blog... the modern person's cry for attention

fimmtudagur, nóvember 30, 2006

Ooooooo þessi J.F. á eftir að verða maggi!

miðvikudagur, nóvember 29, 2006

Ég er nú meira kontrólfríkið. Mér finnst ég ekki vera í húsum hæf nema ég sé u.þ.b. fimm kílóum undir kjörþyngd, því þá get ég sýnt og sannað með mjög svo áþreifanlegum sönnunum hversu vel ég stjórni nú lífi mínu. Nú hef ég t.d. bætt smávegis á mig síðan í september, og strax finn ég fyrir örvæntingu og óttast að nú sé allt á leið niður og norður og mér takist aldrei aftur að verða jafn mjó og þarna einhvern tímann. (Reyndar eru allar líkur á því, ef ég miða við fyrri kúrvur). Það ætti ekki að skipta mig svona miklu máli, mér ætti að vera sama og bara vera ánægð með að vera hraust og í ágætis formi miðað við hvað ég er búin að vera upptekin, en nei, ég er með þetta gjörsamlega á heilanum svo ekki sé meira sagt. Það versta er að mér finnst fyrst og fremst vandræðalegt að ég hafi látið djöfsa (s.s. þyngdina) leika lausum hala og gera þveröfugt við það sem ég vil helst, þegar ég hefði átt að stýra málum með járnhönd. Hvað er eiginlega að manni?

sunnudagur, nóvember 26, 2006

Ég veit ekki alveg hvernig ég ætla að fara að því að ná öllu sem ég ætla að ná fyrir áramót, en það skal gerast. Skal gerast.

föstudagur, nóvember 24, 2006

Torsdagsbar í gær. Og sá skemmtilegasti lengi. Loksins virðist endalaust streð við að þvinga samnema mína til félagslífs vera farið að bera árangur. Þetta var bara eins og í þá gömlu góðu daga þegar ég byrjaði, allir blindefull, sumir að kyssast í horninu, aðrir að skála í vodka og enn aðrir að dansa (þar á meðal ég). Svona á þetta að vera! Ditte gisti svo heima hjá mér, þar sem jakkinn hennar hafði læstst (á að stafa þetta orð svona???) inni á barnum og barþjónninn stunginn af með lyklana. Snemma í morgun raknaði ég svo úr ölvunarroti, bylti mér yfir á hina hliðina og fann mér til mikillar undrunar og hryllings að einhver lá þarna við hliðina á mér. Ég snarsettist upp og tók að þreifa framan í Ditte til að komast að því hver lægi þarna (ekkert verið að kveikja á lampa, neinei), því ég var búin að steingleyma því að hún hefði komið með mér heim og hélt satt að segja í augnablik að...það er best að segja ekki hvað ég hélt. Hahaha!

miðvikudagur, nóvember 22, 2006

Á morgun á ég að halda stuttan fyrirlestur eða uppákomu um Meistarann og Margarítu í tímanum hjá Jon. Hann gaf mér nokkur góð ráð um hvernig skyldi að fara, og bætti svo við að nú væri ég kennari en ekki nemandi. Það er naumast! Það væri fínt ef allir tækju mig svona alvarlega.

Ég er komin með viðbjóð á að búa ein. Kannski ætti ég að fá mér naggrís, eða eitthvað annað lítið dýr til að halda mér félagsskap. Mig er farið að dreyma um fullt hús af börnum eða a.m.k. eitt eða tvö sem koma hlaupandi í fangið á mér, ær af kátínu við að sjá mig eftir langan dag aðskilnaðar. Því hér bíður yfirleitt enginn eftir mér nema sjónvarpið og tölvan.Snapp snapp.

þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Ég skil ekki hvernig ég get endalaust verið blönk. Ég skil ekki hvernig þetta fyrirtæki sem ég vinn hjá getur lofað manni að nóga vinnu verði að fá, þegar svo er greinilega ekki. Ég brjálast.

laugardagur, nóvember 18, 2006

Í dag barst BA-gráðu skírteinið mitt með póstinum, og kætti það mitt litla stúdínuhjarta. Skírteinið er hvítt og gljáandi lamínerað og er þar rakinn minn námsferill með einkunnum og alles. Nú væri gott að geta skellt inn mynd af því, ég er farin að sjá að myndavélarkaup eru óumflýjanleg. Það verður hins vegar að bíða dulítið, enda jólin á næsta leyti og þau eru yfirleitt dýr. T.d. ætla ég að kaupa mitt eigið jólaskraut í ár og finnst það vera merkur áfangi í lífi hverrar fullorðinnar manneskju, a.m.k. hlakka ég til.

En nú verð ég að fara í sturtu, enda var ég að koma úr vinnunni og það er bæði gamalmenna og reykingafýla af mér, sussubía.

fimmtudagur, nóvember 16, 2006

Nú er ég enn og aftur byrjuð að skrifa ritgerð um málvísindi og enn og aftur um rússneskar sagnir. Og ég sver við allt sem mér er heilagt að ég ætla ekki að skrifa fleiri ritgerðir um þetta efni. Eftirleiðis skal sinna því sem er einhver framtíð í, og þá á ég ekki við framtíð í rykfallinni kompu, í leit að útdauðum beygingarendingum við daufan geisla hálfdauðs vasaljóss. Nei, nú ætla ég að fara að snúa mér að þýðingum og bisness af fullri alvöru og gerast framakvendi mikið á morðháum hælum (og með enn hærri laun!).

þriðjudagur, nóvember 14, 2006

Mikið er nú orðið fínt hér inni. Sæta stelpan sem býr á fimmtu hæð er að flytja og hún seldi mér stóru IKEA hilluna sína fyrir slikk. Micha hjálpaði mér að setja hana saman og færa litlu hilluna til, og svo raðaði ég flest öllum bókunum mínum í nýju hilluna, ásamt sjónvarpinu, dvdspilaranum og hátölurunum. Í kvöld ætla ég svo að klára að ganga frá, spasla í gömul göt á veggjunum þar sem áður héngu myndir, og svo verð ég víst að fá lánaða borvél hússins í hundraðasta skipti og bora ný göt. Það er mesta furða að þetta herbergi hangi enn saman yfir mér, svo mikið er ég búin að bora í þessa draslveggi sem molna við minnstu snertingu. En hér er sem sagt orðið ógurlega flott og ef ég ætti stafræna myndavél skyldi ég nú kasta nokkrum myndum hingað inn. En ekki bý ég svo vel, svo þið verðið bara að ímynda ykkur það.

sunnudagur, nóvember 12, 2006

súkkulaði súkkulaði súkkulaði súkkulaði

laugardagur, nóvember 11, 2006

Veðrið er viðbjóðslegt. Ég er búin að vera inni í allan dag, sem gerist nú ekki oft. Það er reyndar búið að vera ágætt, þar sem mér hefur loksins tekist að gera eitthvað af viti varðandi mitt nám, sem hefur mátt sitja á hakanum í haust. Nú er búið að þagga aðeins niður í samviskubitinu og ég er að hugleiða að fara út í Blockbuster. Það krefst þó þess að farið sé utandyra. Getur ekki farið að snjóa og þessi andskotans rigning hætt? Ég er nefnilega farin að hlakka til jólanna, og þá sérstaklega að kaupa mitt eigið jólaskraut. Ég er líka að ímynda mér að ég muni senda jólakort til vina um heim allan (það eru sko engar ýkjur, þeir eru um heim allan), baka smákökur (veit reyndar ekki af hverju þar sem ég er ekkert sérstaklega gefin fyrir smákökur) og sé sjálfa mig í anda dúðaða í húfu og trefil að labba í snjónum.

Veðrið er viðbjóðslegt. Ég er búin að vera inni í allan dag, sem gerist nú ekki oft. Það er reyndar búið að vera ágætt, þar sem mér hefur loksins tekist að gera eitthvað af viti varðandi mitt nám, sem hefur mátt sitja á hakanum í haust. Nú er búið að þagga aðeins niður í samviskubitinu og ég er að hugleiða að fara út í Blockbuster. Það krefst þó þess að farið sé utandyra. Getur ekki farið að snjóa og þessi andskotans rigning hætt? Ég er nefnilega farin að hlakka til jólanna, og þá sérstaklega að kaupa mitt eigið jólaskraut. Ég er líka að ímynda mér að ég muni senda jólakort til vina um heim allan (það eru sko engar ýkjur, þeir eru um heim allan), baka smákökur (veit reyndar ekki af hverju þar sem ég er ekkert sérstaklega gefin fyrir smákökur) og sé sjálfa mig í anda dúðaða í húfu og trefil að labba í snjónum.

miðvikudagur, nóvember 08, 2006

Ég veit að ég þekki hana ekki neitt, en stundum finnst mér eins og hún Eivör viti hvernig mér líður eða hvað ég er að hugsa. Það hlýtur að vera svipaður uppruninn frá veðurbarinni eyju í norðurhöfum, en eitthvað meira en það, get bara ekki alveg útskýrt hvað. Ég veit fátt betra við rigningu og ólyndi en að skríða hingað heim í holu mína, kveikja á kertum og marglitu ljósaseríunni minni sem Tinna gaf mér, og setja plöturnar hennar Eivarar á fóninn. Þá líður mér eins og ég sé komin heim, í hlýtt móðurfangið meðan stormurinn gaular á glugga og ærnar hnipra sig á fjöllum. Svona dagur er í dag.

þriðjudagur, nóvember 07, 2006

Liza, Lena og ég á Barkhat í þarseinustu viku. Æ, hvað það var gaman, og æ, hvað þær eru yndislegar manneskjur.

Mikið finnst mér gaman að kenna, jafnvel þótt að nemandinn sé bara einn. Ekki er ég heldur neinn snillingur í listinni að kenna, því fer nú fjarri, en það er ánægjulegt að miðla af þeirri reynslu og kunnáttu, sem manni hefur tekist að sanka að sér á stuttri ævi.

miðvikudagur, nóvember 01, 2006

Lífsorka mín er snúin aftur. Það er yndislegt og breyting til batnaðar. Til dæmis er mér ekki kalt lengur, nema þegar veðrið er andstyggilegt eins og í dag. Annars finnst mér allt skemmtilegt. Því til staðfestingar pantaði ég nýja diskinn hans Justins og nýja diskinn hennar Indie Arie á www.cdon.dk í dag. Ég er líka að fara á tónleika með Justin í Fresno í janúar! Jei!