Allt ad verda snaeldibrjal her i Russlandi, thessi ferd er buin ad vera svo faranlega skemmtileg ad eg veit ekki hvar thetta endar. Djamm a hverju kvoldi (nema i kvold, tharf a sma svefni ad halda), Helene blessunin er a stadnum og aetlar ad koma ut med okkur a morgun. Kennararnir eru eitilhressir og i gaer baud annar theirra endurtekid upp a tekilaskot og dro okkur ut a dansgolfid i villtan snuning.
Annars erum vid buin ad fara i fullt af skodunarferdum, m.a. a heimili Tolstojs, inn i Kreml og a morgun forum vid i bonjuna . Svaka stud alltl saman.
Allir hafa baett a sig sidan vid komum enda er ekki sparad a tolgina her i landi, eins og lesendur thessa bloggs aettu ad kannast vid. Thad verdur bara strangur kur thegar heim kemur (not). Jaeja verd ad skella mer i bolid adur en thad kviknar i heila minum af threytu.
fimmtudagur, október 27, 2005
laugardagur, október 22, 2005
Rock your head in epilepsy
Ég bíð spennt eftir að komast til Rússlands...þessi lína þeirra Black Eyed Peas hefur hljómað stanslaust í höfði mér undanfarna daga, ég held að það sé af því að ég hlakka til að komast á djammið í Moskvu og tala við fólk sem er enn klikkaðra en ég. Nú ætla ég að drífa mig út í skóla, prenta og ljósrita seinustu pappírana og svo hingað heim, klára að pakka, ryksuga og taka ærlegan sprett í gymminu. Enda verður legið í mæjónesi og bjór næstu tvær vikurnar, svo það er eins gott að neyta á meðan nefinu stendur.
Annars vil ég koma því að að afmælisbarn dagsins er Miguel Kenneth Stobbs Serrano, og í dag hefur hann lifað 24 ár á þessari jörð, blessað unglambið.
föstudagur, október 21, 2005
Meika ekki meira stress. Nenni ekki að útskýra hví og hvernig, en ég mun þurfa að þeytast um alla Moskvu og rífast við konur í drögtum til að fá flugmiðann minn heim, og þar til ég fæ hann í mínar litlu hendur, er alls óvíst að ég komist nokkurn tímann heim. Ég vildi óska að ég væri búin að fá miðafjandann og að ég sæti í góðra vina hópi á OGI með bjórglas fyrir framan mig.
fimmtudagur, október 20, 2005
Ég er búin að þeytast um í allan dag, byrjaði á því að hjóla til Hvidovre eins hratt og járnfákurinn komst, og hjólaði síðan það bölvaða hverfi í ræmur, ef svo má segja. Að vinnudegi loknum lá leiðin niður í bæ á Danhil ferðaskrifstofuna til að ná í flugmiðann minn, en svo þarf ég að fara þangað aftur á morgun hvort sem er. Svo fór ég heim, fór í sturtu og hvíldi mig í smá stund, og svo var farið aftur af stað að kaupa alls konar drasl, og var lagt út með því að kaupa hárauða trollí-ferðatösku og svo aftur með hana heim. Þarna var mig eiginlega farið að svima pínu af þreytu, en ég þrammaði þó einbeitt út í Amagersentrið til að ná þar í ýmsar nauðsynjar fyrir ferðina á sunndaginn. Þar var ég næstum því búin að kaupa Vagabond stígvél á 900 krónur, en stoppaði sjálfa mig á seinustu stundu. Þá lá leiðin í H&M, þar sem ég fjárfesti í nokkrum ódýrum bolum og peysum, og svo vettlingum og belti. Enda er alltaf mikilvægt að hafa fylgihluti til skiptanna þegar haldið skal í reisu og ekki hægt að hafa mikið af fötum með. Get bara ekki alveg ákveðið hvaða skó ég eigi að hafa með, og hvar skuli draga fásinnismörkin.
Mikið hlakka ég annars til að fara til míns heittelskaða Rússlands.
miðvikudagur, október 19, 2005
Á sunnudaginn fer ég til Rússlands og ég er eiginlega að verða pínu stressuð, þó að það líti fljótt á litið allt út fyrir að vera í lagi. Það er bara allt svo óafturkallanlegt með Rússland, allir pappírar og allt verður að vera hundrað prósent í lagi, annars bíður manns ævilöng vist í ormétnu fangelsi og barsmíðar á hverjum degi. Svo er ég tourleader í seinni ferðinni. Það finnst mér enn hrikalegra. Vissulega er ég vön Rússlandi og þekki það ágætlega, en ég hef aldrei þurft að bera ábyrgð á neinum öðrum en sjálfum mér. Guð gefi mér styrk.
þriðjudagur, október 18, 2005
Í dag sá ég tvær konur í Fakta sem voru greinilega Rússar. Ég meina, hverjir aðrir en Rússar kaupa kál, kartöflur, sýrðan rjóma og eitthvað meira sem ég man ekki hvað var, en var mjög Rússalegt. Og þá erum við að tala um að þessar konur voru með túperað hár, í steinþvegnum gallabuxum og ljótum jökkum. You can run, but you cannot hide.
mánudagur, október 17, 2005
Það er eitt mjög pirrandi við það að búa ein/n. Maður þarf að passa sig á því að kaupa ekki of mikinn mat, þar sem að það er enginn annar en maður sjálfur til að borða hann, og þar afleiðandi þarf ég oft að henda mat, sem nég hef keypt í einhverju mikilmennskubrjálæði.
Í Danmörku er loksins orðið kalt, og ég er alveg hissa á því hvað ég er orðin kulvís. Ein konan í vinnunni sagði að það væri af því að ég væri svo mjó, og mér fannst það nú ekkert verra, svona af ýmsum mögulegum ástæðum. Svo talaði ég við Lízu vinkonu mína í Arkhangelsk í gær og fyrradag, og svei mér þá, hvort ég fékk ekki bara smá Arkhangelsk-nostalgíu. Ótrúlegt þar sem staðurinn er í sjálfu sér frekar óspennandi og næturlífið þar vonlaust, en allt í einu langaði mig mjög mikið að vera að brjótast gegnum snjó og myrkur með Lízu í leit að einhverju sæmilega þolanlegu öldurhúsi. Ef ég fæ einhvern séns á því, verður mitt fyrsta verk að heimsækja þessa frábæru vinkonu mína. En nú verð ég víst að fara á bókasafnið.
sunnudagur, október 16, 2005
Arg. Var að reyna að þvo gluggaskriflið hérna áðan, og nú lítur þetta verr út en nokkru sinni fyrr. Hvernig í djöflinum á að þvo glugga? Svo er ég a.m.k. þrisvar í þessari viku búin að eyða smsum með símanúmerum fólks sem ég þarf að hafa samband við. Hvað er að mér?
miðvikudagur, október 12, 2005
Ef ég fer ekki í vinnuna á morgun dey ég . Eða réttara sagt fjárhagur minn fer að gefa upp síðustu andardrættina, því ekki veit ég hvernig ég á að fara að því að fjármagna tilveru mína ef ekki fást neinar vaktir. Svo er ég að snappa á því að búa ein hérna.
þriðjudagur, október 11, 2005
Ég er algerlega að missa mig í sjónvarpsglápi. Það er hræðilegt að viðurkenna það, en ég er gjörsamlega húkkt á danska Paradise Hotel og fylgist grannt með öllu því þvaðri og vitleysu sem þar á sér stað. Hví, hví, hví er ég ekki búin að græja lesefni fyrir Gogolritgerðina, svo ég geti haldið mig við það? Geri það á morgun, þetta gengur ekki lengur. Og hví á ég ekkert súkkulaði fyrir Sex in The City, sem kemur á eftir?
sunnudagur, október 09, 2005
Auðvitað reyndist nóg að gera, fyrst var ég kölluð út laugardagsmorgun og svo mætti ég klukkan sjö (!!!!) úti á Österbro í morgun. Mér fannst eiginlega að þetta hlyti að vera einhver misskilningur þegar ég var að hjóla þangað í svarta myrkri í morgunsárið.
Dagný og Filip, sænski kærastinn hennar, komu í heimsókn í gær og það var nú aldeilis festligt. Því miður gat ég ekki djammað alla nóttina með krökkunum þar sem ég átti að vinna daginn eftir, en gaman var nú samt. Ágústa sem var með okkur í MH kom líka og það var bara rosa skemmtileg stemning. Pawel lék við hvern sinn fingur, spilaði á gítarinn og við tókum nokkra slavneska slagara saman, og svo bjargaði ég deginum hans með því að spyrja "Er þetta Megas?", þegar hann tók eitt lítið frumsamið. Svo bauð Filip mér og Miguel í pottapartí í desember. Jibbí!!
föstudagur, október 07, 2005
Helgarvöktunum mínum var aflýst rétt í þessu og nú er bara að vona og biðja sem heitast að það verði fjöldaveikindi víðsvegar um allan bæ um helgina svo ég geti unnið mér inn smá pening. Ég er nefnilega bara búin að vinna einu sinni á tveimur vikum vegna heimsóknar kærastans og það er eins gott að vaktirnar fari að rúlla á ný. Annars veit ég ei hvar ég enda. Best að byrja á því að kaupa ekki neitt næstu vikurnar, nema mat og stundum bjór. Og reyna að hafa allan matinn discount, best að tékka á þessari Liedl búð, er hún komin hingað til Kbh?
Svo er ég að fara í tæbox á eftir. Ég þekki nefnilega mjög skemmtilega stúlku sem heitir María og er rosaleg bardagakona, hún fer til Tælands reglulega og lumbrar á litlum tælenskum vöðvaboltum. Við María kynntumst í Arkhangelsk á seinasta ári þegar hún var send til mín af hinum miður skemmtilega Mikkel, María reyndist vera nokkuð fínni pappír en drengurinn sá og nú ætla ég að prófa tæbox í tæboxgymminu sem hún er í. Wish me luck!!
fimmtudagur, október 06, 2005
Ich hab gar kein Lust
ÖÖÖÖÖöööööööööööööööööööööööööööööööööööö...mig langar svooooooooo ekki að fara að vinna í kveld, nei, frekar vildi ég sitja heima og reyna að fatta út á hvað þetta fag Kulturvidenskabelige Forskningsretninger gengur. Ég bíð þess dags með óþreyju þegar ég þarf aldrei að vasast í gamalmennum og þeirra illalyktandi híbýlum meir. Sá dagur rennur vonandi, vonandi, vonandi upp 1.janúar 2006.
Annars líst mér ei á blikuna varðandi þetta fag þarna. Þetta er miklu erfiðari djöfsi en ég bjóst við, fékk blað með umhugsunar/rökræðu-spurningum og mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Þar að auki spurði kennarinn mig hvort ég væri í læsegruppe, sem ég er ekki þar sem ég þekki ekki nokkurn lifandi mann þarna og þori ekki að æmta né skræmta við þessa verðandi samfélagsgagnrýnendur og grúskara, sem virðast búa yfir endalausri visku og gagnrýnni hugsun. Ég er bara tungumálanörd sem getur sagt ykkur ýmislegt um rússneskar sagnir og rússnesku yfirleitt, en hvað Marx var að fara með kommúnistaávarpinu, og hvers vegna Troels Lund telst þróunarsinni, veit ég ei. Ó guð, hvað á ég að gera?
Namm. Ég er að borða kruður með smjöri og osti...eða var að því rétt áðan. Kruður minnir mig á bernsku mína í Álfatúninu, og í morgun var birtan fyrir utan svo skær og köld að mér fannst vera kominn vetur og jólin á næsta leyti. Því er þó eigi að heilsa, en ég hlakka samt sem áður til að sitja við eldhúsborðið heima, lesa Moggann og raða í mig ristuðu brauði. Heima eru skáparnir líka alltaf fullir af mat sem ég kaupi aldrei sjálf og meira spennandi fyrir vikið.
En já, ég sendi Krútta af stað með Gråhundbussen til Malmö þar sem hann tekur flugið til London, og þaðan til Spánar. Unnustinn grét sem endranær við aðskilnaðinn, en ég sannaði mig enn og aftur sem harðbrjósta valkyrja og felldi ekki eitt einasta tár. Ég vona eiginlega að það verði ég sem fer að gráta þegar ég kveð hann á Spáni, svo hann haldi ekki að ég sé algerlega tilfinningasneydd. En hann heldur það svosem ekki neitt, held ég. Næsti hittingur verður í nóvember, eftir að ég kem heim frá tveggja vikna Rússlandstúr sem ég er farin að hlakka talsvert til. Hitt er annað mál að ég hef ekki farið í vinnuna í tíu daga (sem er búið að vera æði to say the least) og varla litið í bók, en á því verður ráðin bót í dag.
Í gær komst ég að því að Lada er kvenmannsnafn, og bílheitið því dregið þaðan af. Vissuði þetta?
mánudagur, október 03, 2005
Það er unaður að vera í fríi. Sérstaklega ef það er sætur kærasti með manni í fríi. Núna er kærastinn að fara að elda góðan mat og svo ætlum við að horfa á dvd og borða nammi eins og öll dæmigerð kærustupör. Það ódæmigerða við helgina (í kærustuparaskyni) var að við fórum að djamma bæði kvöldin og ég varð auðvitað miklu fyllri en sumt skynsamt fólk sem ferjaði mig heim í metróinu. Annars er bara búið að vera gaman, gaman.