blog... the modern person's cry for attention

mánudagur, apríl 26, 2004

Líf mitt er skipulagt, heilsusamlegt og einkennist af ánægju í starfi og leik. Þetta getur maður kallað að hafa stjórn á sjálfum sér, hinn illræmdi kontrol sem þerapistar hér á Norðurlöndum leggja hart að sjúklingum sínum að losa sig við. Á hinn bóginn mætti kalla þetta að fara vel að ráði sínu, a.m.k. get ég ekki annað en verið ánægð með mig þegar ég kem hingað út í skóla og sit að skriftum við ritgerðina miklu og sendi svo afrakstur dagsins til lærimeistarans, og bíð spennt svars, eins og barn sem hefur sent jólasveininum bréf.
Einnig hef ég tekið mig á í mataræði og er ekki frá því að mér líði betur í maganum en ella...var í vinnunni alla helgina eins og góðri stúlku sæmir og dundaði mér þess á milli við tiltektir, saumaskap og lestur fræðibóka um Jesú Krist. Þetta er ekki djók. Hinsvegar vil ég taka það fram að eftir svona spartanska hegðun (kannski ekki alveg spartanska, en hátt í það...) ætla ég að djamma ærlega næstu helgi, byrja á fimmtudeginum með kjötsúpuveislu fyrir skjaldmeyjarnar Anne og Nönnu og fyllibyttunni Ivani Poulsen (þann kauða sá ég í sviphendingu í gær, en var fljót að láta mig hverfa þar sem hann var hálfdauður eftir tveggja daga sumbl og ekki nokkur leið að ná sambandi við hann). Á laugardaginn er svo 1.maí, þeim degi fagna Kaupmannahafnarbúar með samkundu mikilli í Fælledparken, og ætla ég mér að kneyfa þar ölið, ligesom en rigtig dansk pige, eins og einn af gamlingjunum á elló sagði við mig, þegar 1.maí bar á góma um helgina.
En auðvitað verður einungis dugnaður og iðjusemi fram að því....

Annars fór ég í bíó í gær og sá þar Monster með henni Charlize og Christinu. Christina Ricci er svo hrikalega sæt og mikið krútt, mig langaði bara að éta hana... Góð mynd um sorglega og ótrúlega atburði sem eiga sér stað vegna vonsku heimsins. Það merkilega er að fólk fárast þvílíkt yfir þvi hvað Charlize Theron sé nú HRIKALEGA ljót í þessari mynd, halló, við hverju býst það? Og lika svoldið skrýtið að leggja svona geypilega áherslu á útlitsdæmið allt saman, þegar aðalmálið er annars vegar sjálfur leiksigurinn (hef alltaf verið hálfskeptísk á þessa gellu) og hins vegar sagan á bak við, sem er hræðileg. Þriðja hliðin er svo ástarsagan milli Lee og Selby, sem er falleg og sorgleg í senn. Mæli með þessari mynd.

föstudagur, apríl 23, 2004

Hrikalega er ég þreytt...verkjar í limi og liði ...eins og mér finnst nú ágætt að vinna á þessu blessaða elliheimili, þá er ég alveg búin að fá nóg af því að maður fær sjaldnast pásu þar. Fékk til dæmis enga í dag. Því þykir mér það mikill hetjuskapur að lufsast hingað út í skóla og krota hér nokkar línur ofan í BAritgerðina, sem mér finnst á köflum vera ekkert mál og á köflum þrautin þyngri. En hef þó á tilfinningunni að reddist sjálfsagt.

sunnudagur, apríl 18, 2004

Nú er ég farin ad leita mér ad meira spennandi vinnu.. búin ad sækja um á tveimur stødum eftir hina miklu Arla katastrófu - thad er ekki laust vid ad ég sé hálfmódgud ad hvorki ég né Andreas vorum køllud í vidtal. Best ad sja hvad gerist.

mánudagur, apríl 12, 2004

Þá er þessari dvöl á klakanum að ljúka og kominn tími til að tygja sig heim til Dänemark. Ég er um það bil tíu kílóum þyngri og einu heilu stígvéli fátækari eftir þessa tíu daga, en heimilishundinum þótti afskaplega nauðsynlegt að bragða aðeins á hægra stígvélinu mínu þegar eg kom heim ofurölvi á laugardagsmorgun og álpaðist til að skilja þau eftir á stofugólfinu, þar sem dýrið komst í þau.
En þetta er búið að vera fínt, rosa gaman að hitta alla aftur og kveð ég hér með og bið að heilsa alla/r þa sem ég kvaddi ekk (flestir sem ég þekki held ég) og hlakka til að sjá ykkur aftur.
Annars má nefna það að ég byrjaði að skrifa mina BAritgerð í dag og heilagreyið alveg búið eftir öll þessi erfiðu orð sem komast fyrir á einni síðu, svona leksikal funktional semantik paradigma konkretisere tal.Ekki alveg viss um að ég skilji það sem ég var að skrifa en vonandi að einhver annar skilji það.

Takk fyrir mig, kæra Ísland, og ég kveð að sinni. Og hæ Danmörk.

sunnudagur, apríl 11, 2004

Í kvöld fór ég á The Passion of the Christ með systkinum mínum og er svona að ná mér eftir það.Þrátt fyrir að myndin sé mjög vægðarlaus, þá er þetta sjálfsagt ekkert langt frá sannleikanum og ég er fegin að eg fór, mér varð hugsað til hennar Amberly minnar, sem er held ég eina manneskjan sem hefur eitthvað hreyft við mér hvað varðar trú. Ég nefnilega aldist upp við það, eins og svo margir, að trú væri óþörf og mér hefur alltaf fundist trú vera eitthvað fyrir annað hvort bilað fólk eða fólk sem liði eitthvað illa og þyrfti að halla sér að einhverju í aumingjaskap sínum. En trúin hennar Amberly var svo falleg og hrein, og ég skynjaði svo sterkt hvað trú var mikilvæg fyrir hana, að í fyrsta sinn langaði mig til að trúa. Það hefur nú reyndar ekkert mikið gerst síðan þá og ég er ekki enn búin að breytast í ofsatrúarmanneskju eða trúboða, en ég er oft svona að pæla í þessu. Það er bara svo mikið um að fólk hæði og líti niður á trú, auðvitað þurfa ekkert allir að vera trúaðir, en fólk er heldur ekkert svakalega opið fyrir þessu. >Það er eins og það sem er satt og gott í sjálfri trúnni komist ekki til skila heldur getur maður endalaust verið að festa sig við hvað truin hefur gert slæmt í þjóðfélagin/sögunni og hvað margt í biblíunni sé svona og hinsegin. Ég hef svosem ekkert lesi biblíuna og er ekkert mjög spennt fyrir öllu kirkjuapparatinu, það er nú meiri vitleysan sem þar viðgengst og margt slæmt sem kirkjan hefur staðið fyrir, en auðvitað margt gott.
Nu má ætla að fólk sem lesi þetta súpi hveljur og telji mig vera á leiðinni í Amishsamfélagið, en svo er ei. Ég er einungis að viðra mína þanka hvað varðar trúmál og eg þurfti reyndar alveg að taka mig á til að þora að hugsa þessar hugsanir, en núna eru þær semsagt komnar á netið. Alltaf gaman að vera á egó/individulisma flippi á tækniöld.

Jæja, fitan á maga mínum er orðin alveg rosaleg. Ég sé greinilega að ég hef fitnað eftir níu daga dvöl á landi ísa og elda, og sennilega ekki nema best að ég fari að koma mér back to good old Denmark og upp á minn ljósblaa hjólgarm. Ég bara skil ekki af hverju fita getur ekki dreift sér jafnt! Verður þessi andskoti að setjast í einn köggul (dúnmjúkan þó) á kviði mínum og bylgjast þar og titra þegar slegið er á, eða hanga værðarlega yfir beltisstreng minn og daðra við að snerta lærin á manni. Þetta er yfirgengilegt. En svosem ekki nema von þegar maður hreyfir sig ekki í tíu daga nema til að labba út á bílastæði og svo háma í sig kókópöffs með nýmjólk í tíma og ótíma.

föstudagur, apríl 09, 2004

Átið er að ná yfirtökum á lífi mínu. Svo og skortur á lærdómi. Er eiginlega bara búin að taka þann pólinn i hæðina að slaka á hvað lærdóminn varðar enda ekki nokkur leið að einbeita sér að þessu hér í þessu húsi andanna. og páfagauka og hunda. Er að fara á djammið í kvöld - en fyrst í grill til Ásgeirs frænda og Svövu konunnar hans! Ásgeir frændi er einhvern veginn alltaf daðrandi við okkur systur (,mig og Böngu) og er hinn rosalegasti frændi. En alveg skemmtilegur. Svo er það bara miðbær Reykjavíkur og allt það sem því fylgir, s.s. raðir, blindfullt fólk sem er að öskra/gráta/hlæja/rífast/æla/ríða/slást/éta, ef ekki bara þetta allt í einu.


Við horfðum á Hafið og Með allt á hreinu um daginn. Hafið hafði eg ekki séð áður, þar var hann hilmir Snær frændi okkar (og frændi Önnu Heru, svo við köllum hvora aðra frænku eftir þá uppljóstrun hennar) á tillanum ofan i sundlaug, fólk að drekka sig fullt og hafast það að sem ég nefndi hér fyrr. Það var nú aðeins of dramatísk mynd, svolítið áreynslukennd. Þegar hún byrjaði og allt enn í góðu sátum við systur hlið við hlið og hugsuðum hvor fyrir sig að það mætti kannski kaupa sér eintak af þessari mynd og taka með sér heim og sýna, en þegar allt fór í gang skiptum við báðar um skoðun.
Með allt á hreinu var sko mikið skemmtilegri og var ég búin að gleyma mestumparti þeirrar myndar, enda ekki séð hana í...16 ár sennilega, og horfðum við á hana með rússneskum texta og hafði ég gaman af. Það er reyndar heldur ekki mynd til að syna útlendingum af því að hún er svo rosalega íslensk og mikill lókal húmor í henni. Um daginn höfðum við keypt bland í poka fyrir 1041 kr í Nammilandi í Hagkaupum og erum enn að ná okkur af því áti, en nammið kláraðist allt.Þetta er náttúrulega ekki heilbrigt.

mánudagur, apríl 05, 2004

Þetta hús er brjálað. Á einum morgni er hundurinn búinn að naga bleiku rendurnar af skónum mínum, naga sundur einar nærur af mér, dreifa tættum klósettpappír um allt og pissa á gólfið. til allrar hamingju er Óskar að fara með hana í göngutúr. Og í gær beit páfagaukurinn mig hryllilega fast í puttann, svo ég kem ekki nærri því illfygli meir. SVo er svo mikið rusl hérna og einhvern veginn alltaf eitthvað að gerast, svo við einbúarnir (ég og Ingibjörg) erum alveg ruglaðar. Mamma virðist þó vera alsæl með kaosið og Gunnar virðist vera orðinn samdauna þessu öllu saman. Hallgerður er með litað ljóst hár og með eilífan hneykslunar unglingssvip á andliti sínu. Ég er alveg lens.

Það gengur aðeins betur með lærdóminn, kláraði að lesa Zalísnjak áðan og er byrjuð á Sjeljakin. Mér finnst miklu skemmtilegra að lesa þá en Avílovu, hún var alltaf í svo mikilli mótsögn við sjálfa sig.

sunnudagur, apríl 04, 2004

Þá er búið að skila frændsystkinunum í barnaafmæli og ró farin að færast yfir húsið. Endurnýjaði kynni mín við íslenskt djammlíf í gær og sá að það hafði ekkert breyst, og var óhemju hneyksluð á alkóhólíseruðum dópistum sem fylltu öldurhúsin. En það var amk nákvæmlega sama pakkið að hanga á þessum stöðum og hér í den, svo maður er nú svosem ekki að missa af neinu nýju. En gaman var það, þetta var alveg ágætt. Nú þarf ég bara aðeins að hvíla mig og svo bara fer maður að læra...

laugardagur, apríl 03, 2004

Er komin heim í faðm fjölskyldunnar og er alveg rugluð á þessu lyklaborði. Hér er allt fullt af dýrum og ótrúlega krúttulegum frændsystkinum og allt fullt af mat! Hef sjaldan séð annað eins!!