þegar yfirmaður minn gerði sitt besta til að valda áfengiseitrun hjá nemendum sínum og aðstoðarkonu og tókst nokkuð vel upp), engir skandalar (a.m.k. ekki mér viðkomandi) og engir verulegir skaðar á sál, líkama eður veski. Þeir koma kannski í ljós seinna en í augnablikinu finnst mér þetta allt líta sæmilega út. Páskasólin skín úti, Eva Cassidy syngur værri röddu um stúlkuna a fjallinu og ég ætla að fara að þvo þvott.

mánudagur, apríl 03, 2006

Þá er það hið mikla Rússland einu sinni enn í fyrramálið, stefnan tekin á Moskvu með halarófu af amerískum skiptinemum í bandi. Svo verður líka farið til St.Péturs og Novgorod, þó í öðru föruneyti, og í Pétursborg þarf ég að heilsa upp á mann og annan svo ekki sé minna sagt.
Ég hlakka eiginlega bara til að leggja í hann, finnst kominn tími á smá umhverfisbreytingu og almenna tilbreytingu frá grámósku Kaupmannahafnar. Rússnesk grámóska er nefnilega svo miklu skemmtilegri, sjáiði til. Í tilefni ferðarinnar keypti ég stærri ferðatösku en þá rauðu á slikk og ingenting, sem og lítinn svartan kjól með ermum frá Vero Moda. Nú er ég búin að pakka, Leonard Cohen að syngja seinustu tóna kvöldsins og ég bara að bíða eftir að Sigga komi tilbaka svo hægt sé að skríða í háttinn. Lise ætlar að passa íbúðina og Joe að passa plönturnar, hin fyrrnefnda Lise og ég pöntuðum flug til Dublinar fyrstu helgina í maí, ég náði að hitta Armen í smástund áður en hann stakk af til Grikklands í morgun og þar er sólskin og 24 stiga hiti, svo ég sé ekki betur en allt sé almennt í besta lagi. Við verðum í bandi. Knús.