Mikið langar mig í bjór. Til allrar hamingju var einn af nýju internsunum í IT-deildinni svo góðhjartaður að gefa mér einn Carl's Special úr leyniísskápnum í IT. Kannski fer ég svo og drekk eins og eina kollu með tölvunördunum eftir vinnu, það er aldrei að vita.
Elena Vladimirovna, nafntogaður harðstjóri í rússneskudeildinni og kennari minn á fyrsta og öðru ári settist niður hjá mér og Annemette í hádeginu í dag, og snæddi sitt smörrebröd meðan við drukkum kaffi og átum muffins. Samræðurnar voru á vinalegum nótum, enda hættir hún að vesenast í manni eftir annað ár. Einhvern veginn togaðist einhver djammsaga inn í samtalið og konan varpaði fram spurningu sem kom mér nokkuð á óvart: "Men Anna, er du vild uden for universitetet?"
Þá átti hún við hvort ég væri mikill djammari, og ég var hreinlega standandi hissa að hún væri fyrst að fatta það eftir að hafa þekkt mig í fjögur ár. Vissulega hefur mikið vatn runnið til sjávar og steinninn slípast, ef svo má segja, en ég er nú ekki dauð úr öllum æðum enn. Það er samt greinilega sú ímynd sem fólk sem ekki þekkir mig í djammsamhengi hefur. .Ótrúlegt en satt
þriðjudagur, febrúar 28, 2006
mánudagur, febrúar 27, 2006
Á föstudaginn er ég að fara í bjóð hjá rússneska sendiráðinu og "pleje forbindelser", eins og Jon hafði að orði um samkomu þessa. Veit reyndar ekki alveg hvaða sambönd það eru, mér vitanlega hef ég þar engin sambönd, en kannski tekst mér að slá í gegn þegar á staðinn verður komið.
Ég er búin að vera frekar afkastasöm í dag og heimili mitt er nokkurn veginn hreint og notalegt á að líta. Ég meika ekki þegar það er drasl, en ég verð líka frekar þreytt á sjálfri mér ef allt er alltaf í tipp-toppstandi. Það er eitthvað svo innilega ferkantað og kontrollerað. Hinsvegar tókst mér loksins að koma mér til þess að skrá mig í sygeforsikringen "Danmark" og er nokkuð ánægð með það. Nú verður t.d. ódýrara fyrir mig að fara til tannsa (er búin að draga það í nokkur ár sökum fjárskorts, heh) og kaupa linsur og þvíumlíkt. Og pillur og plástra ef ég dett og meiði mig.
sunnudagur, febrúar 26, 2006
Veit ekki alveg hvað kom yfir mig áðan. Það greip mig þvílík löngun í fastelavnsbollur að ég tók til við að smsa mínum bestu og nánustu og reyna að hóa í bolluleiðangur. Alexander var enn að reyna að losna við hjásvæfil gærkveldsins, Anne og Nanna voru að vanda staddar í sjöundu víddinni og því svars eigi að vænta fyrr en á miðvikudaginn, en Anna Hera var til í bollur. Við stöllur röltum því út á Christianshavn og snæddum þar bollur og drukkum kaffi innan um herskáa Dani, sem ætluðu sko aldeilis ekki að missa af fastelavnsdýrðinni. Í bakaríinu var múgur og margmenni sem á útsölu í Harrods, eða hvað veit maður, fólk tróðst um hvert annað þvert og æpti :"Fire med chokolade! Et Veronabrød, to jordbærkager og en grovbolle!" Já, Danir eru sérkennileg kvikindi og því lengur sem ég bý hér, því deginum ljósara verður það mér hversu afskaplega ódönsk ég er.
Fastelavnsbollurnar reyndust ágætar á meðan á snæðingi stóð, u.þ.b. fimm sekúndum seinna störðum við Anna á hvora aðra í undrun, svima og léttum bumbulleika, þegar rjóminn og kremið tók að hreiðra um sig í möllunum. Ég ætlaði reyndar að fara í megrun bráðlega (eða þannig sko) þar sem að ég hef bætt á mig af dularfullum ástæðum, en þau plön hafa að vanda farið í vaskinn sökum þess hve súkkulaði og bjór er afskaplega gott á bragðið, sérstaklega saman. Annars er sól úti. Hún glennir sig og lætur mann halda að vorið verði bráðum komið. En í dag mundi ég af hverju það er ekki komið. Það er nefnilega 27.febrúar, fastelavn.
laugardagur, febrúar 25, 2006
Sá þetta hjá honum Bjögga litla heimilisleysingja og fannst þetta skemmtilegt.
Hefur þú...
(x) reykt sígarettu
( ) klesst bíl vinar/vinkonu
( ) stolið bíl
(x) verið ástfangin/n
(x) verið sagt upp af kærasta/kærustu
( ) verið rekin/n úr vinnu
(x ) lent í slagsmálum..
(x ) læðst út meðan þú bjóst ennþá heima hjá foreldrunum.
(x) haft tilfinningar til einhvers sem endurgalt þær ekki
( ) verið handtekin/n
( ) farið á blint stefnumót
(x) logið að vini/vinkonu
(x) skrópað í skólanum
() horft á einhvern deyja
( ) farið til Canada
( ) farið til Mexico
(x) ferðast í flugvél
( ) kveikt í þér viljandi
( ) skorið þig viljandi
(x) borðað sushi
( ) farið á sjóskíði
(x) farið á skíði
(x) farið á tónleika
(x) tekið verkjalyf
(x) elskar einhvern eða saknar einhvers akkurat núna
(x) legið á bakinu úti og horft á skýin
(x) búið til snjóengil
(x) haldið kaffiboð
(x) flogið flugdreka
(x) byggt sandkastala
(x) hoppað í pollum
(x) farið í "tískuleik" (dress up)
(x) hoppað í laufblaðahrúgu
(x) rennt þér á sleða
(x) svindlað í leik
(x) verið einmana
(x) sofnað í vinnunni/skólanum
( ) notað falsað skilríki
(x) horft á sólarlagið
() fundið jarðskjálfta
(x) sofið undir berum himni
(x) verið kitluð/kitlaður
() verið rænd/rændur
(x) verið misskilin/n
(x) klappað hreindýri/geit/kengúru
(x) farið yfir á rauðu ljósi/virt stöðvunaskyldu að vettugi
( ) verið rekin/n eða vísað úr skóla -vísað úr skóla vegna fjarvista, en kjaftaði mig aftur inn samdægurs
(x) lent í bílslysi
( ) verið með spangir/góm
(x) liðið eins og þú passaðir ekki inn í/þriðja hjól undir vagni
() borðað líter af ís á einu kvöldi
() dansað í tunglskininu
(x) fundist þú líta vel út
(x) verið vitni að glæp
(x) efast um að hjartað segði þér rétt til
(x) verið gagntekin/n af post-it miðum
(þið vitið - þessum gulu)
(x) leikið þér berfætt/ur í drullunni
(x) verið týnd/ur(x) synt í sjónum
() fundist þú vera að deyja
(x) grátið þig í svefn
(x) farið í löggu og bófa leik
( ) litað nýlega með vaxlitum
(x) sungið í karaókí
(x) borgað fyrir máltíð eingöngu með smápeningum (við erum að tala um krónur, fimmkalla og tíkalla hérna)(x) gert eitthvað sem þú lofaðir sjálfri/sjálfum þér að gera ekki
(x) hringt símahrekk
(x) hlegið þannig að gosið frussaðist út um nefið á þér
(x) stungið út tungunni til að ná snjókorni(x) dansað í rigningunni
(x) skrifað bréf til jólasveinsins
( ) verið kysst/ur undir mistilteini
(x) horft á sólarupprásina með einhverjum sem þér þykir vænt um
(x) blásið sápukúlur
(x) kveikt bál á ströndinni!
(x) komið óboðin/n í partý
(x) verið beðin/n um að yfirgefa partýið sem þú komst óboðin/n í
(x) farið á rúlluskauta/línuskauta
(x) hefur einhver óska þinna ræst
( ) farið í fallhlífastökk
( ) hefur einhver haldið óvænt boð fyrir þig
(x) gert þig af þvílíku fífli fyrir framan fullt af fólki
(x) kysst einhvern af sama kyni
(x ) farið nakin í sund
(x) rennt þér á grasinu á snjóþotu
(x) verið sett í straff
(x) logið fyrir vini þína
( ) liðið yfir þig
(x) fengið sms frá einhverjum sem þú veist ekkert hver er og byrjað að spjalla við manneskjuna
(x) eyðilagt eitthvað sem vinur þinn átti
Ég tók víst aðeins of stórt upp í mig í morgun þegar ég tilkynnti mínum kvefaða kærasta að "nú væri vorið sko pottþétt á næsta leyti". Því útlitið er fremur óskemmtilegt næstu fimm daga, ef eitthvað er að marka Politiken . Hvar endar þetta?
Homminn við hliðina er á hákanti í dag. Áðan var hann að spila eitís rokk og núna er Goggi M. að þenja sig. Ég ætla að vera góð stúlka og vera heima að læra í kvöld. Mesta lagi sarga aðeins á mér tærnar.
föstudagur, febrúar 24, 2006
Mikið á það vel við mig að vera bardama. Sérstaklega þegar vaktin er bara tveir tímar og með henni fylgja óteljandi fríir drykkir.
fimmtudagur, febrúar 23, 2006
miðvikudagur, febrúar 22, 2006
Datt niður á gráar flauelsbuxur á 75kr (svona mjúkt, ekki strimlað) í HM í dag og fannst mikil fásinna að láta slíkt framhjá mér fara, enda hef ég lengi verið að hugsa um hvað mig vanti nýjar buxur. Brækurnar smellpössuðu, nema auðvitað alltof síðar fyrir mínar dvergabýfur. Ég er bara alveg dottin út úr buxnakaupum. Seinustu buxurnar sem ég keypti voru svörtu mjúku buxurnar fyrir rúmu ári síðan og ég er alveg hissa á því að sjá sjálfa mig í þröngum buxum. Svo kann ég ekki alveg á þetta "buxur ofan í stígvélum" lúkk, þarf aðeins að æfa mig á því. Annars var ég svo ánægð yfir buxnakaupunum að ég greip með glært naglalakk á 39 krónur og þóttist góð, ogþarmeð var kaupiþörfinni fullnægt um óvissan tíma.
Nýjustu fréttir eru að mér fer fram í starfi bókasafnsvarðar. Í gær tókst mér að veita tveimur nemendum rétt svör, og ég hefði getað aðstoðað þriðja nemandann við að fá lánaða bók, ef ég hefði ekki verið að að lakka neglurnar á mér rauðar rétt í þeirri andrá sem stúlkukindin kom aðvífandi með skræðu sína. Work-study pían fékk því að afgreiða málið, en ég var nokkuð ánægð með mig að loknum vinnudegi. Hæhó.
þriðjudagur, febrúar 21, 2006
Magi minn er ei sáttur við það sem hann hefur mátt þola undanfarinn sólarhring. 200 grömm af apríkósum, nærri heil pizza og svo endalaust brauðát. Það er deginum ljósara að ég verð að fara og kaupa ávexti á morgun.
mánudagur, febrúar 20, 2006
Mikið er mér farin að leiðast þessi grámóska hér í landi. Lægðir, suddi og súð herja á danskinn af slíkum mætti að það mætti halda að ríkisstjórnir Egyptalands og Pakistans réðu veðrinu. Ég vil fá vor með blómstrandi kirsuberjatrjám og flögrandi hvítum pilsum. Ivan gamli kærastinn minn er á ferðalagi í Suðaustur-Asíu, og stundum fæ ég meil frá honum um undursamlega veröld þar sem risastór fiðrildi og fílar með bleik blóm bak við eyrun leika sér við kaffilattelituð börn frá morgni til kvelds. Eftir lesturinn hugleiði ég gjarnan hversu óréttlátt hafi verið skammtað úr góða-veðursbauknum í upphafi heimsins.
sunnudagur, febrúar 19, 2006
Heimur smár og undarlegur
Jæja, Ofþornun Jónsdóttir búin að vera hér í heimsókn eftir ótæpilegt magn rauðvíns í gær. Fór í fyrsta sinn í langan tíma í fælles spisning í eldhúsinu og komst að því að þetta blessaða fólk hér á ganginum er bara bestu skinn, og þeim er hreint ekkert illa við mig. Ég og Micha í nr eitthvað vorum meira að segja orðnir bestu vinir undir lok kvöldsins og tjáði hann mér að ég væri "et virkeligt godt menneske".
Allavegana, ég komst að því að það voru greinilega örlögin að ég og Lise ættum að vera vinkonur. Þannig er málum háttað að hún er skiptinemi frá Kanada og við kynntumst þegar við fórum saman í hina örlagaríku ferð til Moskvu í haust, fyrir utan að hún er í bókmenntafaginu sem ég vinn við. Hún á vin sem heitir Mark og stóribróðir Marks, Joe, býr beint á móti mér hér á ganginum. Ég komst svo að því að þau þekktust stuttu eftir að við urðum vinkonur. Svo kom í ljós í gær að Thomas í nr241, sem ég hef þekkt í nokkur ár, og það áður en að ég flutti hingað inn, var í skiptinámi í Victoria á seinasta ári og þau kynntust þar, og voru m.a.s. nágrannar!! Fáránlegt ef ég má segja skoðun mína.
Partíið í gær var svo mjög skemmtilegt og dagurinn í dag fór í leti og siðleysi, eins og venjulega. Svo fórum við Anna Hera á Laszlo og drukkum kaffi og borðuðum samlokur og horfðum á þrjú ungmenni á næsta borði sem líktust helst farsímaauglýsingu, öll með svona sætt úfið lúkk og stór augu og á fullu að taka myndir af hvoru öðru með fínu gemsunum sínum. Þegar samlokan mín kom á borðið (maggi af kaffihúsasamloku að vera) var hún auðvitað full af laufum og grasi af ýmsu tagi, ekkert út á það að setja, nema það að þegar ég var að reyna að troða einu stærðarinnar laufblaðinu upp í mig í einum bit og líktist helst gíraffa á beit, varð mér litið yfir á farsímaborðið. Og auðvitað voru krakkagerpin að horfa á mig á þessu mjög ókúl augnabliki og þar með mitt persónulega kúl farið norður og niður í augum æskunnar. Mér fannst ég vera gömul á því augnabliki.
laugardagur, febrúar 18, 2006
Ég sé það að verðandi mæður í Vesturbænum eru að gagga hér um sparnað og eyðslusemi. Lesendum mínum til fræðslu get ég sagt ykkur það, að ég fer einungis á ódýrar klippistofur og svo í ódýrustu vaxmeðferðina í bænum. Bæði klippingar og vöx dreg ég í lengstu lög til sparnaðar, sem og að ég legg inn á bók við hverja útborgun launa.
Til samans kostaði þetta dekur dagsins 377 danskar krónur. Til samanburðar má nefna að það að hósta og draga andann eftir á á Íslandi kostar 5420 krónur, án virðisaukaskatts.
Núna er ég búin að vera yndislega húsmóðurleg í tvo klukkutíma að baka pönnsur og búa til hummus handa mér og vissum manni í sunnudagsmorgunmat. The big brunch verður nefnilega á morgun. Það er unaðslega afslappandi að vera húsmóðurleg sér til gamans. Og núna ætla ég að fara að læra.
Merkilegt hvað mér tekst aldrei að skríða á lappir fyrr en níu hálftíu þegar ég stilli úrið á átta. Yfirleitt er ég með þéttpakkað prógram fyrir frímorgnana mína, en einhvern veginn tekst aldrei að framkvæma nema mesta lagi tvö eða þrjú atriði á listanum. En það er heldur ekki við þvi að búast að maður geti risið eldhress úr rekkju við sólarupprás (reyndar ekki gott að segja hvenær það er á þessum árstíma) þegar maður liggur og byltir sér og veltir vöngum yfir ævarandi blankheitum. Ég skil hreinlega ekki hvernig ég get alltaf verið blönk. Og ég er EKKI að eyða öllum peningunum mínum í vitleysu. Auðvitað kemur það fyrir, en það er alls ekki alltaf að gerast, og þá erum við heldur ekki að tala um stórar upphæðir. Ég fór að telja þetta saman í gærkveldi og það rann upp fyrir mér að það hafa farið umtalsverðar fjárhæðir í greiðslur af ýmsu tagi síðan um áramót, og mjög litlar upphæðir í skemmtilega hluti eins og föt.
Svo rann það upp fyrir mér að ég væri lent í baslinu, sem fullorðna fólkið er/var alltaf að tala um, gjarnan í samhenginu "eilífðar basl alltaf hreint" eða eitthvað álíka. Lent og lent, ætli ég sé ekki búin að vera þar í nokkurn tíma nú þegar. Eníveis, ég sé ekki fram á að komast út úr baslinu næstu árin. Ekki nema ég drífi mig geeeeeeeeeðveikt að klára skólann og hoppi svo beint inn í óhemju vel launaða vinnu. Ég spekúleraði í þessu dágóða stund þar til að ég fattaði að með þessu áframhaldi myndi ég fá angistarkast og vaka alla nóttina, og greip því til þess ráðs að lesa í The Secret Dreamworld Of A Shopaholic. Alltaf róandi að lesa um fólk sem er í enn meira rugli en maður sjálfur. Svo sór ég þess dýran eið að kaupa innbústryggingu sem bráðast og fór svo að sofa.
Í dag ætla ég hinsvegar að spandera smáaurum í sjálfa mig, er að fara í klippingu og vax. Klippingin er eingöngu ánægjulegur prósess, hægt að lesa dömublað á meðan og ímynda sér alls konar skemmtilega hluti. Vaxið er hinsvegar óskemmtilegra. Það lá við að ég táraðist af tilhugsuninni einni áðan. Fyrir þá/þær sem ekki hafa lagt út í þetta enn, get ég sagt að þetta er allt annað en gott, en svo sannarlega þess virði eftir á.
föstudagur, febrúar 17, 2006
Mig dreymdi undarlega drauma í nótt um Helgu og Fjólu. Þær bjuggu í Árbænum með foreldrum Fjólu og við Fjóla vorum ýmist sextán eða tuttuguogfimm. Fjóla átti að fara að skírast og vildi endilega bæta við sig auka nafni og þá í höfuðið á Örnu systur Örvars. Helga hafði tekið stígvél með handa okkur frá vinkonu sinni í New York og við notuðum kisusjampó og uppþvottasvampa til að hreinsa þau. Í draumnum var einnig síðhærður púðluhundur sem við Helga hlógum mikið af, þar sem að hann "skildi ekki neitt". Draumurinn endaði á að Fjóla hljóp að heiman og gróf sig í snjóskafl og þurfti að flytja hana á spítala sökum ofkælingar. Á maður að taka mark á svona rugli? Eða því sem mig dreymdi um daginn, að ég væri að steikja aligrís í heilu lagi og allt í einu rann upp fyrir mér að dýrið var lifandi. Ég gat ekki með nokkru móti tekið lífið af grísnum, hann hélt áfram að blikka mig í þjáningum sínum og ég hljóp um grátandi og æpti: "Stakkels lille gris! Stakkels lille gris!"
fimmtudagur, febrúar 16, 2006
Móðir mín hringdi í mig áðan og kvaddi mig sem bráðast heim, og helst alla leið í Grímsey. Þar taldi hún okkur óhætt fyrir terroristum og fuglaflensu, s.s. þeim helstu vám er herja á Danaveldi þessa dagana. Ég og flestir aðrir taka þessu hinsvegar með ró, veit ekki betur en að Danmörk hafi verið ofarlega á dagskrá hjá Al Kaída nokkuð lengi, og enn hafa þeir ekki hafst nokkuð að. Fyrir utan það að ég efast um að hinn æsti múgur í Austurlöndum geti fundið Danmörku á heimskortinu, hvað þá skipulagt skemmtiferð hingað. Það eina sem ég hef áhyggjur af er hvað fyrirhuguð tannlæknaheimsókn muni kosta, og hvernig eigi annars að fjármagna hitt og þetta í mínu lífi.
Jæja, svo spurði hún hvort að nýjasta aðalhlutverkið í lífi mínu væri nokkuð einn af þeim.... (múslimum, sko) en svo er ei. Hann er hvorki múhameðstrúar, ofsatrúar, gamaldags né sérkennilegur að öðru leyti. Svo kallaði mamma feril minn í ástamálum etnógrafískar rannsóknir, og þar held ég bara að sú gamla hafi hitt naglann á höfuðið. Ég þekki fáa, sem eiga eins fjölskrúðugt og fjölmenningarlegt safn af ástmönnum, nema þá kannski Alexander.
Annars er helst í fréttum að viðbjóðsleg lægð liggur yfir landinu og hrellir mig og aðra með snjó og krapi og andstyggilegum rökum kulda.
Löngun mín í amerískan mat er gjörsamlega að rjúka upp úr öllu veldi. Ég hugsa stanslaust um pönnukökur, helst í samhenginu "stærðarinnar bröns", eða þá um hamborgara og franskar og annað slíkt hollustufæði. Nú þegar hef ég planað að búa til pönnukökur á sunnudagsmorgun sem kemur, kaupa hlynssíróp í Fötex og er fyrir LÖNGU búin að ákveða (og farin að hlakka til) að fara á Starlite Diner í Moskvu. Og þegar að þeirri dýrðarstund kemur, ætla ég ekki að vera þunn og þreytt og ekki hafa almennilega lyst. Nei, ég ætla að vera hress og glorhungruð og troða í mig af afli og lyst, og það allt á reikning DIS. Ójá, ójá.
miðvikudagur, febrúar 15, 2006
Ég er komin með ógeð á þessu Múhameðsteikningamáli. Fyrir utan alla þá ringulreið, fánabrennur, milljónatap fyrir ýmis fyrirtæki og almenn ólæti sem þetta hefur valdið, þá sýnist mér aðallega að þetta fólk þarna fyrir austan sé að drepa hvort annað, en ekki okkur, eins og það helst vill. Í gær eða í morgun, ekki gott að vita, voru þrír drepnir í fjöldamótmælum í Pakistan. Þarámeðal átta ára strákur, og þá spyr ég mig, hver er tilgangurinn með þessu?
Í fyrsta lagi hafa öll mótmælin, hótanirnar og sendiráðsárásirnar einungis svert nafn múhameðstrúar enn frekar, ekki bjó hún nú við góðan orðstír fyrir. Þar að auki fæ ég ekki séð að þetta komi neinu til leiðar, því það er ekki eins og vestræn samfélög liggi núna nötrandi á hnjánum og lofi að snúast til íslamstrúar. Þvert á móti, ef eitthvað er. Dansk Folkeparti hefur verið að skrá u.þ.b.500 nýja meðlimi á viku undanfarinn mánuð, miðað við kannski 10-20 á viku áður en öll vitleysan fór af stað. Skoðanakannanir hafa sýnt að vel helmingur landsmanna telur sig andsnúnari múslimum núna en fyrir nokkrum mánuðum síðan. Ég segi ekki sama hér, en hinsvegar stend ég á því fastara en fótunum, að ef fólk vill búa við ritskoðun, harðstjórn og hýðingar á almannafæri, þá ætti það að flytja eitthvert annað en hingað. Hvort sem að það er fætt hér eða ekki. Og það hefur mér alltaf fundist. Hitt er svo annað mál, að ég á mjög erfitt með að skilja af hverju nokkurn mann gæti langað að búa við slíkt.
mánudagur, febrúar 13, 2006
Vorið hlýtur að vera að koma. Það getur ekki verið meira en mánuður eftir af þessari grámyglu, a.m.k. eru fuglatetur að burðast við að tísta hér á morgnana. Einhvern tímann hlýtur að létta til, sanniði til, en skönne dag fæ ég S.U. og/eða frábær laun, sumarfrí og pening til að fara á sólarströnd, til tannlæknis og á snyrtistofur. I augnablikinu finnst mér eins og ég eigi eftir að vera blönk alla mína ævi.
Á laugardaginn hitti ég dönsku fósturforeldrana hans Armens. Eða fósturforeldra, veit ekki hvort að það sé rétta orðið, hann býr hjá þessu fólki, varla gerir það þau að fósturforeldrum. Þau voru mjög, mjög dönsk. Hin dönsku erkihjón. Ágætis fólk, en það fékk mig til að hugsa hvað ég er sjaldan innan um Dani að gera algerlega danska hluti. Þegar ég er með dönsku vinum mínum erum við yfirleitt að gera eitthvað frekar ódanskt. Á DIS er annar hver maður Kani eða eitthvað þaðan af verra, hehe, svo það er kannski helst í hjemmeplejen sem ég er virkilega að danskast. Þegar ég er að smyrja smörrebröd ofan í gamlingjana og svoleiðis. Ég borða reyndar oft smörrebröd sjálf heima hjá mér, og það með góðri lyst.
Svo bara aftenvagt í kvöld. Ójá.
föstudagur, febrúar 10, 2006
Í augnablikinu finnst mér ég vera svona fimmtán árum eldri en ég er. Hvernig verður það þegar ég verð í raun og veru fertug? Verð ég þá eins og ég sé fimmtíu og fimm? Kannski nær þetta að reddast þegar ég verð farin að fá S.U. eða komin í alvöru vinnu og þar með með rétt á sumarfríi eins og annað fólk. Var að ræða hið S.U. lausa líf við eina stelpu í skólanum í gær. Hún er að skrifa mastersritgerð og hafði, að mér skildist, klárað S.U.ið fyrir nokkru síðan. Við vorum sammála um að maður eldist um svona tíu ár af þessu líferni.
Ég er ein af þeim sem vill alltaf vera að nasla. Ef ég fitnaði ekki meira af sumum mat en öðrum, myndi ég t.d. borða hálft kiló af brieosti á dag. Undanfarið hef ég lagt það í vana minn að borða eitt Rittersport á dag. Það hefur ekki skilað góðum árangri, og sé ég því því miður fram á að þurfa að leggja þennan vana að einhverju leyti á hilluna. Auðvitað kæmi það aldrei til greina að hætta að borða Rittersport, það er nú ekki verið að framleiða þetta til að láta það skemmast á búðarhillum.
Annars get ég sagt ykkur frá því að í dag hösslaði ég yfirmáta kynþokkafullan svartan satínkjól á 49 DANSKAR KRÓNUR og að annað kvöld á ég tvöfalt stefnumót í vændum. Ekki með tveimur gaurum, heldur ég, vinkona mín og tveir gaurar. Aldrei hef ég prófað svoleiðis áður.
föstudagur, febrúar 03, 2006
Sviti svitason
Úff. Mér líður eins og ég sé í gufubaði. Samt er ekkert að gerast nema það að ég var að borða hádegismat og drekka engiferseyði. Nú rennur kvefið úr öllum svitaholum eins og Goðafoss í leysingum.
Afmælisveislan mín er á morgun. Jibbí, þá verð ég aftur tuttugu og fimm. Ég er mjög spennt að sjá hvaða gjafir ég fæ, í gær voru Alexander og Anne að hvíslast á um eitthvað sem ég mátti ekki heyra. Ég held að þau hafi verið að hvísla um gjafir. Spennó spennó!
fimmtudagur, febrúar 02, 2006
Í gær var ég veik, en það var ekkert leiðinlegt. Lise var nefnilega í transitgistingu hjá mér (áður en hún flutti inn í nýju íbúðina á Frederiksberg). Armen kom svo með hóstadropa, pakkasúpur og kanilsnúða og the trio from hell hyggede sig konunglega allan daginn. Reyndar höfðum við hygget os heilmikið öll saman kvöldið áður við að drekka bjór og spila Leonard Cohen fyrir Armen, svo þetta var allt mjög notalegt. Nú er ég hinsvegar orðin frísk, svona nokkurn veginn. En mikið væri gaman ef það væri alltaf svona gaman að vera veik.