Bara allt ad fara ad fyllast af fólki hjá mér á næstunni, heimsóknir á heimsóknir ofan...
Er mitt í einni sæmilega hraustlegri vaktatørn, finnst samt alltaf gaman ad vinna tharna, gamla fólkid er svo mikid krútt!! Eina bøggid er hvad thad er langt ad hjóla thangad, en hradinn eykst med hverjum degi. Gæti kannski verid med i Tour de France i sumar??
laugardagur, janúar 31, 2004
mánudagur, janúar 26, 2004
Thad er eitthvad svo gedveikt erfitt ad kaupa føt. ùrvalid af búdum er svo rosalega mikid og mikid af mismunandi dóti, ad ég verd alltaf alveg snarruglud á endanum og get ekki einu sinni ákvedid hvad er flott og hvad ekki. Og núna er ég komin med einhverja bakthanka vardandi pilsid sem ég keypti í Mango - en hallo, er hægt ad vera nevrótiskari - pilsid kostadi hundradkall og ekki eins og ég hafi thá gert eitth vert agalegt glappaskot ef thad er ordid mjøg hallærislegt eftir nokkra mánudi. Æi...ég meika thetta ekki stundum. Fyrirætlanir mínar um ad koma mér upp almennilegu fatasafni virdast vera ad vaxa mér yfir høfud. Og skór! Djøfull er thad nú dýrt dæmi, thessi blessudu skókaup... I ofanálag finnst mér eg svo vera hrædilega hégómagjørn og innantóm ad vera svona upptekin af thessu, og hálfskammast min fyrir thetta, en samt ekki, og finnst thetta samt nógu skemmtilegt til ad halda áfram.Ég kannski les adeins í Dostojevski thegar ég kem heim, thad getur verid ad hid andlega og menningarlega stig hækki vid thad.
Svo er eitt. Ég finn hvernig løngun mín til ad verda "kærestekedelig" vex med hverjum deginum sem lídur, og veit ekki hvort ég á ad hlæja eda gráta yfir slíkum kenndum. Fattadi líka eftir ad ég fór á djammid med Anne og Nønnu á laugardaginn var, ad ég er ekki ad nenna ad eyda miklum pening í thvíumlíkt, eda stunda thetta of oft. en kannski lídur thetta hjá, mér finnst ég oft hafa verid ad segja svona ádur. Jæja. Thad er kannski best ad ég reyni ad fjárfesta í innleggjum sem mig er búid ad vanta mjøg lengi, og límbandi, í stadinn fyrir ad vera ad thessum spekúleringum hér inni á Hovedbiblioteket. Og bara koma mér heim og fa mér te og thvo thvott.
laugardagur, janúar 24, 2004
Helt eg upp a profin i gær med nokkud óvenjulegum hætti, ad minnsta kosti hvad vardar endalok kvøldsins. Ég fór semsagt ad hitta Christinu og Søren á Ølbar inni á Elmegade og thad var svona bar eins og ...Næsti bar, thar sem er einungis bjórthyrst fólk ekki ad hlusta á neina tónlist.Karlmenn voru thar í yfirgnæfandi meirihluta, og ég á alltaf soldid erfitt med ad skilja svona bari, thar sem eru bara karlmenn, og hvad veldur thvi ad their flykkjast á slíka bari. Aldrei myndi ég nenna ad fara á bar thar sem væru bara stelpur. Thó ad ég eigi kærasta.
Vid drukkum thar nokkrar krúsir, og hjóladi ég svo sem leid lá út á Østerbro ad hitta Ivan og Mads vin hans sem voru á fredagsbar á Ergoterapeutskolanum, thar sem Mads er í nami. Mads er besti vinur Ivans og ég hef heyrt hitt og thetta um hann en var nú ad hitta hann í fyrsta skipti. Thad fyndna var ad eg ímyndadi mér hann alltaf eins og Lars, eina vin Ivans sem ég hef hitt, en teir voru svo ekkert líkir. Ég vil líka skjóta thví ad thar sem ég var ad baksa vid ad opna hjólalásinn minn fyrir utan Ølbar, vatt gamall madur sér ad mér med mikinn hrifningarglampa í augum og fór ad hrósa hjólinu mínu í hástert og fannst thad voda fínt. Enda er thad thad.
Eftir ergoterapeutbarinn hjóludum vid svo lengst út á kínverskan veitingastad til ad fá okkur ad borda og thar var nú gódur matur. Svo vard ég allt í einu gripin mikilli thørf fyrir ad tala vid mømmu og hringdi í hana og hún hringdi svo aftur í mig. Thad var voda gaman ad tala vid hana og ég hef kannski talad svolítid hátt, thví nokkru eftir ad símtalinu lauk, kom kona sem var á leidinni út og beygdi sig yfir bordid og yfir ivan til thess ad hreyta út úr sér á dønsku/sænsku (hun hélt sjálfsagt ad ég væri svíi og thví videigandi ad ávarpa svoleidis adskotakvikindi á theirra eigin máli) ad: "nästa gang du skal prata med din mamma (hér skipti hún yfir í dønskuna, enda sænskukunnáttan tæpast nad lengra)skal du lade være med at snakke så hele restauranten kan høre det, og så er det väldig (sænska aftur) uhøfligt over for dine venner". Ég vissi ekki hvadan a mig stód vedrid eftir thessa yfirhellingu og var eitthvad ad reyna ad tauta eitthvert svar en kerla var thá rokin út, sjálfsagt í mikilli fýlu út i hinn illa sidada innflytjanda sem hafdi eydilagt kvøldid fyrir ødrum gestum veitingastadarins med háværu málædi sínu. Ivan og Mads voru alveg standandi hissa enda hafdi símtal mitt vid módur mína alls ekki angrad tá, theim hafdi bara thótt huggulegt ad heyra hid ástkæra ylhýra, en svo var greinilega ekki ad segja um alla tharna inni. Svo thegar vid vorum ad fara og vorum ad klæda okkur í úlpurnar, sagdi kona á næsta bordi í frekar tudrulegum tón "skynd jer nu at gå". Svo ætla má ad vid høfum verid øllum tharna til ama, en mér vitanlega gerdum vid ekkert nema ad tala saman og borda. Thad er kannski bannad ad hlæja og brosa á almannafæri thegar madur er kominn út fyrir mørk Københavns Kommune. Ja ég veit thad ekki....
Nú veit ég ekki hvad ég á af mér ad gera og er alveg ringlud vid tilhugsunina um ad thurfa ekki ad læra fyrir próf. Ég hefdi viljad fara í búdir ad kaupa mér føt eda hin langthrádu stígvél sem ég er búin ad fantasera um í tvær vikur núna, en danir eru svo latir ad their loka búdum klukkan tvø á laugardøgum. Ég verd thá bara hérna.
föstudagur, janúar 23, 2004
Tha er min bara buin i profunum, og thad gekk svona lika vel!! Bara ellefu i badum! Ellefu er næsthæsta einkunn i danska einkunnakerfinu, hæsta er threttan, en eins og hun Pernille vinkona Tønju sagdi, tha "er der ingen forskel på 13 eller 11, det er jo kun en nuance". Og thykist eg nu nokkud god. I tilefni dagsins er eg med rautt naglalakk i nykeyptum H og M fotum og byd af mer godan thokka, vona eg amk. A dagskranni er ad fara og hitta Søren og Christinu og vonandi Martin inni a bullu sem heitir Ølbar, uti a Nørrebro. Kannski kemur Kenneth lika en mer er nu nokk sama um hans tilstedeværelse, tar sem eg thekki hann eiginlega ekki neitt. Thetta verdur lika vist i seinasta sinn i langan tima sem gefst færi a ad kneyfa øl med "mesteren" (søren) thar sem hann flytur til Kiev a morgun. A thvi eru vissulega kostir thar sem ad eg get tha heimsott hann i Kiev og buid fritt i stad thess ad eyda formuu i eitthvert morkid hotelherbergi.
Jaherna, eg er alveg villevæk yfir thessum profarangri. Profdomararnir hrosudu mer i hastert og søgdu thetta vera "virkelig flot" en ad eg thyrfti ad finpussa framburdinn, eins og eg viti thad ekki. Eg er lika alltaf ad reyna. Jæja mæja. Nu ætla eg aldeilis ad sletta ur klaufunum, vona eg. Slikt er nefnilega vid hæfi eftir profatørn, og serstaklega svona velheppnada sem thessa.
fimmtudagur, janúar 22, 2004
Nu er Tinna stungin af til Esbjerg eftir tveggja daga heimsokn sem er buin ad vera alveg storskemmtileg. Med okkur urdu miklir fagnadarfundir, og hofum vid nad ad bralla ymislegt a tveimur dogum, thar a medal drekka bjor og dansa vid italska/nepalska og egypska menn (sem toldu sig vera otruleg kvennagull). Einn theirra var bara 19 ara og bolugrafinn og svaradi ollu med "yo man" og alika MTV frøsum, thangad til eg var farin ad gera mikid grin ad kauda og kveda hann i kutinn hreinlega, sem gerdi hann meir og meira vandraedalegan. En thad var gaman ad thessu. Svo erum vid bunar ad fara i sund, prumpa otrulega mikid af lakkrisati og bjordrykkju, sjoppa i H og M og bjoda Ivan i hangikjot. Svo var eg bara med martradir af hangiketinu og likami minn i halfgerdu sjokki af thessu salta og reykta fædi.
Nu er min kæra semsagt buin ad yfirgefa mig, sem er eiginlega agætt, thvi enn vofir yfir mer prof mikid i Mundtlig Sprogfærdighed. vissulega er eg agætlega talandi a russnesku, en kennarinn minn er svo mikid a moti mer og segir ad eg se med framburd eins og ukrainsk mella i St.Petursborg, og lægra verdur vist eigi lagst. En thad er tæpast hægt ad bjraga thvi a einum degi og mer er ekki til setunnar bodid, best ad fara heim ad læra. Kannski kemur Ivan i kvold...jibbi! Eg er svo ogedslega skotin i honum.
sunnudagur, janúar 18, 2004
Úti er bara kalt og kúkalegt, tho hef ég engu ad sídur hjólad hér fram og tilbaka milli Frederiksberg og Gentofte og Frederiksberg og Søborg stanslaust seinustu daga. Thad var bara kósí í vinnunni og alls ekki leidinlegt. Afskaplega róleg helgi, med vinnu og lærdomi og nú er Ivan búinn ad hella raudvini í gløs handa okkur. Ekki leidinlegt. Hrikalega er mér kalt á høndunum. Thad virdist vera kronískt thessa dagana. En á thridjudaginn kemur tinna í heimsókn, jibbí!! Vid høfum ekki sést í eitt og halft ár. Thad er langur tími.
fimmtudagur, janúar 15, 2004
Var ad koma úr fyrsta prófinu af tveimur og fannst thad bara ganga vel . Um var ad ræda morfologiu hinnar rússneskru tungu og tíndi ég til allt sem ég gat møgulega fundid í ruslageymslu høfdi míns um mismunandi beygingarendingar, horf sagna og ástædur fyrir mismunandi vali á theim og kryddadi med gullkornum úr setningafrædinni. Svo er bara ad bída og sjá hvort ad thetta var allt helber vitleysa eda heilagur sannleikur.
Thess má geta ad nú er ég flutt inn á Godthåbsvej 62B, og uni thar hag mínum nokkud vel. Thar hef eg búid í ...thrjá daga eda svo. Peter er nærri aldrei heima, svo thetta er bara nokkud rólegt og fínt, og akkúrat thad sem mig langadi til. I gær sat ég vid litla íkeabordid mitt og stúderadi málfrædi medan Tom W. søng angurværri røddu um Blue Valentine, og rigningin tók undir úti í myrkum húsagardinum. Rómantík hins fátæka námsmanns fullkomnud...
Reyndar er ég ekki eins fátæk og ég er vøn ad vera thessa dagana, en ef ég thekki tilveruna rétt, thá snýst thad sjálfsagt í høndum mér fyrr en varir. Gæfan er fallvølt. Jæja, best ad drífa mig í sund, nokkud sem ég hef hlakkad til í ....marga mánudi.
mánudagur, janúar 12, 2004
ì dag er hinn mikli flutningadagur. Fór semsagt úteftir til Peters í gær og nádi í lykilinn, hann var vel ad merkja ekki búinn ad kópíera báda lyklana og heldur ekki búinn ad útvega leigusamninginn. Thannig ad ég hefdi í sjálfu sér getad fengid thennan lykil á føstudaginn og farid ad hitta Sóley og Frikka í gær. Jæja, thýdir ekki ad fást um thad. En lykilinn er ég thó komin med í hendurnar og thar med allt komid í lag. Hér med krýni ég sjálfa mig hradvirknidrottningu Kaupmannahafnar, thar sem ég afrekadi ad kaupa farsíma og hjól og útvega mér húsnædi á innan vid viku, fyrir utan ad hitta fólk og lesa undir próf. Já...lesa undir próf...hmmm.
sunnudagur, janúar 11, 2004
Var ad koma inn úr rigningunni og sit nú ískøld med blautt hár hér vid tølvuna hans Ivans...fór semsagt ad ná í lyklana ad geymslunni hans Sørens thar sem dótid mitt er, thar var gamla rúmid hennar Tønju eins og um var samid og skrifbordid úr gamla herberginu mínu, thví var ég nú alveg búin ad gleyma. Veit varla hvort thad sé pláss fyrir kauda inni í herberginu sem ég er núna búin ad taka á leigu frá og med morgundeginum. Helst vil ég nefnilega kaupa mér lítid sætt bord í Ikea og tvo stóla og geta setid thar vid lampaljos, slafrad í mig graut og stúderad mismunandi midmyndir, tholmyndir og ger...?myndir rússneskra sagna. Ég verd tha bara ad geyma skrifbordid einhvers stadar, og alltaf er thá hægt ad selja thad eda koma thví í lóg. Fantasíur mínar vardandi thetta nýja húsnædi eru ordnar ansi miklar og litskrúdugar, thad eina sem mig vantar er ad fá lyklana í hendurnar og undirrita leigusamninginn og svo flytja thar inn á morgun. Thad er reyndar ekki laust vid smá spennu í mér thar sem ad ég er búin ad borga Peter leigu thessa mánuds og láta hann hafa depositumid í hendurnar, og thar med treyst honum algerlega. En hann virtist vera sómamadur og vildi endilega lata mig fá lyklana undir eins, en thad var ekki hægt af thví ad lyklabúdin var búin ad loka...Ég bid bara Gud um ad láta thetta verda allt í lagi. Annars virtist vera mjøg gagnkvæmur skilningur á milli okkar um umgengni, virdingu prívatlífs og leiguborgun, svo ég held ad thetta blessist allt. Nú er ég semsagt búin ad vera 8 daga í Danmørku og allt virdist vera ad ganga upp. Fyrir utan hjóldjøfulinn sem er sífellt ad leka loftinu ut ur afturhjólinu. Tel ég ad ventillinn sé óthéttur, thar sem Ivan athugadi slønguna í dag og fann ekkert athugavert. Ég tharf vist ad eiga alvarlegt ord vid mennina sem seldu mér skriflid. Og audvitad hann Søren Larsen a skattstofunni, best ad gleyma thví ekki.
fimmtudagur, janúar 08, 2004
Vonandi fer thetta allt ad smella saman. Komin med Den Blå Avis í hendurnar, stútfullt af símanúmerum og tilbodum, og thykir mér ótrúlegt ef eitthvad hefst ekki upp úr thessari leit minni. Thad var eins gott ad ég slappadi svona mikid af í MOskvu (eg gerdi thad inná milli handtaka, úlnlidsbrákana, sprengjuárása og thvíumlíks),thví annars myndi ég aldrei hafa orku til ad standa í thessu. Eftir korter á ég ad hringja aftur i Peter. Held og lykke, segi ég nú bara.
miðvikudagur, janúar 07, 2004
Okei ætla ad skrifaa eitthvad adeins meira um thad sem hefur á daga mína drifid...Ég er semsagt ad flestu leyti í mjøg gódum gír, keypti mér nýjan farsíma (ódýran á afborgunum) í fyrradag og nýtt hjól í gær. Hjólid var ekki á afborgunum, ljósblátt med kørfu og bøgglabera og alveg prýdilegt. Mér finnst ég vera mjøg mikil "citygirl" med thessa nýju gripi, og er afskaplega hrifin af polyfoniskum hringitóni símans, sem spilar lagid Copacabana. Svo er skjárinn lika í litum! Carrie Bradshaw or what??? Thess má geta ad eftir ad ég kom vid í búdinni Bianco Sko á Strikinu hef ég tekid thá ákvørdun ad eignast sem flest pør af háhæludum skóm og ganga einungis í slíku fóttauji í sumar. '
SVo var Bønga systir í sólarhringsheimsókn, thad voru miklir fagnadarfundir, og vid gáfum hvor annarri jólagjafir, ullarsokka og vettlinga á víxl ásamt ødrum finheitum. Henni leist rosalega vel á Ivan og mun víst hafa slefad yfir honum alla leidina heim til Akureyrar. Núna er ég semsagt Villti Tryllti Villi í húsnædisleit, á fullu ad hringja í bláókunnugt fólk sem hefur hengt upp auglýsingar úti í háskóla. Var líka ad læra í dag. Mikid er langt sídan ég hef gert thad. Nú tharf ég ad fara til Tønju i mat...Ég fór med Ivan ad sjá Lord of the Rings, og fannst thetta bara alveg ágætt. Vissulega alveg nóg komid af svona slowmo senum og thjáningarfullum svipbrigdum í lokin, en ágætis endir á thessari hringavitleysu, hahaha. 25 aurar. En mikid andskoti var thetta rasiskt, vondu kallarnir bara allir svertingjar og arabar, ha? Greinilegt ad Tolkien hefur thjádst af nasisma á lettu stigi, enda eru allir gódu kallarnir og konurnar í thessari sogu af hreinum arískum uppruna. Mannfolkid í sogunni, altso. HOnum hefur kannski fundist thad sama og stráknum sem sagdi white power vid mig í metroinu í Moskvu.
Vantar svo geeeeeedveikt thak yfir hofud mitt. Er med allt a hreinu i augnablikinu nema thad ad mig vantar husnaedi. Ef einhver sem les thetta veit um eitthvad sem gaeti nyst mer, tha thigg eg allar upplysingar med thokkum.
sunnudagur, janúar 04, 2004
FRabaert, tha er eg buin ad vera i Danmorku i einn og halfan solarhring.
Var naestum farin ad grata i flugvelinni thegar var komid ad lendingu og langadi helst ad hefja upp raust mina og syngja Der er et yndigt land. Sjaldan hef eg verid jafn anaegd ad komast ur einu landi i annad. Enda er Kaupmannahofn the place to be, amk fyrir mig. Og hitta einn vissan ungan mann, thad var eiginlega hapunkturinn a heimkomunni. Oskid mer gods gengis i husnaedisleit.
fimmtudagur, janúar 01, 2004
Jaejza...Tha held eg ad eg se tilbuin ad kvedja Moskvu. Nyja arinu var fagnad i gaer med pompi og pragti i fjolmennri veislu sem var vel buin baedi veigum og godri tonlist. Ansi var nu gaman. Putin helt raedu a midnaetti, vid saum hann i sjonvarpinu og hann liktist helst gomlum doprum apa. Svo skaludum vid i kampavinu og bordudum hardsodin egg med kaviar og maejonesi, voda gott. Partiid var hja donskum strakum sem vinna i danska sendiradinu og thena 3000 dollara a manudi eda meira, og their hofdu semsagt keypt ogurleg oskop af mat og afengi i mannskapinn. Tharna voru samankomin allra thjoda kvikindi, flestir tho Skandinavar og mikid fannst mer huggo ad sja skandinavisk andlit og hlusta a Sort Sol og Saybia. Ad norraenum sid var folk fremur falatt i upphafi veislunnar, enginn kynnti sig og strakarnir vofrudu um med glas i hendi og skotrudu augunum a stelpurnar. Vid satum natturulega og brostum okkar blidasta med glossudum vorum og depludum glimmermaludum augnalokum. Svo for nu ad faerast fjor i leikinn eftir sem fleiri bjordosir og vodkafloskur taemdust, og vid donsku stelpurnar farnar ad stiga trylltan dans. A einhverjum punkti var hreinlega eins og ohrein ofl hefdu verid leyst ur laedingi, allir donsudu og allir ad kyssast, stelpur ad kyssa straka og stelpur ad kyssa stelpur. Audvitad setti eg Hot in Here a og folk for ad rifa sig ur fotunum ad minu fordaemi og thad seinasta sem eg man ur teiti thessari er ad eg stod uppi a eldhusbordi, buin ad fleygja af mer bolnum og skok mig thar sem mest eg matti i felagsskap gestgjafans, sem hafdi nokkru fyrr rifid af ser skyrtuna svo hnapparnir skutust i allar attir. Svo vaknadi eg um morguninn i rumi vid hlidina a Kotju og var eg mjog undrandi a thessu ollu saman. Enn meira furdadi eg mig tho a ad finna 50-rublu sedil i brjostahaldaranum minum thegar eg komst loksins heim seinna um daginn.
En aldrei hef eg sed ibud svo gjorsamlega i rust eftir parti. Glerbrot, bjor, kaviar og braud og floskur og glos ut um allt, og i ollum rumum, sofum og a golfinu la sofandi folk likt og dautt vaeri. Thegar vid laumudumst ut um halftolfleytid, til ad sleppa vid tiltektirnar var gestgjafinn nyvaknadur og rafadi raudeygur um i flakandi skyrtu. Svo forum vid a MacDonalds, og nu er bara ad chilla i dag og svo pakka a morgun. ekki leidinlegt. Svo bara Ivan a laugardaginn, ha?? Haldidi ad thad se? Ekki leidinlegt. Annars get eg baett thvi vid ad eg er komin med nyjan marblett, ekki minni hinum gamla, en thessi er a faetinum og dokkfjolublar. Gledilegt ar.