Vedrid er ekki ad standa sig í stykkinu, thykir mér. Vedurfrædingar lofa sól og hita, en upp á hvern einasta dag er ekkert annad i bodi en skýjad og fimmtan stiga hiti, ef hita skyldi kalla.
Hinsvegar hef ég ekki farid varhluta af vori og komandi sumri. HOrmonarnir ólga i skrokki mínum, svo ég get tæpast einbeitt mér ad einu né neinu. Thad einasta sem mig langar til ad gera er ad reyna vid stráka, djamma og kaupa skó. Sussubía.
ég er kannski komin med nyja vinnu, hja fyrirtæki sem heitir Catinet Research. Vinnan gengur út á ad taka vidtøl vid folk á gøtum úti um alls konar vørur og neyslu eda eitthvad thannig. Thad sem er mest spennandi vid starfid er ad madur fær ad fara til allra møgulegra bæja í Danmørku og jafnvel yrdi ég, thøkk sé sænskukunnáttu minni, send til Svíthjódar ad taka vidtøl! Spenno, eller hur?
föstudagur, maí 28, 2004
miðvikudagur, maí 26, 2004
Undur og stórmerki!
Byrjaði daginn á því að sofa út til kl.hálftíu...Mmmm...fór svo í sund og svo í klippingu hjá Street cut, þar sem vinnur fullt af Íslendingum og alltaf gaman að koma við þar. Klippikonan sagði mér að það væru Metallica tónleikar í kvöld (sem hafa alveg farið fram hjá mér) og klippti mig svo í líkingu við Maya Albana, sem er rokksöngkona hér í landi. Útkoman var ágæt bara og ég hjólaði heim og eldaði mér pastasull í hádegismat. á meðan ég sat að snæðingi datt rautt og hvítt umslag inn um bréfalúguna - og umslagið atarna hafði góð og mikil tíðindi að færa! Nefnilega þau, að mér bauðst húsnæði á Rasmus Nielsens kollegíinu, og innflutningsdagurinn yrði þann 1.júlí! ég spratt á fætur og dreif mig rakleiðis niður á kollegískrifstofu, þar sem ég veitti tilboðinu formlega viðtöku og hef síðan að maðurinn á skrifstofunni mælti töfraorðin "til lykke med værelset" verið viti mínu fjær af gleði! Er núna úti í skóla og ætla að vinna að ritgerðinni minni...Í kvöld verð ég hinsvegar að reyna að plata einhvern á kaffihús, ég er alveg að morkna að sitja alltaf og glápa á imbakassann kvöld eftir kvöld. Já, svona er sjónvarpið fljótt að glata aðdráttarafli sínu...það er nefnilega pínu leiðinlegt til lengdar.
Jæja, en í framtíðinni mun ég semsagt búa á Amager, eins og áður, en nú í ágætis eins-herbergis íbúð með eldhúsi og baði. Jibbí!
mánudagur, maí 24, 2004
Ykkur að segja...þá er Brad Pitt magnaður í Trojunni. Þvílíkt vöðvabúnt. Við svitnuðum og slefuðum.
En já. Helgin leið fremur rólega, var í vinnunni og lék við anne eftir vinnu á laugardeginum. Niðri í bæ voru mótmæli til að bjarga Christianiu, sem Anders Fogh hyggst loka eða einkavæða eða eitthvað þaðan af verra bráðlega. Allan daginn hafði sólin skinið en vindur þó hvassur og napur, og þegar ég lagði af stað að hitta Anne niðri í bæ, hófst ein sú tryllingslegasta rigning sem ég hef lent í lengi. M.a.s. haglél dundi á vegfarendum í nokkrar mínútur. Það er skemmst frá því að segja að þegar ég kom niður í bæ,var ekki þurr þráður á mér. Við röltum aðeins um og kíktum á mótmælin, en höfðum okkur þó fljotlega á braut og hjóluðum heim til mín og bjuggum til mac'n'cheese. Svo horfðum við á sjónvarpið og mauluðum súkkulaði.
Í gær lenti ég svo í því ljóta óhappi að keðjan datt af hjólinu mínu. Alltaf hef ég heyrt að það sé barnaleikur einn að setja keðju aftur á hjól, svo ég tók til við verkið, en það hvorki gekk né rak. Eftir að hafa slegist við keðjufjandann í hálftíma, gafst ég upp, hringdi á næstu dyrabjöllu og bað um pappír til að þurrka hendur mínar, og teymdi hjólið niður á Vangede station (til allrar hamingju var ég stödd þar nálægt). Á meðan ég beið eftir lestinni varð flestum starsýnt á mig, þar á meðal manni einum, sem tók svo sömu lest og hélt áfram að stara. Eftir nokkrar stöðvar bauðst hann til að setja keðjuna aftur á og annar maður stökk til og vildi veita liðsauka sinn. Svo varð úr að við stigum öll úr á ryparken station og þeir settu keðjuna aftur á. Ég sá nu ekki betur en að þeir beittu nákvæmlega sömu aðferð og ég, en kannski aðeins meiri handlagni. Svo nú ætti ég að geta þetta sjálf, næst þegar svo ber við. Ég þakkaði þeim kærlega fyrir og hjólaði heim. Hinsvegar er ég enn með svartar hendur eftir þetta vesen allt saman, og ætla að reyna að redda því í dag. Er nefnilega að fara í atvinnuviðtal hjá einhverju Analyze institut, sem ég hef reyndar ekki mikinn áhuga á (held ég), en ætla að athuga málið. svo það er vissara að koma vel fyrir.
Alexander bauð mér i partí um helgina, hjá fótboltaklúbbi kærastans! Partí fullt af strákum, vei! Reyndar fótboltastrákar, sem ég er alveg búin að fá nóg af. jæja, það má þó alltaf skoða þá aðeins.
fimmtudagur, maí 20, 2004
Í gær átti ég stefnumót við Brad Pitt. Hann var nefnilega í sjónvarpinu mínu, með sítt hár og ýmist ber að ofan eða í skyrtu, í myndinni Legends of the Fall. Þvílík fegurð. Ég veit að ég er sirka 10 árum á eftir, en ómægod!!!Ég engdist og skalf. Og við ætlum að hittast aftur í kvöld. Eða á eftir réttara sagt, ég og Alexander ætlum nefnilega að fara að sjá Troju seinnipartinn í dag. Orlando Bloom er líka með í þeirri mynd, og ég geri ráð fyrir því að þeir verði berlæraðir og með bera upphandleggi mestan partinn af myndinni. Svo glætan að ég láti þetta framhjá mér fara!
Annars gerist fátt hér í Kaupmannahöfn, svona lókal séð. skólinn er búinn, var í seinasta tímanum mínum í gær, og kennarinn virtist vera jafn feginn og við. Reyndar höfðum við gert ráð fyrir tveimur tímum í viðbót, en gamli skarfurinn hafði greinilega strokað það úr minni sínu og lét sem ekkert væri. Og önnin bara að verða búin! Eða hún er búin. Þetta er ótrúlegt. Ég man þegar ég var lítil að tíminn leið óhugnalega hægt, bara rétt silaðist áfram. Og í dag þýtur hann hjá, maður rétt nær að telja hrukkurnar og strekkja á brjóstahaldaranum. Jæja, segi ekki að ástandið sé orðið svo alvarlegt enn. En það styttist í það.
Svíþjóðarförin fór vel og sómasamlega fram af minni hálfu, annað má segja um sumar vinkonur mínar. Mér rétt tókst að koma mér í rútuna á föstudeginum, í miðbæ Kaupmannahafnar var gríðarleg mannþröng og allar götur lokaðar, vegna brúðkaupsins. Sú athöfn var mér mjög neðarlega í huga ef svo má segja, og ég var eiginlega mjög fúl yfir að geta ekki fengið mér falafel pítu á falafel house á strikinu, og mátti sætta mig við viðbjóðslegan McD hamborgara á Hovedbanegården. Slíkan ófögnuð borða ég aldrei framar, a.m.k. ekki ódrukkin. Nú er ég reyndar með bók um McD í láni frá Nödju og mun sennilega aldrei lata slíkt inn fyrir mínar varir eftir þann lestur. En fyrst að klára Fátæklingana eftir Dostojevskí. hann er nú alveg ótrúlegur. Hver hefði trúað því að það sem einhver Rússi var að pára árið sautján hundruð og súrkál myndi hrífa fólk um allan heim löngu seinna.
Jæja, Svíþjóð...svo kom ég til Gautaborgar um kveldið og rataði heim til Nödju, ótrúlegt en satt. Vingsaðist þó góða stund fyrir utan húsið hennar og þorði ekki að reyna að komast inn af því að ég hélt að það væri elliheimili.
Mariann og Silje voru nýkomnar frá Noregi,og þær voru, viti menn, bara líka single! Mariann að vísu ennþá gift arabanum, en þau eru hætt saman, og Silje loksins hætt með Oystein eftir að hafa verið með honum í þúsund ár. Svo fórum við snemm að sofa eins og góðar stúlkur og í bæinn að rölta og kíkja í búðir daginn eftir. Um kvöldið fórum við svo á Nefertiti, besta dansstað Gautaborgar, og Silje tókst að kyssa þar fjóra unga menn. Til allrar hamingju slapp ég við allt slíkt, það var þarna einn sætur en þegar ég loksins var hætt að þykjast vera merkileg með mig og ætlaði að fara að heilsa upp á hann, var hann auðvitað búinn að gefast upp og farinn að tala við einhverja svarthærða glyðru. Oseisei. Reyndar er svo mikið af fallegu fólki í Svíþjóð, bæði karlkyns og kvenkyns, að maður veit ekki hvert skal horfa. Allir svo lekkerir eitthvað. En við skemmtum okkur konunglega, alla helgina, og á mánudeginum var ég orðin kvefuð af öllu útstáelsinu. Hið kristilega líferni hefur því tekið við í bili.
föstudagur, maí 14, 2004
Sælinú. Danmørk er á ødrum endanum vegna hins konunglega brúdkaups sem er eftir...klukkutíma! Sjitt. Ég læt mér thetta allt í léttu rúmi liggja og er á leidinni til Gautaborgar ad heimsækja hana Nødju mína og svo koma Mariann og Silje. Ég hef ekki hitt thær sídarnefndu í eitt og hálft ár, svo thad er kominn tími til. Svo thegar ég kem heim verdur thessu glaumlíferni ad linna, seinasti fimmtudagsbarinn var í gær, gudi sé lof, og ekki meira ad sækja thangad næstu manudina. En audvitad er hægt ad sækja syndina heim á ødrum stødum. En nei, á mánudaginn tekur alvara lífsins vid - skrif og lestur og vinna í sveita andlits míns. Jæja. Best ad skreppa og fá sér falafel ádur en ég legg í hann. Bæjó spæjó.
miðvikudagur, maí 12, 2004
ég er svo aldeilis lens á þeim umskiptingum sem hann Blogger okkar hefur gengið í gegnum mér algerlega óafvitandi. Tinna var nú eitthvað að nefna þetta á sínu bloggi - mér líst nú bara ekkert á hvað sú stúlka virðist vera að drekkja sér í vinnu á einhverju kaffihúsi og við íslenskukennslu fyrir ómálga útlendinga. Ég hélt að hún væri í námi!
Það sama má nú segja um mig...ég er ekki alltaf viss um hvað ég er eiginlega að gera í lífi mínu. fór að hitta Alexander og eina rússneska stúlku sem heitir Katja á búllu sem nefnist Café Halvvejen. Ég hélt að þetta væri vinaleg lítil krá, jújú, þetta reyndist vera það,fádæma ódýr bjór og vinaleg þjónusta. Með þeim afleiðingum að þegar Katja kvaddi okkur rétt fyrir kvöldmatarleyti tókum við þá sameiginlegu ákvörðun inni í hausnum á okkur ( og leiddum svo plön okkar í ljós fyrir hvort öðru við góðar undirtektir okkar beggja) að í dag væri djammdagur (í gær var nótabene þriðjudagur)og réttast að fá sér annan bjór. Ég er í dag hálflens á þessum drykkjuskap, en mikið ægilega var gaman...Svo kom Jakob kærastinn hans Alexanders og fyrrverandi kærastan hans, Saskija. Ég byrjaði á því að rétta henni höndina og segja "hej, hedder du Trine", þó hún hefði ekkert sagt um það hvorki til eða frá. Svo enduðum við á að fara á The Moose og skoða strákana, frekar lítið í þá varið, en þar var vissulega einn ungur maður sem vildi óðfús kyssa mig og sennilega margt annað, en ég tók fremur dauft í það. Kyssti hann bara einu sinni ;)Ég tók svo góða syrpu á trúnóinu með Jakob og sagði honum ýmislegt um sjálfa mig og kynhneigð mína, til að nefna dæmi.Var að hitta manninn í annað sinn í gær.En hann virtist vera mjög áhugasamur um þetta allt saman.
Nú er ég viss um að móðir mín er að deyja úr áhyggjum við að lesa þetta og heldur að barnið hennar sé orðinn bódegudrottning mikil, en svo er ei.Þó vissulega mætti draga þá ályktun. Ég kom mér heim á sómasamlegum tíma og hef verið að vinna að ritgerðinni miklu í dag. En auðvitað eru til alkar sem passa vinnuna sína, segi það ekki. annars get ég ímyndað mér að vonir mömmu gömlu um "góðan íslenskan pilt" sem maka minn glæðist nú þegar ég er orðin singull á ný. en ég þekki nú voða fáa Islendinga hér í bæ og er ekkert mikið að reyna að leita að þeim, enda mjög margir af þeim sem ég hef hitt verið frekar óspennandi fólk. Og það verður þá bara að móðgast yfir þvi, en kannski finnst þeim ég líka leiðinlegt.
Í gær keypti ég svo miða til Gautaborgar, ætla að skella mér þangað um helgina að hitta Nödju, Mariann og Silje. Jibbí!! Núna er Peter í Jótlandi, en einhver vinur hans í herberginu hans á meðan. Soldið að pæla í hvernig hann komst inn í stigaganginn í gær, þar sem að hann er ekki með lykil að aðaldyrunum...Þarf að finna út úr þessu. Jæja, best að drífa sig heim.Éger að drepast úr hungri og þarf að ræða alvarlega við sjónvarpið mitt í kvöld...
föstudagur, maí 07, 2004
Auðvitað for ég á barinn í gær, við hverju öðru var að búast!! og sit því hér á heilögum uppstigningardegi að ég tel úti í skola og ætla aðeins að sinna námi mínu. En fyrst að tjá sig aðeins.
Margt hefur nú breyst í lífi mínu á minna en viku. Fyrst ber að nefna hið nýja einhleypingslíf síðan á laugardaginn, og er ég enn að venjast því (takk elsku allir sem hafa sent mér meil og hringt og stutt mig í þessu máli). En þetta er fyrir bestu og bar um að gera að tjalda því sem til er, eða þannig. Verð að viðurkenna að ég sakna nú gamla djöfsa soldið en það er sjálfsagt ekkert sniðugt að við séum að kærastast lengur. Minn nýi status rann sérstaklega upp fyrir mér í gær á barnum og kom yfir mig nokkur tregi og þrá eftir öruggum örmum og hlýju, kunnuglegu plássi í rúmi. Þá er ég bara komin út á markaðinn en auðvitað voru engir sætir strákar á barnum frekar en venjulega. Hinsvegar var Alexander nýi vinur minn þar og við ræddum ástina af miklu kappi, milli hans og kærastans hans, milli mín og fyrrverandi kærastans míns og bara svona almennt. Alexander er frá Úkrainu og algert krútt með svartan lubba og leiftrandi bros. Og lika þvílíkt opinn og skemmtilegur. En hann er svo auðvitað hommi.
Annemette er svo loksins búin að dömpa unnustanum, eftir að hafa horfst í augu við þá staðreynd að hann yrði í hernum nokkur ár í viðbót og þau gætu hist sirka einu sinni á ári, sem er lítið fjör. Hún var svo að slá sér upp gaur en hann reyndist svo vera alger fáviti, svo við erum bara suddenly single og saman í þeim pakka, sem er mjög mikil huggun.
Og þá er nú gott að ég er komin með mitt nýja og fína sjónvarp, og tengt við kapalinn hans Peter og alles. Og ætla ég að njóta góðs af því í kvöld.
Þriðja breytingin: 'i gær kom ég við á kollegístjórnarskrifstofunni og var mér tjáð þar að von væri á kollegíherbergi handa mér innan skamms, svo ég flytti mér heim og sagði herberginu upp. Nú er bara að vona að við finnum leigjanda í tæka tíð svo ég missi ekki fyrirframgreiðsluna mína. við Peter ræddum þetta allt saman í mesta bróðerni í dag, og það verður að segjast eins og er að þó hann hafi svo sem sína smágalla, er hann vænsta skinn og það er búið að vera fínt að búa með honum. Kollegíherbergi hefur bara nokkra mjög stóra kosti sem vega þungt, sérstaklega í mínu litla og auma veski. Þar verð ég til dæmis með almennilega síma svo það verður hægt að spjalla almennilega við fólk ( þessi farsími er ekkert smá dýr) og best af öllu get ég hringt í fjölskyldu og vini í öðrum löndum og þau í mig án þess að það kosti det hvide ud af øjnene). Svo þetta er allt saman mjög spennandi. Ótrúlegt alveg.
fimmtudagur, maí 06, 2004
Þetta er nú meiri sólarglenningur og hitinn fyrir utan!! Ótrúlegt alveg. Ætla að skrifa þýðingarverkefnið mitt utandyra á eftir, svo sólin megi skína á mitt skyrlitaða hörund.
Í gær kom skemmtileg nýjung til í lífi mínu. Ég tók metróið út í Bilka i hinni gígantísku verslunarmiðstöð Fields (shopping centers are soooooo 90´s!) og keypti mér þar 14 tommu sjónvarp á 750 danskar krónur og kom því heim sjálf.Það var reyndar mun áreynsluminna en ég bjóst við. Svo boraði Peter holu í vegg og setti upp kapal þannig að ég get horft á allan fjandann hvenær sem mig lystir inni í kytru minni. til allrar hamingju þurfti ég ekki að borga aukalega fyrir aðgang að kapalsjónvarpinu og ég heyrði það á stráksa að honum fannst hann ótrúlega miskunnsamur að la´ta mig ekki borga fyrir það. Mér finnst það nú bara eðlilegt enda nákvæmlega ekki neitt sem fylgir með kaupunum við þetta herbergi að öðru leyti, og ég borga það dýrum dómum að búa þar. en auðvitað var voða krúttlegt af honum að setja þetta upp. Seinna um kveldið, þegar hann og vinir hans höfðu sopið ölið drjúgt og horft á fótbolta með tilheyrandi öskrum og látum, kallaði hann mig litla prinsessu og pissaði fyrir opnum dyrum. Ég er svo aldeilis.
annars eru teikn á lofti fyrir því að ég komist bráðum inn á kollegí og vonandi að Peter litli lifi það af, honum finnst víst svo frábært að búa með mér.
Get ekki alveg ákveðið hvort ég eigi að fara á fimmtudagsbarinn í kvöld. Valið stendur milli þess og sjónvarpsins. Best að vera bara í sms sambandi og fylgjast með þróun mála í Sódómu fimmtudagskvöldanna.
þriðjudagur, maí 04, 2004
Í gær lenti ég í furðulegri uppákomu! Ég var í Palladium bíóinu að bíða eftir Anne, þar sem við ætluðum að skella okkur á Ondskaben, byggða á ævisögu Jan Guillou. Þar sem ég sit við borð og hugsa hvar hún Anne sé eiginlega stödd í veröldinni, koma tveir menn um fimmtugt aðvífandi og ávarpa mig á rússnesku, og ég svara í algeru hugsunarleysi. Þeir voru ekki seinir að setjast við borð mitt og spyrja mig spjörunum úr (það hefðu þeir amk gjarnan viljað) um líf mitt og hagi, hvaðan rússneskukunnátta mín sé sprottin og svo framvegis. Og allt í einu var ég búin að röfla upp úr mér að ég væri að fara í bíó og þeir farnir að tala um það sín á milli að kannski ættu þeir bara að skella sér með! Mennirnir voru frá Armeníu og mér leist ekkert a blikuna, sérstaklega þar sem þeir létu augnaráðið reika um sokkabuxnaklædd læri mín og mér fannst þeir bera svipmót af saurugum hugsunarhætti. Mér tókst nú reyndar að stinga þá af án nokkurra óþæginda - en í fyrsta lagi, þá skil ég ekki hvernig þeir gátu séð það á mér að ég kann rússnesku! Í öðru lagi verð ég alltaf jafn hissa þegar gömlum ógeðslegum köllum finnst það einhvern veginn bara alveg mjög sennilegt að ungum og myndarlegum stúlkum langi til að hafa einhver samskipti við þá! Oj bara!!
Anne hafði svo verið að bíða eftir mér fyrir utan bíóið og við gengum hröðum skrefum inn í bæ þar sem talsverður tími var þar til sýningin byrjaði, og mig langaði i McD kakó. Á Ráðhústorginu stöðvaði okkur ungur maður með starandi augnaráð og spurði mig hvort ég læsi bækur, og vildi óður pranga upp á mig einhverri skræðu um ...eitthvað sálarrannsóknadæmi, .þessi bók átti víst að innihalda leynilausnina á öllum sálrænum vandamálum fólks, og ekki í fyrsta sinn sem fólk reynir að troða þessari bók upp á mig. Stundum vildi ég að ég gæti slökkt á fávitasegulnum í mér.
mánudagur, maí 03, 2004
Sumarid mætti á svædid í gær og er ég raudleit í andliti. Í dag er hinsvegar rigning. Jaso. Ég er mikid ad hugsa um ad kaupa mér sjónvarp.