Útborgunardagur í dag. Svosem ekkert merkilegt í sjálfu sér, alltaf sömu skítalaunin. Ég bíð þess dags þegar fólk kemur loksins auga á snilligáfu mína og fer að borga mér 1000dk á tímann fyrir það eitt að draga andann.
Hvað um það, ég fékk skyndilega hugljómun og hljóp beint eftir vinnu út í Intersport og keypti massívan íþróttabrjóstahaldara og sippuband. Svo fór ég niður í leikfimisal og hamaðist þar sem mest ég mátti. Það er nú meira hvað það getur verið erfitt að sippa þegar maður er orðinn stór, nokkuð sem maður gerði án þess að depla auga í bernsku. Ég gerði ekki annað en að flækjast í þessu hvað eftir annað, en minnug boxtímabilsins míns hélt ég ótrauð áfram, og er viss um að ég verði fljótlega jafn lunkin í sippinu og ég var þá...fyrir fimm árum síðan. Jæks!!
Næstu kaup verða 1 kílóa handlóð fyrir þolþjálfun og svo langar mig í almennileg 2 eða 3 kílóa lóð fyrir lyftingar. ég er nefnilega jafn mikill íþróttafanatíker og mamma.
Í kvöld ætlum við að fara að sjá Nik og Jay í Tívolí. Þeir eru svona...hmm, veit ekki hvort það sé eitthvað sambærilegt á Íslandi eins og er. Segjum bara að þeir eru hataðir og dáðir, flestir taka alfarið fyrir að finna fyrir öðru en hyldjúpri andúð á guttunum, en svo finnst held ég öllum þeir skemmtilegir þegar enginn sér til/komin er guðaveig í glas. Á eftir ætlum við að fara út og kannski koma þessir ítölsku og spænsku vinir hans Miguel með. ég er skíthrædd við þá. Ekki bókstaflega, en ég meika ekki að sitja ein kona (einhvern veginn verður það verra af því að vera með sítt ljóst hár, veit að það er steikt en samt...) með hóp af latínóum sem blaðra bara um sitt á sínu, þó að þeir kunni ensku. Kannski er ég að ýkja þetta fyrir sjálfri mér, en ég er a.m.k. komin með neyðarlínu til Nönnu fyrir kvöldið, ef að það stefnir í svonalagað. Svo er eitt - hugmynd flestra stráka um skemmtun er að sitja, drekka bjór og tala. Þetta finnst mér hin mesta firra. Hvernig ætti það að geta verið gaman nema rétt fyrst eða með hléum? Ég tek ekki slíkt í mál. Svo er ég kannski bara að ímynda mér þetta allt og strákarnir verða ofurhressir og reyta af sér brandarana í allt kvöld.
föstudagur, júlí 29, 2005
þriðjudagur, júlí 26, 2005
Það er orðið ALLTOF langt síðan ég komst út að skaka á mér botninn! Man ekki einu sinni hvenær ég lenti í slíku gamani, ef undanskilin eru kynnin við Snoop Dogg á Hróaskeldu. Þar var ég hvort sem er að selja ís og gat ekkert sleppt mér almennilega. Anna Hera lendir í kvöld eða á morgun, en hún er svo að fara beint til lands elds og ísa á fimmtudaginn og ekkert út úr henni að hafa á þann háttinn. Allar vinkonur mínar (amk þær sem á er treystandi í þessum efnum) eru erlendis eða í einhverju fokking sommerhus....nema, hey, ekki Nanna sem ég vinn með! Nanna er á litinn eins og núggat og syngur eins og hunangssmurður næturgali, og ég hlýt eiginlega að geta platað hana út á lífið með mér í ágúst. Annars veslast ég upp og dey.
Sá annars mjög pirrandi austurevrópska breikdansara á Strikinu í dag. Eftir að hafa heyrt þá góla sömu lélegu brandarana á stirðri ensku í tuttugasta skipti, fékk ég nóg og stikaði í burtu. Þó ekki fyrr en ég var búin að gjóa illilegum augum á þá og þeirra luralegu húfur og smetti, sem báru greinileg merki um að hafa nýlega glatað mottunni til heiðurs "ferðinni til Jevrópu". Þrátt fyrir eitraðar hugsanir mínar gat ég þó ekki annað en fengið nettan nostalgíusting.
mánudagur, júlí 25, 2005
Það virðist vera komið hlé á sumrinu, ekki útlit fyrir 25 stiga hita og sólskin á næstunni. Ég treysti hinsvegar á ágúst og september...
Í fréttum er annars að Spánarferðinni um áramótin er aflýst. Ég sé ekki fram á breytingar í þessu máli, nema IcelandExpress drullist til að lækka fargjöldin - bara ferðin til Íslands kostaði meira en að komast til Oviedo á tveimur flugmiðum. Ég verð þá að finna annan tíma til að leika við krúttið mitt og bíða með það að gleypa 12 vínber á miðnætti, hinsvegar er allt útlit fyrir að ég muni leika við ykkur og gleypa í mig ódýrt freyðivín á miðnætti. Á gamlárskvöld, það er að segja.
Hvað sem því líður finnst mér að IcelandExpress gætu boðið betur - hvað á það að þýða að selja far aðra leiðina til Íslands á 800-1000 danskar krónur, þegar þrjár vélar fljúga á dag og nóg er eftirspurnin? Haaallllóóóó???
föstudagur, júlí 22, 2005
Veit ekki alveg af hverju ég sit hér á náttfötum með gleraugu og fitugt hár þegar ég ætti að vera í sturtu að maka á mig dýrindis sápum og ilmkvoðum? Það rann upp fyrir mér í dag að ég hef ekki farið í sturtu síðan á þriðjudaginn (já, og ég segi hiklaust frá því, þetta þvottasull er ofmetið) og mér finnst ég vera nett klístruð. Slíkt dugir ei þegar haldið skal í Tívolí í kveld að hlýða á skærustu R´nB stjörnur Danaveldis hefja upp raustir sínar og svo í eitthvað furðulegt partí á Vesterbro. Hitti nefnilega Alexander og Jakob (sem munu ALDREI geta hætt endanlega saman) á götuhorni í gær þar sem þeir voru "rétt í því að kveðjast", humm, og þeir buðu í þetta partí. Það verður svo að koma í ljós hversu skemmtilegt það verður.
miðvikudagur, júlí 20, 2005
Með einföldum skólareikningi hef ég komist að þeirri niðurstöðu að útgjöld mín á næstunni, og þá sérstaklega í upphafi septembermánuðar, séu af slíkri stærðargráðu að sérstakra aðgerða þurfi til að geta staðið undir þeim. Við erum að tala um afborganir á láni og tölvu, flugmiðakaup, dansnámskeið (einhverjum kann að þykja það óþarfi en fyrir mér er það nauðsyn), afnotagjald DR1 og DR2 (þær stöðvar sem ég horfi minnst á, en ég hlusta náttúrulega oft á P3) og svo kemur örugglega eitthvað fleira. Af þessum ástæðum hef ég ákveðið að ráða mig í tvær vinnur og þræla sleitulaust allan ágústmánuð, svo að þetta megi allt fara vel. Svo eru hvort sem er allir sem ég þekki einhversstaðar annars staðar, í fríi eða álíka, og draumaprinsinn farinn heim til Spánar að læra undir próf, svo ég get alveg eins gert eitthvað þarft og gagnlegt. Annars myndi ég bara sitja heima eftir vinnu og horfa á dr.Phil og Bráðavaktina og svo þrjá Simpsonsþætti í röð...á hverju kvöldi.
Simpsons byrjar annars eftir fjörutíu mínútur, júhú.
sunnudagur, júlí 17, 2005
Ég hef ekki fengið eitt einasta meil um helgina, fyrir utan kærkomið meil frá Siggu Dís á föstudeginum. En föstudagur telst ekki til helgarinnar, og það er kannski ekki nema von að fólk nenni ekki að skrifa lúðum sem liggja og troða í sig nammi yfir hundgömlum aksjónmyndum. Sveisvei.
Í kvöld koma semsagt hinir tveir þriðjupartarnir af Sisters of No Mercy, og á morgun förum við á LAURYN HILL tónleika. Hvað segiði þá? Ekki oft sem slík skemmtun býðst, enda konan margra barna móðir og ekki á hverjum degi sem hún skellir sér í tónleikaferðalag um Evrópu, ónei. Miðarnir voru í dýrari kantinum, en við systur vorum sammála um að af slíkum viðburði mætti ekki missa.
Annars er ég alveg smsfrí þessa dagana. Farsíminn minn er nefnilega hjá Anne vinkonu minni, týndi honum í ölæði á Hróaskeldu og hann kom svo í ljós í fórum hennar. Anne svarar þó hvorki tölvupósti né símhringingum af neinu tagi, og ekki er stúlkan heima hjá sér, svo ég veit ekki hvað skal til bragðs taka.
laugardagur, júlí 16, 2005
Hversu eðlilegt er það að vera vitlaus í hreyfingu og nammi á sama tíma? Er búin að vera í nammi og lakkríssnappi síðan ég kom heim frá la Espanjola, í gær hakkaði ég í mig einn Lossepladsen á mettíma yfir Terminator 2 og lognaðist svo út af af sykursjokki og háu sýrustigi í maga. Í dag keypti ég finnskt bland í poka, reif það í mig og henti svo restinni, enda borða ég bara góðu molana.
Á morgun koma systur mínar tvær og Grétar, kærasti Hallgerðar, og Miguel er að rifna af spenningi. Við ætlum að búa til tapas og hann er alveg að snappa í sí flóknari og viðameiri matseðlum, en á endanum tókst mér að setja manninum stólinn fyrir dyrnar og banna ommelettur og súkkulaðitertur sem krefjast tveggja daga eldamennsku. Nú ætla ég, í stíl Tinnu Sigurðardóttur að útmála matseðilinni fyrir lesendum:
- Gazpacho
-Hvítlaukssteiktar rækjur
- Serranoskinka, Chorizo og ostar frá Asturiashéraði
- Spænskt salat
-Ofnbökuð eggaldin með tómötum og osti
-Chili kartöflur
Er þetta ekki meget meget lækkert??? Svona er maður orðinn spænskt inspireruð... Er m.a.s. kominn með bækur fyrir sjálfsnám í spænsku, vonandi að ég geti sýnt þann dugnað og sjálfsaga að læra nokkrar setningar til að hósta upp úr mér næst þegar ég kem í heimsókn í El krummóskuz. Í héraðinu hans Miguel kann nefnilega enginn ensku. Þetta var eiginlega svolítið eins og að koma til Rússlands, bara talsvert huggulegra, maturinn var betri, fólkið meira afslappað osvfr.
Svo vorum við í Madrid seinasta daginn af fríinu, og Jesús Kristur - hefur fólk þar í bæ aldrei séð samsetninguna ljóshærð kona + brjóst? Það mætti halda, því hver einasti karlmaður á aldrinum 5 - 95 ára (og heilmikið af konunum líka) góndu ófeimnir ofan í hálsmálið á græna kjólnum mínum og það var hóað og hæað, alveg sama þó kavaler væri mér við hlið. Hef reyndar heyrt svipaðar sögur um Suður-Evrópska menn frá vinkonum mínum, og auðvitað hef ég reynt sitt af hverju í þessum efnum (í glápi og viðreynslum á götum úti, þ.e.a.s.), en ekki grunaði mig að þetta væri svona gróft. Jeddúddamía! Auðvitað alltaf smá flatterandi þegar manni er veitt athygli, en þetta var fáránlegt...
fimmtudagur, júlí 14, 2005
Hæ og hó, komin heim frá Spáni eftir mjög afslappandi viku í Oviedo og einn steikjandi heitan dag í Madrid (já, það var 40 stiga hiti!!).
Ferðin heim var fremur óafslappandi, flugvélinni seinkaði talsvert þar sem að einn farþegi mætti ekki á staðinn og þá þurfti að leita að töskunum hans og henda þeim út. Allir urðu auðvitað gráhærðir af áhyggjum og hræðslu við að þarna væri Al-Quieda komin undir leyninafninu Claus Jensen. Til allrar hamingju reyndist ekki vera svo, hinsvegar tel ég nokkuð víst að barnið sem sat fyrir aftan mig hafi verið afsprengi hins illa sjálfs: krakkagerpið orgaði og hrein og sparkaði í sætið mitt alla ferðina. Mamma litla skoffínsins sinnti því engu og var alveg hissa: "hvad då? Sparkar hun?" þegar ég snéri mér við og bað hana vinsamlegast að hafa hemil á fóta-og rassaköstum afkvæmisins.
Lifandi komumst við þó heim, en þegar við loksins komumst í háttinn gat ég engan veginn sofnað fyrr en undir morgun, og því tilkynnti ég mig veika í vinnuna í dag. Svo er ég bara farin að leita mér að nýrri vinnu, hætti í hjemmeplejen ekki seinna en 8.ágúst (og því verður sko fagnað), og ef að ég á að geta fjármagnað öll þau símtöl og utanlandsferðir sem liggja fyrir hið komandi ár, er ekki um annað að ræða en að bretta upp ermarnar og skeina gamlingjum í akkorði.
sunnudagur, júlí 10, 2005
Thad verdur seint sagt ad maturinn hér á Spáni sé vondur. Vid hofum vart gert annad en ad troda og troda í gúlana, en samt erum vid baedi búin ad léttast, eins og ótrúlegt og thad nú er. Jaeja, ég tharf ad drífa mig, fyrst á markad ad skoda glingur og ódýra skó og svo á strondina ad hlaupa berbrjósta út í brimid.
föstudagur, júlí 08, 2005
Hola, buenos días frá Spáni, thar sem ég hef ekki haft annad fyrir stafni en ad ráfa um, thamba sidra og troda í mig raekjum, tapas, hvítu braudi og odru gódgaeti. Svo hefur verid kíkt heilmikid á krúttlegar byggingar, vafrad um torg og ongstraeti og sidast en ekki sist (eiginlega thad sem hefur verid gert mest af)...skodad í búdir. Nú er ég svo heppin ad hann Miguel minn er einn af theim orfáu gagnkynhneigdu karlmonnum sem hafa gaman af budarapi, og hefur hann thvi med einstakri tholinmaedi og ánaegju fylgt mér í ENDALAUSAR skóbúdir, inn og út úr Zoru (meget laekkert) og horft á mig gramsa í snyrtivorum á útsolu og prófa einn varalitinn á eftir odrum.
Vedrid er ekkert búid ad vera upp á sitt besta, en á morgun á víst gamanid ad byrja med sól og vthrjátíu stiga hita. Svo get ég sagt ykkur frá thví ad ég er óvenju afsloppud og áhyggjulaus (gaeti raudvínsdrykkja um midjan dag haft nokkud hér ad segja) í thessum spaenska fíling og bara allt gott ad frétta. Yfir og út.
mánudagur, júlí 04, 2005
En Kæmpe Kondi og to Polarstænger, værsgo
Ég vil ekki sjá ís aftur fyrr en næsta sumar. Annars get ég einungis sagt að þetta var betra en ég átti von á, eyddi nærri engum pening, sólin skein ALLAN TÍMANN, og við náðum að djamma fullt á milli vakta. Ekki heldur eins og þessar vaktir hafi verið einhver hryllingur, meiri svona "á bíkíníi að selja ís og dilla rassinum á Snoop Dogg tónleikum"stemning...
....og svo er það bara Espanja á morgun! Jesú María. Get ekki beðið eftir að troða í mig ólífum, hvítlaukssteiktum rækjum og þamba rauðvín og sangríu...